Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 5
• •_F Garðar Sverrisson formaður OBI: NIÐURLÆGING ALÞINGIS Vegna þeirra hártogana sem uppi hafa verið um dómsmál Öryrkjabandalags íslands gegn stjómvöldum er mikilvægt að hafa hugfast að auk hinnar ólöglegu reglugerðar heilbrigðisráðherra var deilt um það, og það eitt, hvort heim- ilt væri að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka. Aldrei var svo mikið sem einu orði vikið að þeim möguleika hvort ekki mætti bara draga aðeins úr skerðingunni, hvorki af hálfu lögmanns okkar né ríkisins. Af spurningum dómara mátti hvergi greina að þeir skildu ekki til hlítar um hvað ágreiningur- inn snerist, þ.e. þá einfoldu og skýru kröfu ÖBÍ að óheimilt væri að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka. Auk okkar var ráðherrum ríkis- stjómarinnar manna best ljóst um hvaða grundvallaratriði var deilt, enda fóru þeir ekkert dult með reiði sína og vonbrigði fyrstu dagana eftir að dómurinn féll. Þeir létu sér ekki nægja að segja dóminn pólitískan fremur en lögfræðilegan og kalla hann slys, heldur viðurkenndu þeir að nú væri búið að taka af þeim það vald að láta tekjutryggingu ráðast af tekjum maka. Nú væri þessi skerð- ing úr sögunni. Viðurkenningin var m.ö.o. eins alger og fullkomin og hægt var að ætlast til af nýdæmdu fólki. Gauksklukkan endurdœmir A meðan þessu fór fram hafði forsætisráðherra skipað nefnd. Nefndinni var ekki falið að hraða framkvæmd dóms Hæstaréttar, held- ur “að greina með sem nákvæmust- um hætti hvaða leiðir séu færar til að bregðast við dómi Hæstaréttar,” svo vitnað sé orðrétt í skipunarbréf nefndarinnar (en með skipunar- bréfinu lét ríkisstjórnin fylgja sérstakt minnisblað sem forsætis- ráðherra hefur ekki treyst sér til að leggja fram, þrátt fyrir ítrekaðar GARÐAR SVERRISSON kröfur þar um). Til að stýra þessu myrkraverki var fenginn maður sem þjóðinni er kunnastur sem sérlegur málsnúður forsætisráðherra - maður sem tístir eins og gauksklukka í hvert sinn sem orði er hallað á þann fyrr- nefnda. Auk þess að vera lögmaður dómþola hafði maður þessi, Jón Steinar Gunnlaugsson, lýst sig and- snúinn niðurstöðu Hæstaréttar, raun- ar svo andsnúinn að hann reyndist óðfús að fá tækifæri til að túlka hann af “fræðilegu hlutleysi.” I gervi hins hlutlausa fræðimanns hefur hann sennilega einnig viljað minna þjóð- ina á að fyrr á sama ári hafði hann tekið virkan þátt í ófrægingarherferð gegn forystu ÖBI og m.a. tekið undir ásakanir á hendur henni um að mis- nota fjármuni bandalagsins, sem mun vera í senn saknæmt og refsivert athæfi. Látum vera þótt ríkisstjórnin hafi skipað nefnd til að skýra fyrir okkur hinn einfalda og skýra dóm Hæstaréttar. Óheppilegra var að þær hártoganir sem öryrkjanefnd Jóns Steinars færði ríkisstjórninni í hend- ur skyldu ekki settar fram af meiri klókindum en raun bar vitni, einkum þar sem dómi nefndarinnar um dóm Hæstaréttar var svo greinilega ætlað að gefa ríkisstjórninni tilefni til að koma sér hjá því að virða dóm Hæstaréttar að fullu. Ljósaperur A Iþingis Svo illa grunduð og auðhrekjanleg var meginröksemd nefndarinnar að strax í annarri umræðu á Alþingi höfðu talsmenn hinna brotlegu stjórnvalda gefist upp á að beita henni fyrir sig. í staðinn tóku ein- staka þingmenn að klifa á því að þeir kæmu úr stétt lögmanna og væri sem slíkum ljóst að málið allt væri mjög óljóst, en samt ekki óljósara en svo að ljóst væri að áfram mætti skerða tekjutryggingu vegna tekna maka. Sem lögmönnum væri þeim a.m.k. ljóst að þetta væri ekki óljóst, þótt ljóst væri að dómurinn sem slíkur væri vitaskuld mjög óljós. Af einhverjum ástæðum virtust þessi málsrök ekki eiga ýkja greiða leið að skilningarvitum þeirra sem á hlýddu, og virtist þar einu gilda hvar í flokki menn stóðu. Mönnum var hreinlega ekki ljóst hvernig ljóst gæti verið að ekki væri óljóst hvernig framfylgja ætti dómi sem væri svona gríðarlega óljós. Til að halda höfði eftir þessa and- ans leikfimi var gripið til þess ör- þrifaráðs að halda því fram að meiri- hluti þeirra lögfræðinga sem komið hefðu á lokaðan fund heilbrigðis- og trygginganefndar teldi dóm Hæsta- réttar nógu loðinn til að óhætt væri að halda áfram að skerða tekjutrygg- ingu vegna tekna maka. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni að sumir þessara lögfræðinga virtust hafa skoðað dóminn í algeru tómarúmi, raunar svo miklu að þeir virtust ekki einu sinni þekkja til helstu skerðing- arreglna sem beitt er í almannatrygg- ingakerfi okkar. En án slíkrar lág- marks þekkingar er borin von að leggja vitrænt mat á dóm Hæsta- réttar. Það kom því ekki á óvart að talsmenn hinnar brotlegu ríkis- SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.