Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 18
3. DESEMBER ALÞJÓÐA- DAGUR FATLAÐRA Tveir ágætir atburðir Þriðji desember er, eins og fólk örugglega veit, alþjóðadagur fatlaðra, ákveðinn svo af Sam- einuðu þjóðunum. Hér á landi voru tveir ágætir atburðir þennan dag og vel frá þeim í Qölmiðlum greint og þar með vakin athygli á þessum bar- áttudegi. Gísli Helgason ritari Öryrkjabanda- lags Islands reit hina skeleggustu grein í Morgunblaðið í tilefni dagsins. Aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar voru veitt í sjötta sinn en þau eru af tvennum toga: Fyrir nýtt eða nýlegt húsnæði sem uppfyllir ítrustu kröfur úr byggingareglugerð og eldri bygg- ingar, sem bættar eru verulega með tilliti til fatlaðra. Viðurkenningarnar voru veittar í garði Sjálfsbjargarhússins og var mikill fjöldi fólks mættur þangað enda veður ljómandi gott. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sungu hin ljúfustu jólalög og sköpuðu hina skemmtilegustu stemmingu með fogrum tónum. Varaformaður Sjálfs- bjargar - landssambands, Pálína Snorradóttir setti samkomuna. Hún minnti á þær tvenns konar viðurkenn- ingar sem veittar væru: nýbyggingar, eldri hús. Hún lýsti yfir sérstakri gleði yfir útkomu bókarinnar: Að- gengi fyrir alla sem út kom í fyrra: Minntist sér í lagi á hina fjölmörgu hjálparliða Sjálfsbjargar er sæju bæði af tíma og ijármunum til styrktar starfinu. Pálína hvatti til enn frekari átaka í ferlimálum, þó víða væri vel að unnið. Það var svo Ólöf Ríkarðsdóttir sem viðurkenningarnar veitti og flutti smátölu af því tilefni. Ólöf kvað rnikla ábyrgð hvíla á þeim sem ynnu að því að skipuleggja byggingar, innra sem ytra. Hún sagði aðeins 23 ár frá fyrstu lagaákvæðum um að- gengi fatlaðra. Hún færði borgar- stjórn Reykjavíkur einlægar þakkir fyrir gott og árangursríkt samstarf um ferlimál, en aðgengi verið stórbætt í borginni: gangbrautir, gatnamót sem torg. Hún kvað Guðmund Magnús- degi fatlaðra 3. des. 2000. Hópur fólks við hús Sjálfsbjargar 3. des. son forstöðumann hafa tekið út þær byggingar er viðurkenningar hefðu hlotið. Fór síðan nokkrum orðum um fýrir hvað hver bygging hefði viður- kenningu fengið en þær voru Grensáskirkja en þar tók á móti séra Ólafur Jóhannsson, Listasafn Reykja- víkur, þar sem Eiríkur Þorláksson tók við viðurkenningu, Sundlaug Breið- holts en þar var það Gunnar Hauksson sem við tók og Þjóðmenningarhúsið en móti viðurkenningu þar tók Salóme Þorkelsdóttir. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir tendraði svo ljós á fýrsta aðventukertinu, spádómskert- inu og séra Bjarni Karlsson flutti hlýja hugvekju og blessunarorð. Bjargræðistríóið söng af ljúfustu list nokkur lög og þau Þorvaldur og Margrét leiddu svo söng í lokin og allir sungu jólasálminn fagra Heims um ból. Menn gæddu sér á kakói í nepjunni og inni í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu var hlutavelta og kaffisala, þar sem jólastemmingin var í algleymingi. Athöfn þessi var sem hinar fyrri einkar hátíðleg og verðugt er verkefnið til viðurkenningar á þes- sum ágæta degi. En fleiri minntu á daginn. Þroska- hjálp afhenti viðurkenningar sín- ar - múrbrjótinn - við ljómandi at- höfn á Hótel Holti. Gerður Steinþórs- dóttir stýrði samkomunni. Múr- brjóturinn veittur þeim hverju sinni sem rutt hefðu braut í málefnum fatl- aðra - öðru sinni veittur. Vitnaði Gerður í speki Hávamála um fatlaða: “Haltur ríður hrossi o.s.frv”. For- maður samtakanna, Halldór Gunnars- son minnti á 25 ára afmæli Þroska- hjálpar á næsta ári. Kynnti svo múrbijótana nú: Akur- eyrarbær fyrir áhuga og metnað varð- andi öll tök á tilraunasveitarfélags- verkefhi um málefni fatlaðra á Eyja- fjarðarsvæðinu. A móti viðurkenn- ingarskjali tók Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Morgunblaðið fyrir að gjöra málefnum fatlaðra einkar góð skil og svo nú með auðlesinni síðu sem föstum lið. Margrét Sigurðar- dóttir markaðsstjóri tók þar á móti. Nemendafélag Borgarholtsskóla fyrir viðhorf gagnvart fötluðum nemend- um, jákvæðni í samskipan allri og fötluðum nemendum fagnandi tekið. Það var formaður Nemendafélagsins, Sigursteinn Sigurðsson sem tók á mót skjalinu. Allt fordæmi til eftirbreytni. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson óskaði öllum til hamingju með daginn, múrbrjótunum sér í lagi sem sýnt hefðu það fordæmi sem aðrir mættu fylgja. Afhenti svo múr- brjótunum góða gripi. Margrét Sig- urðardóttir minnti á frumkvæðið varðandi auðlesna efnið frá Ástu B. Þorsteinsdóttur fyrir áratug. Sagði viðtökur afar góðar og gat sér í lagi um hinn góða þátt Gerðar Steinþórs- dóttur sem þarna hefði umsjón. Fé- lagsmálaráðherra, Páll Pétursson færði fram hamingjuóskir hlýjar. Kvaðst hafa fylgst vel með Akureyri sem tilraunasveitarfélagi og gleddist mjög yfir árangri þeirra, sannfærði 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.