Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 42
Helgi Hróðmarsson fulltrúi: EVROPUSAMKEPPNI A VEGUM HELIOS II UM BESTU VERKEFNI SEM FELA í SÉR ÚRBÆTUR í MÁLEFNUM FATLAÐRA ✓ slendingar hafa að undanförnu tekið virkan þátt í fram- kvæmdaáætlun á vegum Evrópu- sambandsins sem nefnist HELIOS II og er skammstöfun fyrir eftirfarandi: “Handicapped people within the Eu- ropean Community living independ- ently in an open society”. Island varð fullgildur aðili að HELIOS áætluninni þann 1. janúar 1996 á grundvelli 31. greinar samþykktar Evrópska efna- hagssvæðisins. í áætluninni er stefnt að því að ná fram jafnrétti á sem flest- um sviðum til handa fötluðu fólki. Einnig eru aðildarríkin hvött til að efla stuðning við fatlað fólk og hvetja til nýjunga og framþróunar á ýmsum sviðum sem stuðlað getur að jöfnurn tækifærum og sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks í samfélaginu. I þessu sambandi má nefna blöndun í almenna skóla á öllum stigum menntakerfisins, endur- hæfingu, starfsþjálfun, félagslega aðlögun, ferlimál, íþróttir og ferðamál. VIÐFANGSEFNI KEPPNINNAR Einn þáttur HELIOS samstarfs- áætlunarinnar er samkeppni um áhuga- verð verkefni sem fjalla um málefni fatlaðra í samræmi við stefnu verkefn- isins. Sem fullgildur aðili fékk ísland tækifæri til að taka þátt í samkeppninni á þessu ári og var hún auglýst í fjöl- miðlum af félagsmálaráðuneytinu í byrjun janúar sl. Margrét Margeirs- dóttir hefur unnið að þessu verki fyrir hönd ráðuneytisins. Verkefni sam- keppninnar voru á eftirtöldum sviðum: Aðlögun, blöndun fatlaðs fólks í al- menna skóla, hagnýt endurhæfing, tækninýjungar í þágu fatlaðs fólks, þátttaka fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði, félagsleg aðlögun og starfsþjálfun. í reglum um þátttökuskilyrði var m.a. lögð áhersla á að í verkefnunum væri sýnt fram á að fatlað fólk eigi jafna möguleika og njóti virkrar aðlögunar í samfélaginu og ennfremur að verkefnin megi nýta í öðrum aðildarríkjum. Helgi Hróðmarsson. GÓÐ ÞÁTTTAKA Sautján Evrópuríki tóku þátt í sam- keppninni, þ.e. öll Evrópusambands- ríkin auk Islands og Noregs og hafði hvert ríki heimild til að senda sex verk- efni til keppninnar. Áður hafði farið fram forval innan hvers lands, en sam- tals bárust í forval rúmlega 400 verk- efni. Sérstök dómnefnd skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarríki fjallaði um verkefnin og valdi nefndin 18 bestu verkefnin sem hljóta verðlaun í ár. Tólf lönd skiptu með sér þessum 18 verðlaunum þar sem fimm ríki komust ekki í úrslit. Þrenn verðlaun gull, silfur og bronsverðlaun eru veitt fyrir þrjú verkefni í hverjum flokki. Fulltrúi íslands í dómnefndinni er Ólöf Rík- arðsdóttir formaður Öryrkjabandalags íslands og hefurhún unnið ötullega að þessu verkefni. Dómnefndarfólkið skipti með sér verkefnum til að skoða og meta. Ólöf fór t.d. til Hollands og skoðaði framlag Hollendinga í keppn- inni. FRAMLAG ÍSLENDINGA Fjögur verkefni komu frá Islandi og hljóta tvö þeirra verðlaun, annað gull og hitt silfur, sem hlýtur að teljast mjög góður árangur. Gullverðlaun hlýtur verkefni Ingibjargar Haraldsdóttur kennara við Lundarskóla á Akureyri, en það fjallar um nýjar leiðir og að- ferðir til kennslu og aðlögunar fatlaðs nemanda í almennum grunnskóla. I umsögn dómnefndar segir m.a. að verkefnið sé framúrskarandi dæmi um góð vinnubrögð og öll aðstaða innan skólans svo og kennslugögn til fyrir- myndar. Lögð er mikil áhersla á hversu samvinna kennara er mikil svo og samstarf við foreldra. í niðurlags- orðum dómnefndar er bent á að þetta verkefni geti orðið mörgum Evrópu- þjóðum fyrirmynd að stefnu í skóla- málum og sé vitnisburður um góðan árangur um blöndun fatlaðra barna í almenna skóla. Silfurverðlaun hlýtur verkefni Ágústu Gunnarsdóttur kennslustjóra við Menntaskólann við Hamrahlíð, fyrir að opna nýjar leiðir og veita heyrnarlausum og heyrnar- skertum nemendum jafna möguleika til menntunar í almennum framhalds- skóla. I umsögn dómnefndar segir m.a. að verkefnið sýni framúrskarandi vinnubrögð varðandi menntun og að- lögun heymarlausra og heymarskertra nemenda í almennum framhaldsskóla með heyrandi nemendum. Sérstaka athygli vekur hin mikla einstaklings- bundna stuðningsþjónusta sem gerir heymarskertum kleift að stunda nám á jafnréttisgrundvelli. Að mati dóm- nefndar er verkefnið talið hafa mikið gildi fyrir aðrar Evrópuþjóðir varðandi stefnu í menntunarmálum heyrnar- lausra. ÁRANGUR OG ÁVINNINGUR Á lokafundi dómnefndarinnar sem haldinn var í Finnlandi þann 6. sept- ember sl. var tilkynnt opinberlega um úrslit samkeppninnar. Þar kom fram að Finnland varð í efsta sæti og fékk þrenn verðlaun, en í öðru sæti urðu Island og Svíþjóð með gull- og silfur- verðlaun. Ákveðið hefur verið að veita verðlaunin við hátíðlega athöfn í Brussel þann 2. desember n.k. Glæsilegur árangur Islands í þessari keppni er athygli verður og sýnir glögglega að þrátt fyrir að okkur finnist oft hægt ganga við að ná fram úrbótum í málaflokknum hér á landi, þá standa Islendingar í þeim efnum framarlega í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Sú athygli sem samkeppni sem þessi vekur, getur ef rétt er á málum haldið virkað hvetjandi á þá sem starfa í málaflokknum til þess að vinna enn betur að markmiðum samtaka fatlaðs fólks. Helgi Hróðmarsson 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.