Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 39
Laufblaðið málgagn Landssamtaka áhuga- fólks um flogaveiki l.tbl. barst hingað á haustdögum, myndarlegt og markvert. í ávarpi fyrrum formanns, Guðlaugar Maríu Bjamadótt- ur, kemur fram að góð gróska var á síðasta vetri hjá samtök- unum, jafnt í innra starfi sem útávið. Ahyggjuefni hennar þó það helzt, að enn skorti á skilning á flogaveikinni hjá almenningi, bæði læknis- fræðilega sem félags- og sál- fræðilega. Fræðslan er sterk- asta vopnið í baráttunni fyrir mannréttindum flogaveikra, það sem við gerum ekki sjálf gerir enginn fyrir okkur, segir Guðlaug María. Greint er frá því að Bergrún Gunnarsdóttir sé í leyfi til áramóta en Jón Guðnason muni gegna framkvæmdastjórastöðu þangað til. Margrét Njálsdóttir er nýr starfsmaður á skrif- stofu. Einnig er sagt frá norrænum fundi hér í júní sl. svo og er sagt frá nýrri stjórn LAUF, en hana skipa nú: Astrid Kofoed Hansen formaður, Asta Guðleifsdóttir varafor- maður, Jón Baldvinsson gjaldkeri, Klara Sigurbjömsdóttir ritari og aðrir í stjórn: Þórey V. Olafsdóttir, Guðlaug M. Bjarnadóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Hulda Björg Sigurðardóttir lyfjafræðingur skrifar um lyf við flogaveiki þar sem segir að lyfjameðferð sé ákveðin með tilliti til þess að það sé verra fyrir einstakling að fá flogaköstin en að þola lyfjameðferð. Hulda Björg birtir skrá um hin algengustu lyf og skiptir flogum í altæk og sértæk flog. Algengustu aukaverkanir em þreyta, slen og einkenni frá meltingarfærum. Þá er rætt um samspil getnaðarvarnataflna, þungunar, áfengisneyzlu og matar- æðis annars vegar og flogaveikilyfja hins vegar. Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður ritar glögga grein um hina ágætu Starfsþjálfun fatlaðra. Fróðlegt viðtal við mæðgur undir fyrirsögninni: Kjarkmiklar konur í Kópa- vogi felur í sér sögu af flogaveiki dótturinnar sem nú er 26 ára. Lýst er píslargöngu hennar, löngum sjúkrahúss- dvölum, skólaveru, unglingavinnu og starfssögu um leið. Unga konan er nýgift, á dóttur á öðru ári, alheilbrigða og greinir frá því öllu á ljósan og lifandi máta. Greint er frá nýju breiðvirku flogaveikilyfi og raktar tegundir floga auk fleiri fróðleiksmola af fjölbreyttu tagi. I Samtíningi Halldórs Þórðarsonar er þessi vísa í lokin: Skónum glatar skelþunnur, skömm í ratar ótrauður, skollann platar skjótráður, skýst í bata ófullur. Ábyrgðarmaður þessa ágæta laufblaðs er Guðlaug M. Bjamadóttir. 2.tbl. þessa árgangs af SIBS fréttum birtir m.a. brot úr ársskýrslu Reykjalundar. Þar má sjá ástæður fyrir veru á Reykjalundi þar sem árið 1995 eru flestir sem þjást af FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS gigtarsjúkdómum eða tæp 24%, þá 21,4% af hjarta- og æðasjúkdómum, og á bilinu frá tæpum 12% í nær 14% eru sjúklingar með sjúk- dóma innan miðtaugakerfis, lungnasjúkdóma (aðra en berkla) og geðsjúkdóma. Komur voru alls 1069 - 542 konur, 527 karlar. 89% sjúklinga dvelja 3 mánuði eða skemur og aðeins 2% þeirra dvelja 9 mánuði eða lengur. Stjórnarformaður Reykjalundar er Bjöm Ólaf- ur Hallgrímsson en forstjóri er Björn Ástmundsson. mboðsmannakynningin heldur áfram. Hlý og fróðleg minningarorð eru um Helga Ingvarsson yfirlækni eftir Jóhannes Arason, en 100 ár em liðin frá fæðingu Helga. Þar segir m.a.: Sagt var að Helgi hafi læknað með huga og hönd. Reykjalundarhlaupið fær sinn sess en þar er þátttaka afar góð. Rakin er frásögn norsks blaðamanns eftir heimsókn á Reykjalund og fyrirsögnin segir allt sem segja þarf: Enginn sunnudagaskóli. Einnig heimsótti blaða- maðurinn HL stöðina í Reykjavík og orð hans fleyg um 71 árs gamla konu að æfingum þar: Það er hrein ósvífni af henni að líta svona vel út. Greint er frá 4. þingi Lands- samtaka hjartasjúklinga og af sumarstarfi Reykjavíkur- deildar SÍBS er skemmtilega hressileg frásögn eftir Gunnar Grettisson. Að lokum er svo hin ágætasta grein um HL-hópa, leik- fimi fyrirendurhæfða hjarta- og lungnasjúklinga. Þar setja höfundarnir, Auður Ólafsdóttir yfirsjúkraþjálfari og Magnús B. Einarsson endurhæfingarlæknir fram hug- myndir að uppbyggingu æfingatíma, lágmarksaðstöðu og tækjakosti fyrir HL hópa og bjóða fram aðstoð við þá íþróttakennara sem hefja vildu slíka starfsemi. Sigurjón Jóhannsson stýrir þessu líflega blaði þeirra SIBS manna. ** s 13. tbl. Klifurs, fréttablaði Sjálfsbjargar, velti fram- kvæmdastjórinn Sigurður Einarsson upp spurningunni um það hvort óskrifað þegjandi samkomulag kunni að vera á milli Norðurlanda og annarra Evrópuríkja að hinar fyrr- nefndu minnki framlög til velferðarmála frekar en að þau síðarnefndu hækki sín framlög. Góð fræðsla er í blaðinu um Parkinsonsjúkdóminn. Ingólfur Örn Birgisson og Valerie Harris segja frá ferð á ráðstefnu í Þýzkalandi. Þar fluttu fulltrúar ýmissa þjóða frásagnir af kjörum fatlaðs fólks í sínu landi ásamt eigin reynslusögum. Sagt er frá nefndum Sjálfsbjargar sem eru allmargar og greint frá þingi ungliðahreyfingar Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum sem hér var haldið síðla ágúst- mánaðar. Og þar er þessi brandari: “Pabbi er Kyrrahafið alltaf kyrrt?” “Æ, geturðu ekki spurt mig einhverrar skynsam- legri spurningar?” “Hvenær dó Dauðahafið?” H.S. 39 Opið hús hjá LAUF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.