Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Qupperneq 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Qupperneq 22
Ráðstefna Málbjargar 5. maí að Sólheimum í Grímsnesi Málbjörg býður öllum áhugamönnum um stam, foreldrum, kennurum og þeim sjálfum sem stama, til ráðstefnu laugardaginn 5. maí. Ráðstefnan verður sett klukkan 13 og slitið klukkan 19. Megin umijöllunarefnin eru tvö, hvernig umgengst maður börn sem stama og hvernig tekur maður á einelti og stríðni. Jóhanna Einarsdóttir, talmeinafræðingur, fjallar um uppeldi og umgengni. Hún ræðir hvernig foreldrar eiga að bera sig að og fjallar einnig um sam- skipti bæði leikskóla- og grunnskólakennara við börnin. Þá ræðir Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur, sérstaklega við börnin um stríðni og einelti og einnig við foreldra og uppalendur um sama mál. Eftir erindin gefst tækifæri til umræðna í smáum hópum og/eða með öllum þátttakendum. Hér gefst félögum Málbjargar, sem öðrum, kostur á að ræða við fagmenn í umræddum málaflokkum og skipt- ast á skoðunum við þá. Einnig er þetta tækifæri til að ræða stefnu félagsins í þessum málum og öðrum. Dagskrá fyrir börn sem stama kl. atriði umsjón 13:00 Setning í íþróttahúsinu Arni Þór Birgisson, gjaldkeri Málbjargar. 13:15 Leikir, slökun og fleira í íþróttahúsinu eða úti. Helen nuddari og aðstoðarmaður hennar 14:45 Kaffihlé 15:00 Stríðni/einelti, hvað er til ráða. Gylfi Jón ræðir við börnin. Gylfi Jón 16:00 Sund leikir og fleira Gylfason, sálfræðingur Helen nuddari og aðstoðarmaður hennar 18:00 Nestistími 19:00 Ráðstefnuslit Björn Tryggvason formaður Málbjargar. Dagskrá fyrir fullorðna kl. atriði umsjón 13:00 Setning í íþróttahúsinu Árni Þór Birgisson, gjaldkeri Málbjargar. 13:20 Nýjustu rannsóknir á stami. Jóhanna Einarsdóttir talmeinafræðingur 13:40 Hvernig eiga foreldrar að taka á stami barna sinna Jóhanna Einarsdóttir talmeinafræðingur 14:30 Umræðuhópar um börn, stam og uppeldi Stjórnin og fleiri. 15:30 Kaffihlé og umræður 16:10 Stríðni/einelti, hvað er til ráða. Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur 17:15 Umræðuhópar - stríðni/einelti. Hvað geta foreldrar gert, skólar, krakkarnir sjálfir, 18:00 Almennar umr. um efni dagsins og framtíðardrauma Málbjörg? Stjórnin og fleiri. Stjórnin og fleiri. 19:00 Ráðstefnuslit Björn Tryggvason formaður Málbjargar. Ráðstefnugjaldið er 1.000 krónur á fjölskyldu félagsmanna en 2.000 fyrir utanfélagsmenn. Kaffiveiting- ar eru innifaldar í gjaldinu. Sólheimar bjóða upp á veitingar í Brekkukoti og kostar venjuleg máltíð frá um 1.600. Einnig er hægt að gista gegn hóflegu gjaldi. Allir stjórnarmenn Málbjargar stefna að þvi að gista að lokinni ráðstefnunni og eiga notalega kvöld- stund saman. Aðrir gestir eru vel- komnir í hópinn. Reyndar hvetjum við alla til að njóta dvalarinnar á Sól- heimum með okkur sem lengst. Fólk skráir sig með því að senda tölvupóst til maIbjorg@visir.is eða hringir í Rut (421 2786) eða Björn (693 0113). Taka skal fram hve margir fullorðnir mæta og barn ef við á. Málbjörg óskar eindregið eftir að fólk taki ekki með sér önn- ur börn sín, en þau sem stama. Skráningu lýkur 25. apríl. Skráið ykkur sem fyrst. Aðstaða á Sólheimum til ráðstefnu- halds af þessu tagi er frábær. Þar eru mörg hús og fjölbreytt sem hægt er að nýta til margra hluta. íþróttahús, sundlaug, veitingahús, verslun, garð- yrkjuhús og ráðstefnuaðstaða ýmiss konar. Sólheima stofnaði Sesselja Hreindís Sigurðardóttir 5. júlí 1930. íbúar eru um 100. Fyrsta skipulagsskrá Sól- heima sem sjálfseignarstofnunar var staðfest af Kristjáni X. Danakonungi 12. janúar 1934. Síðanhafa Sólheim- ar verið sjálfseignarstofnun en þurft að berjast fyrir tilveru sinni og sjálf- stæði oftast vegna misskilnings þar sem viðkomandi líta á staðinn sem vistheimili eða stofnun en ekki byggðahverfi með skilgreind mark- mið. Þetta samfélagsform er lítt þekkt hér á landi en Sólheimar eru eina byggðahverfið á íslandi sem fellur undir þessa skilgreiningu. Sólheimar er elsti staður í ver- 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.