Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Side 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Side 2
Styrkir Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur Umsókn um styrki Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til öryrkja til hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja hæfa sig til starfa í þágu þroskaheftra. Umsóknum skal skilað til Öryrkjabandalags íslands, Hátúni 10,105 Reykjavík, fyrir 8. maí nk. Styrkumsóknir má einnig senda í myndsíma 530 6071 netfang obi@obi.is. Allar nánari upplýsingar gefur formaður sjóðsstjórnar, Hafliði Hjartarson, í vinnusíma 562 1620 eða Guðríður Ólafsdóttir í vinnusíma 530 6700. Styrkjum verður úthlutað 7. júní. Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur. ORLOFSHUS í MUNAÐARNESI r Utleiga á sumarhúsi Öryrkjabandalag íslands hefur ákveðið að leigja eitt sumarhús í eigu BSRB í Munaðarnesi eins og undanfarin ár. Leigutíminn er frá 1. júní - 14. september. Hverjir eiga rétt á að leigja sumarhúsið? Sumarhúsið stendur þeim til boða sem eru metnir til 75% örorku og eiga ekki rétt á orlofshúsum annarra samtaka. Hver vika kostar 9.000 kr. Þeir sem hafa hug á að taka sér sumarhús á leigu næsta sumar hafi samband við Guðríði Ólafsdóttur eða Helga Hróðmarsson, starfsmenn Öryrkjabandalags íslands. Sími: 530 6700. Netföng: felagsmal@obi.is helgihr@obi.is Orlofshús allt árið! Þá hefur BSRB boðið Öryrkjabandalagi íslands að félagsmenn aðildarfélaga þess geti leigt sumarhús á öðrum tímum ársins á sömu kjörum og félagsmenn aðildar- félaga BSRB. Þannig gefst gullið tækifæri til þess að njóta yndis og útivistar í kyrrð íslenskrar náttúru allt árið. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Öryrkjabandalagsins. 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.