Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 43
Jóhannes Albert Sævarsson hdl.: Leiðbeiningar varðandi skattaframtalið Til lögfræðiþjónustu Öryrkja- bandalags fslands hafa öryrkjar í auknum mæli leit- að í vandræðum sínum vegna álagðs tekjuskatts og útsvars utan stað- greiðslu. Urræði lögfræðiaðstoðar ÖBÍ hafa verið þau að óska skriflega eftir lækkun á tekjuskattsstofni hjá Ríkisskattsstjóra (RSK) og lækkun eða niðurfellingu á álögðu útsvari hjá viðkomandi sveitarfélagi. Eðlilegast væri að öryrkjar sjálfir sendu um- sóknir þessa efnis til RSK og sveitar- félaganna með framtali sínu strax í upphafi, en ekki eftirá þegar álagning- in hefur farið fram og erfitt getur reynst að fá henni breytt. Þannig myndu yfirvöld þurfa að taka afstöðu til umsóknarinnar strax við álagning- una. Ef þessum ráðleggingum yrði fylgt myndi það spara öryrkjum fyrir- höfn og óþarfa áhyggjur. Því verða hér birt form tveggja umsókna sem öryrkjar ættu framvegis sjálfir að rita og láta fylgja skattframtali sínu. Það skal tekið fram að lækkunar- heimildir þessar eru sjálfstæðar og byggjast á aðskildum lagaákvæðum. Tvær sjálfstæðar umsóknir þarf því til. Önnur umsóknin beinist til RSK en hin til viðkomandi sveitarfélags. Heft- ið þær síðan innan á skattframtalið. (Öll nöfn, kennitölur og heimilis- föng eru tilbúningur) Form fyrir umsókn um lækkun eða niðurfellingu á tekjuskatts- stofni skv. 66.gr. Iaga nr. 75 frá 1981. Ríkisskattstjóri Reykjavík, lO.febrúar 1997 Laugavegi 166 150 REYKJAVÍK Efni: Umsókn um lækkun á tekjuskattsstofni. Við undirrituð hjón, Anna Jens- dóttir, kt. 291236-4239, Grænalæk 190, Reykjavík og Pétur Jósefsson, kt. 250331-6479, sama stað, sem bæði höfum verið metin til 75% örorku af Tryggingastofnun ríkisins Jóhannes Albert Sævarsson. (TR), förum þess á leit við embætti yðar að heimildarákvæðum 66.gr. laga um tekju- og eignaskatt nr. 75/ 1981 um lækkun skattstofna verði beitt við álagningu embættisins á okkur hjónin. Rökstuðningur okkar fyrir um- sókninni er sá að við höfum aðeins örorkulífeyri frá TR okkur til fram- færslu, auk óverulegrar mánaðar- greiðslu til Péturs úr Lífeyrissjóði sjómanna. Við búum í leiguhúsnæði. Það myndi reynast okkur illmögulegt að standa undir frekari álögum. Örorkulífeyrir Önnu frá Trygg- ingastofnun ríkisins nam að meðaltali kr. 51.000,- á mánuði á síðast liðnu ári, en hjá Pétri kr. 49.000,-. Auk þess fær Pétur kr. 8.000,- á mánuði úr Líf- eyrissjóði sjómanna. Þessu til stað- festu fylgja ljósrit af launaseðlum okkar frá TR og Lífeyrissjóði sjó- manna fyrir mánuðina nóvember- desember 1996 og janúar-febrúar 1997. Einnig fylgir með umsókn þessari síðasta endurmat Tryggingastofnunar ríkisins á örorku okkar. Virðingarfyllst, undirritun hjónanna Hjálögð eru eftirfarandi gögn: - Launaseðlar frá TR vegna nóv.-des. 96 og jan.-feb. 97 - Launaseðlar frá Lífsj. sjómanna vegna nóv.-des. 96 og jan.-feb. 97 - Síðasta endurmat TR á örorku okkar hjóna dags. íjúlí 1996 Form fyrir umsókn um lækkun eða niðurfellingu útsvars skv. heimild í l.mgr. 25.gr. laga nr. 4 frá 1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Borgarráð Reykjavíkur Reykjavík, lO.febrúar 1997 Ráðhús Reykjavíkur 101 Reykjavík Varðar: Umsókn um niðurfell- ingu eða lækkun á álögðu útsvari. Við undirrituð hjón, Anna Jens- dóttir, kt. 291236-4239, Grænalæk 190, Reykjavík og Pétur Jósefsson, kt. 250331-6479, sama stað, sem bæði höfum verið metin til 75% örorku af Tryggingastofnun ríkisins, förum þess á leit við Borgarráð Reykjavikur að það beiti heimild í l.mgr. 25.gr. laga nr. 4 frá 1995 um tekjustofna sveitarfélaga og að lækk- að verði eða fellt niður álagt útsvar okkar hjóna. Rökstuðningur okkar fyrir um- sókninni er sá að við höfum aðeins örorkulífeyri frá TR okkur til fram- færslu, auk óverulegrar mánaðar- greiðslu til Péturs úr Lífeyrissjóði sjómanna. Við búum í leiguhúsnæði. Það myndi reynast okkur illmögulegt að standa undir frekari álögum. Örorkulífeyrir Önnu frá Trygg- ingastofnun ríkisins nam að meðaltali kr. 51.000,- á mánuði á síðast liðnu ári, en hjá Pétri kr. 49.000,-. Auk þess fær Pétur kr. 8.000,- á mánuði úr Líf- eyrissjóði sjómanna. Þessu til stað- festu fylgja ljósrit af launaseðlum okkar frá TR og Lífeyrissjóði sjó- manna fyrir mánuðina nóvember-des- ember 1996 og janúar-febrúar 1997. Ákvæði það sem vísað er til hér að ofan veitir sveitarstjórnum fullt sjálfdæmi til niðurfellingar á álögðu útsvari þeirra er nutu á tekjuárinu bóta skv. II. og IV. kafla laga um almanna- tryggingar. Með ákvæði þessu er gengið lengra en í almennri heimild 66.gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt, en þar er lífeyrisþega Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.