Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 29
Eyþór með föður sínum. Eyþór bíður eftir gerviauga. 40 stundir. Þannig verður nóg til skiptanna. Þeir sem aðhyllast gerviaugu úr gleri hafa haldið því fram að akríl- augu verði ekki eins slétt. Þetta er ekki rétt því að akrílefnið er mun sléttara og mýkra viðkomu. Með tímanum myndast smáar agnir og sprungur á glerungi gerviaugna úr gleri. Þetta stafar af því að ákveðin tegund sýkla ræðst á glerunginn. Þetta er í rauninni svipað tann- skemmd. Þá verður yfirborð augans hrjúft og jafnvel beitt því að það er eins og efsta glerlagið flagni af gervi- auganu. Hins vegar hafa engir sýklar lyst á akríl. Þess vegna endist það mun lengur. Það þarf einungis að skipta því út þegar breytingar hafa orðið á augntóftinni. Ég sá einn mann sem var með 40 ára gamalt gerviauga úr akríl. Það var ekkert slitið en pass- aði engan veginn. Það er ekkert óal- gengt að ég fái menn sem ég smíðaði í augu fyrir 15 árum og hafa aldrei litið til mín síðan. Vínandi eyðileggur gerviaugu - En nú sagðir þú greinarhöfundi að það vœru komnar sprungur í augun. Þetta þýðir með öðrum orðum að þessi augu geti slitnað líka. Þetta er aðeins á öðru gerviauganu þínu. Það getur myndast ákveðin spenna í efninu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Einu sinni fékk ég til mín mann sem var með gerviauga. Það var þéttsett sprungum. Þegar ég fór að leita eftir skýringum á þessu komst ég að því að hann sótthreinsaði augað með vínanda, en vínandi eyði- leggur akrílefnið. - Hvernig eiga menn þá að hreinsa augun? Núna ráðlegg ég fólki að þrífa augun eftir þörfum. Ef manni finnst engin ástæða til þess að taka augað úr þá má hann hafa það mánuðum saman. Stundum fæ ég fólk til mín á 18 mánaða fresti, tek úr því augað, fægi það og hreinsa og síðan er augað ekki snert næstu 18 mánuðina. Svo eru aðrir sem þurfa að taka úr sér gerviaugað reglulega og þrífa það. Þá mæli ég með að notaður sé venjulegur uppþvottalögur. Það getur einnig verið gott að skola gerviaugu úr hreinu vatni. En ég mæli með upp- þvottalegi vegna þess að hann leysir upp fitu. Þú þarft ekki annað en að steikja mat. Þá sérðu að það sest fitu- brák á gleraugu. Hið sama á við gerviaugun. Gerviaugnaþegum fer fækkandi Hér á landi hefur orðið mjög gleði- leg þróun. Sem dæmi get ég sagt þér að ég hef nánast ekki fengið fólk til mín sem hefur misst augu í bílslysi eftir að notkun bílbelta var lögleidd. Stundum þurftu menn ekki að vera á nema 30 km hraða til þess að nrissa jafnvel bæði augun. Þetta gerðist þannig að fólk skall með ennið á framrúðunni sem brotnaði. Þá dreifðust glerbrotin um allt andlitið og eyðilögðu jafnvel bæði augun. Þá er nú bannað að starfa á ýmsum vinnustöðum án þess að vera með öryggisgleraugu. Þetta á einnig við um gamlárskvöld. Sífellt fleiri nota nú öryggisgleraugu þegar þeir skjóta upp flugeldum. Mig langar að segja þér eina sögu af notkun öryggisgleraugna: Fyrir nokkrum árum fór fjögurra manna fjölskylda upp á veðurstofuhálendið, eins og Jón Múli kallaði það hér um árið til þess að horfa á flugeldana á gamlárskvöld. Þá vildi svo illa til að það lenti stór flugeldur á jörðinni á milli þeirra og sprakk. Þau þurftu öll að fara á slysavarðstofuna og voru þar fram eftir nóttu í aðgerð. En aug- un sluppu því að þau voru öll með öryggisgleraugu. Það er ekki ósenni- legt að öryggisgleraugun hafi komið í veg fyrir augnskemmdir. Nú eru læknar farnir að bjarga augum sem ekki var reynt að bjarga fyrir nokkrum árum. Menn missa nú sjaldan augu vegna sýkinga og glák- an var einn skaðvaldurinn hér áður fyrr. En nú er þetta sem betur fer liðin tíð. Fólk missir helst ekki augu. Fjölskyldan Stefán Baldursson er giftur Beatriz Rós Hernandez sem er fædd á Phil- ipseyjum. Þau eiga 7 ára gamla dótt- ur, Maríu Rós. Stelpan heitir eftir ömmu sinni á Philipseyjum. Þær mæðgur eru úti í Danmörku hjá mér. Konan mín nrenntaði sig í ferðamálafræðum á meðan við dvöldumst í Bretlandi og vinnur nú sem markaðsfulltrúi hjá eþíópíska flugfélaginu í Kaupmanna- höfn. Dóttir okkar gengur í barna- skóla sem er skammt frá heimili okk- ar og fer þangað hjólandi. Það hefði ekki þýtt að reyna í Bretlandi vegna glæpa. Konan hjólar einnig á hverjum degi. Það er hins vegar of langt fyrir mig að hjóla í vinnuna. Auðvitað gæti ég hjólað í vinnuna en það er svo algengt að ég þurfi að nota bílinn vegna starfa minna. A.H. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.