Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 23
Á myndinni eru Dóri og Rut (foreldrar Þórunnar), Hjörleifur (ritari), Þórunn, Benni (fyrrv.form.), Hallur norðanmaður og Árni Þór (gjald- keri). Á myndina vantar myndasmiðinn Bjössa formann. öldinni þar sem þjónusta við þroska- hefta fer fram utan stofnana og vist- heimila og fatlaðir sem ófatlaðir búa saman. Sólheimar eru fyrsti staðurinn á Norðurlöndum til að stunda lífræna ræktun (bio-dinamics) Sólheimar voru í apríl 1997 út- nefiidir fyrsta vistvæna samfélagið á íslandi og hið 14. í veröldinni af al- þjóðasamtökunum Global Eco-vill- age Network. í skýrslu samtakanna er litið á Sólheima sem elsta umhverfis- samfélagið í Evrópu. Félagatal Málbjargar Félagið hefur haldið félagaskrá frá stofnun. Við höfum haft tilhneigingu til að bæta inn á skrána en verið tregir til að stroka út, nema fólk biðji um það sérstaklega. Hefur þá einu gilt hvort fólk hefur greitt félagsgjaldið eða ekki. Nú hefur stjórnin ákveðið að hreinsa til í félagatalinu. Verður það gert á eftirfarandi hátt. Greiðslu- seðlar verða sendir út á næstunni, þeir sem greiða þá verða fullgildir fé- lagar og fá fréttabréfið sent áfram. Þeir sem ekki greiða detta af félaga- skrá en geta skoðað heimasíðuna og fylgst þannig með því sem um er að vera. Félagið hvetur sem flesta til að greiða félagsgjaldið, fjölskyldur sem stama, afa og ömmur, frænkur og frændur, alla sem vilja félaginu og málefnum þess vel. Þeir sem ekki fá greiðsluseðil sendan, en vilja greiða félagsgjald eru beðnir að hafa sam- band við félagið með tölvupósti eða við Björn í síma 6930113. Gjaldið er 1.000 á ári. Við hvetjum alla, sem tök hafa á, til að senda okkur netfang sitt. Þá getum við sent út áminningu, þegar nýtt efni kemur á heimasíðuna. Hittumst Það er mjög mikilvægt fyrir börn sem stama, reyndar fullorðna líka, að hitta aðra sem stama. Þess vegna þurfa foreldrar að vera duglegir að mæta með börn sín. Allt sem félagið hefur gert fyrir börnin hefur tekist það vel að við erum ákveðin í að auka barnastarfið. Þeir sem mæta eru ánægðir og vilja hittast aftur. Þetta er þeim hvatning til að loka sig ekki inni heldur tjá sig og tala. Allir stama og allir hlusta og gefa hvert öðru sinn tíma til að klára sínar setningar. Þór- unn Jóna er 13 ára. Hún hefur verið í félaginu í 2 ár og líkar henni mjög vel að geta hitt sína jafningja og rætt málin þar sem henni er gefinn tími til að tala. Hún kom á norræna ráðstefnu Málbjargar á Laugarvatni 1999 og fór til Svíþjóðar á norrænu ráðstefnuna í september 2000. Báðar þessar ráð- stefnur gáfu mjög mikið sjálfstraust og hvatningu til þátttakenda. Hér er mynd af Þórunni Jónu ásamt fylgdar- liði við Eyrarsundsbrúna Svíþjóðar megin. Stefnt er að barnahelgi 8.-10. júní þar sem foreldrar koma með börnin og skilja þau eftir í umsjá nokkurra foreldra. Á sunnudeginum hittast svo fjölskyldurnar og ræða árangur og framhald. Áætlað er að þetta verði ein- hvers staðar á Vesturlandi. Látið vita um áhuga ykkar. Hlerað í hornum Óskar Björnsson frá Neskaupstað segir svo: Maður einn vann við að rafsjóða. Hafði hann bannað sonum sínum tveim að horfa í ljósið, sem myndaðist við suðuna og sagði þeim að það væri eins og að horfa í sólina. Einn dag sátu synir hans úti í garði og voru að horfa í sólina. Heyrir hann þá að annar segir: “Bjössi, sjáðu nú er Guð að rafsjóða”. Tveir lögreglumenn voru á gangi og fundu þrjár handsprengjur. “Við tökum þær með okkur á stöðina”, sagði sá eldri. Þá sagði sá yngri hálf- hræddur: “En ef ein þeirra spryngi nú í höndunum á okkur á leiðinni”. Sá eldri öruggur með sig: “Ja, þá segjumst við bara hafa fundið tvær”. Ungur drengur sundreið á eina, en í miðri ánni datt hann af baki og var næstum drukknaður þegar nær- staddur gekk á hljóðið og bjargaði honum. Drengurinn þakkaði honum lífgjöfina og sagði: “Ja, ef ég hefði drukknað, þá hefði pabbi sko heldur betur flengt mig”. Reykjavíkurdaman fór upp í sveit og lenti þar, alls óvön slíku, í útreiðartúr. Aðspurð sagði hún ferðina hafa verið fína en bætti svo við: “En ég fékk ansi slæman áblástur á rassinn”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.