Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 36
Af stjórnarvettvangi Frá aðalfundi ÖBÍ 2000. Fundur var haldinn í stjórn Ör- yrkjabandalagsins fimmtu- daginn 14. des. sl. og hófst kl. 18.10 í fundarsal á Hótel Loftleiðum. Mættir voru fulltrúar 22ja félaga. Formaður setti fund og stjórnaði honum og bað menn kynna sig hvað menn gjörðu. Bauð nýjan framkvæmdastjóra, Arnþór Helgason, sérstaklega vel- kominn til verka góðra. Yfirlit formanns. Garðar formað- ur fór þessu næst yfir helstu atriði starfsins frá síðasta aðalstjórnarfundi. Kynning og útsending ályktana aðal- fundar hefði gengið ágætlega og fengið umfjöllun fjölmiðla. Varðandi starfsnefndir bandalagsins hefði verið valin sú leið að tilnefna ákveðna einstaklinga og þá um leið hverjir forystu hefðu, en fólki síðan frjálst að taka þátt í störfum nefnd- anna, aðeins yrði það kynnt til skrif- stofúnnar svo unnt yrði að boða á fundi. Forysta starfsnefnda þessi: Atvinnumálanefnd: Sigurður Björns- son. Búsetunefnd: Arnór Pétursson. Félagsmálanefnd: Guðríður Ólafs- dóttir. Kjaramálanefnd: Gísli Helga- son. Menntamálanefnd: Ólafur H. Sigurjónsson. Þá gat Garðar um um- sagnir bandalagsins um þingmál, frumvörp sem tillögur. í umsögn um skattamál hefði gefist kostur á að koma á framfæri kjaraatriðum ör- yrkja almennt. Einnig hefðu verið ágætir fundir með þingnefndum þar sem málflutningur ÖBÍ hefði skilað sér vel m.a. um skattamál og Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. Garðar greindi frá því að Friðrik Alexandersson hefði setið í nefnd menntamálaráðuneytis um skipan fullorðinsfræðslu fatlaðra af hálfu Öryrkjabandalagsins. Sú nefnd hefði niðurstöðu skilað og í framhaldi af því hefði ráðuneytið óskað til- nefningar í nýja nefnd sem semja skyldi drög að skipulagsskrá sjálfs- eignarstofnunar sem sinna skyldi fullorðinsfræðslunni. Friðrik til- nefndur í þá nefnd. Þá gat Garðar um aðalfund íslenskrar getspár í nóvem- ber þar sem afkoman hefði verið kynnt, en hún væri í heildina góð. Þá fór Garðar yfir nauðsyn þess að Ör- yrkjabandalagið ætti fulla aðild að DPI - Disabled People's Internati- onal. Helgi Hróðmarsson væri nú að svara ýmsum þeim spurnum sem svara yrði, svo aðild íslands yrði full- tryggð strax á næsta ári. Garðar las því næst upp bréf MS-félagsins um viðræður við ÖBÍ um inngöngu í bandalagið á ný. Las einnig svarbréf ÖBÍ þar sem erindinu var fagnað, engin krafa gjörð um viðræður, að- eins formlegrar inngöngubeiðni óskað, en hún enn ekki borist. Þá vék Garðar að framkvæmdastjóraskiptun- um. Áfram myndi Helgi Seljan sitja í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra, koma eitthvað að Fréttabréfinu, vera fulltrúi MG félagsins í aðalstjórn ÖBI, en sem þakklætisvott fyrir starf framkvæmdastjóra færði hann Helga frá bandalaginu forkunnarfagran ágrafinn hrafntinnustein með klukku og pennastatívum sem Helgi þakkaði vel. Arnþór Helgason kvað ósk um að setjast í stól framkvæmdastjóra hafa komið sér gjörsamlega í opna skjöldu. Nýir siðir kæmu með nýjum mönnum, en skarð Helga vandfyllt. Hann kvað nýja starfið tilhlökkunar- eíni og hét því að gjöra sitt besta og treysti því að allir leggðu lið til allra góðra verka. 2. Viljayfirlýsing félagsmála- ráðuneytis og Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins. Það var Emil Thór- oddsen varaformaður bandalagsins og fulltrúi i stjórn Hússjóðs sem framsögu hafði. Þetta er yfirlýsing um samstarfssamning um afar viða- mikið verkefni en spennandi um leið. Hússjóður byggir sambýli og sér- hæfðar íbúðir, en félagsmálaráðu- neytið ábyrgist rekstur. Aðalhug- myndin um 5 ára verkefni upp á 1200-1500 milljónir væri klár, en nánari útfærsla og tímaáætlun eftir. Málfríður Gunnarsdóttir spurðist fyrir um biðlista hér annars vegar og þá e.t.v. ónýtt húsrúm á landsbyggð- inni hins vegar. Helgi svaraði þessu og kvað biðlista nær eingöngu vera í Reykjavík og á Reykjanesi - Vestur- land eitt með óskir um viðbót þar fyrir utan. Garðar upplýsti að banda- lagið hygðist láta fram fara könnun meðal aðildarfélaga sinna um fólk vistað á sjúkrastofnunum við óvið- unandi aðstæður og það svo kannað við Hússjóð hversu úr mætti bæta. 3. Djáknaþjónustan. Helgi Seljan hafði stutta framsögu um mál- ið. Kvað reynsluna af starfi djákn- ans, sem væri auk þess sjúkraliði með háskólamenntun í sálarfræði, af- bragðsgóða og full ástæða til fram- halds. Skýrði frá viðræðum sínum við Karl Sigurbjörnsson biskup um aðkomu kirkjunnar að þjónustunni á móti Öryrkjabandalaginu. Biskup tekið því afar vel og formlegt erindi bandalagsins þar um biði nú svars. 4. Önnur mál. Sigurrós M. Sigur- 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.