Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 8
Evrópusamstarf og samvinnu- nefnd Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalagsins var svo næst á dag- skránni og flutti Helgi Hróðmarsson skýrslu þar um. Hann lýsti í upphafi aðkomu Öryrkjabandalagsins að Helios II - verkefni á vegum Evrópusam- bandsins að markmiðinu: full þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu. Margar nefndir og vinnuhópar eru þarna að störfum og höfum við eftir föngum tekið þar þátt s.s. í samráðsnefnd ríkisstjórnarfulltrúa, samráðsnefnd heildarsamtaka fatlaðra og nefndum um atvinnumál, menntamál, íþróttir, ferðaþjónustu og ferðalög. 26 íslendingar valdir í verkefnahópa ýmiss konar. Styrkur fæst til ráð- stefnuhalds hér í nóvember - ferðalög fyrir alla. Helios II stendur út þetta ár og ekki er að fullu frágengið hvert framhaldið verður, en ljóst að svo verður þó. Þá vék Helgi að samvinnu- nefnd Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalagsins en í henni sitja: Guð- mundur Ragnarsson, Ingibjörg Auð- unsdóttir og Jóhann Arnfinnsson frá Þroskahjálp og Ólöf Ríkarðsdóttir, Haukur Þórðarson og Jóhannes Ágústsson frá Öryrkjabandalaginu. Framkvæmdastjórar samtakanna eiga sæti á fundum einnig. Helgi nefndi nokkur samvinnuverkefni: reiðnám- skeið, útilífsskóla og hvers kyns kynningarverkefni. Einnig að öðru unnið s.s. tilfærslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, endurskoðun laga um málefni fatlaðra og varnar- baráttu gegn skerðingum stjórnvalda. Helgi óskaði þess í lokin að hin erlendu verkefni mættu skila hagnýt- um árangri. á var komið að drögum að stefnu- skrá bandalagsins, en í fjarveru formanns stefnumótunarnefndar Emils Thóroddsen greindi Haukur Þórðarson frá aðdraganda og starfi stefnumótunarhópsins, en að því verki komu fulltrúar frá öllum aðildar- félögum bandalagsins. Stefnumótun- in er í 5 aðalköflum: A. Framtíðarsýn B. Markmið C. Tilgangur D. Helztu verkefni og áherzlur E. Grundvallaratriði önnur. Nokkrar ábendingar komu fram og skyldu til greina teknar. Drögin að stefnuskrá með verðandi breyting- um framkomnum samþykkt sam- hljóða. Stefnuskráin annars birt hér í blaðinu. Sigurrós M. Sigurjónsdóttirfjallaði síðan um störf trygginganefndar bandalagsins þar sem hún á sæti ásamt Helga Seljan og Jóhannesi Ágústs- syni. Nefndin hefur haldið allmarga fundi og rætt fjölmörg atriði. Örorku- matið hefur mjög til umræðu verið og áherzla á læknisfræðilega hlið þess. Hin óeðlilegu kjör og réttindi 65% öryrkja eru alls óviðunandi. Einföld- un bótagreiðslna og sameining bóta- flokka rædd talsvert. Nefndin benti á mikið bótalegt ranglæti gagnvart ein- stæðum öryrkjum með barn eða börn á framfæri. Sömuleiðis hefur nefndin eðlilega rætt skerðingar þær sem að undanförnu hafa yfir dunið. Nefndin mun starfa áfram og leggja niðurstöð- ur sínar fyrir stjórn Öryrkjabanda- lagsins. á fóru fram kosningar í fram- kvæmdastjórn. Ur stjórn skyldu ganga varaformaður, ritari og með- stjórnandi svo og skyldi kjósa vara- menn í framkvæmdastjórn. Sam- hljóða voru hin sömu endurkjörin: Haukur Þórðarson varaformaður, Þórey V. Ólafsdóttir ritari og Ólafur H. Sigurjónsson meðstjórnandi. Til vara voru þær kjörnar: Elísabet Á. Möller, Valgerður Auðunsdóttir og Dagfríður Halldórsdóttir. Endurskoðendur voru endurkjörn- ir: Vigfús Gunnarsson og Jóna Sveinsdóttir. Alyktanir aðalfundar voru því næst á dagskrá. Ásgerður Ingi- marsdóttir kynnti 9 ályktanir og gerði góða grein fyrir efni sem aðdraganda. Að fenginni einni breytingartillögu voru allar ályktanirnar samhljóða samþykktar, en þær eru birtar hér í blaðinu. Sjálfsbjörg - landssamband lagði fram þá tillögu að Öryrkja- bandalagið hefði hagfræðing á sínum snærum, sem gæti unnið vissa saman- burðarvinnu fyrir bandalagið varðandi kjör öryrkja og annarra þjóðfélags- hópa svo og verið bandalaginu og félögum þess til ráðgjafar um ýmis mál. Að fengnum jákvæðum undir- tektum var samþykkt að vísa málinu til framkvæmdastjórnar bandalagsins til frekari athugunar. íslenzkri getspá var sent hlýlegt heillaskeyti í tilefni 10 ára afmælisins og tóku fulltrúar undir með lófataki. • • Onnur mál voru svo í lokin. I fastanefndir bandalagsins næsta starfsár voru þessi kjörin. Laganefnd: Haukur Þórðarson, Þórey V. Ólafs- dóttir, Emil Thóroddsen. Trygginganefnd: Helgi Seljan, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir og Jóhannes Ágústsson. Atvinnumálanefnd: Þorsteinn Jó- hannsson, Hafliði Hjartarson og Val- gerður Auðunsdóttir. Skipulagsnefnd: Björn Hermanns- son, Ólafur H. Sigurjónsson og Helgi Seljan. Ragnar R. Magnússon minnti á 15. október - Dag hvíta stafsins. Björn Hermannsson velti upp spurningunni um réttmæti þjónustusamninga milli 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.