Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 25
FELIX Felix deplaði augunum syfju- lega út í kalda geisla morgun- sólarinnar. Börnin höfðu hent honum út á leiðinni í skólann. Nú lá hann letilega á húströppunum og lét sólina skína á gráa feldinn. Hann geispaði. í nótt hafði hann verið að slæpast með öðrum köttum. Hann var ekki kominn heim fyrr en í birt- ingu, en það gerði ekkert til, vegna þess að andstætt mönnunum hafði hann tíma. Tima til að liggja í sólinni og fá sér lúr. Um hádegið heyrði hann að farið var hratt upp tröppurnar. Felix opn- aði hægra augað og leit í átt að úti- dyrunum. Það var bréfberinn. Hún henti póstinum inn um bréfalúguna í fljótheitum og æddi svo aftur niður tröppurnar. Hún tók ekki einu sinni eftir Felix. “Oh, mikið hefði það nú verið gott ef hún hefði klappað mér”, hugsaði Felix. En Felix vissi að hún, eins og allir aðrir, höfðu engan tíma. Hana verkjaði í bakið af að bera þunga pósttöskuna og heima biðu hennar börn og heimilisverk. Hún var alltaf að flýta sér, aumingja kon- an. Stuttu seinna komu börnin heim úr skólanum. Þau voru að tala urn ein- hvern tölvuleik sem þau ætluðu að prófa seinna um daginn. Þau létu eins og Felix væri ekki til. Hann leit á útidyrnar. Ætlaði enginn að gefa honum að borða? Dyrnar opnuðust og skál með kattamat var sett út á tröppurnar. Felix teygði úr sér. Eftir það tiplaði hann að matarskálinni. Hann var ekkert reiður yfir því að honum var veitt svo lítil athygli. Hann vorkenndi mannfólkinu. A meðan hann gat borðað matinn sinn í rólegheitum, skóflaði fólkið í húsinu matnum upp í sig og á meðan talaði það í símann eða horfði á sjónvarpið. Þegar heimilisfólkið var búið að borða hljóp það alveg jafnstressað út úr húsinu aftur. Börnin fóru á íþrótta- æfingu eða í tónskólann og for- eldrarnir flýttu sér aftur í vinnu eða út í búð. Eftir hádegið fór Felix í göngutúr um götuna. Hann skreið í gegn- um limgerðið á húsi nr. 7. Kannski var Díana í garðinum. Hún var ný í hverfinu, með fallegan ljósbrúnan feld. Hjartað í Felix fór að slá hraðar þegar hann hugsaði um hana. Hann þefaði af rósunum. Ilmurinn af þeim var yndislegur. En Díönu sá hann hvergi. Vonsvikinn lallaði hann heim. Þar fann hann sér pláss á rusla- kassanum. Þaðan hafði hann gott út- sýni yfir götuna og himininn, sem kvöldsólin litaði rauðgulan. Felix horfði gjarnan upp í himininn. Þessi víðátta, hvernig skýin hreyfðust, aldrei varð hann leiður á þessari sýningu náttúrunnar. Skyndilega heyrði hann fótatak nálgast. Hlaðin tveimur þungum burðarpokum hraðaði húsmóðirin sér framhjá honum. Eftir klukkutíma þegar maðurinn hennar kæmi heim af skrifstofunni átti maturinn að vera kominn á borðið. I dag var miðviku- dagur. Þá átti hann eftir að fara á fund og hún í leikfimi. Þegar börnin og húsbóndinn komu heim rétt fyrir kvöldmatinn, læddist Felix með inn. í stofunni fékk Felix sér sæti í mjúkum stól. í sjónvarpinu var verið að tala um stríð og hung- ursneyð. Húsbóndinn sat á sófanum og tróð matnum upp í sig. Hann mátti ekki missa af fréttunum því hann þurfti að fylgjast með því sem var að gerast í heiminum. Börnin sátu í eld- húsinu og hlustuðu á tónlist. Þau vissu að á meðan fréttirnar voru í Hlerað í hornum Hrossaprangarinn var að hæla tveim skjóttum merum sem hann vildi endi- lega koma út. A endanum leiddist honum tregða þess sem hann vildi selja og sagði: “Þær eru hreinasta af- bragð, velgengar og viljugar og af úr- valskyni, því þær eru hvor undan annarri”: Maður einn bæði grunnhygginn og nískur fékkst við verslun en gekk af- leitlega. Tveir kunningjar tóku tal saman um hvað ylli. Þá sagði annar: “Hann er svo nískur að hann notar bara litla heilann við verslunina”. Siggi gamli var á fylleríi og endaði á því að sofna sætt og rótt á húströpp- unum hjá járnsmiðnum. Járnsmiður- inn bar Sigga inn í smiðjuna og lagði hann á borð sem stóð nærri eldinum. gangi var ekki hægt að ná sambandi við föðurinn. Móðirin var að tína leikfimifötin saman. “Getið þið ekki sett diskana í uppþvottavélina”, kall- aði hún meðan hún var að klæða sig í skóna. “Eg kem seint heim því ég ætla í ljós eftir leikfimina”. Svo skellti hún hurðinni á eftir sér. Þegar fréttirnar voru búnar hvarf faðirinn einnig. Þegar börnin voru búin að borða fór stelpan inn í herbergið sitt, kveikti á geislaspilaranum og fór að gera heimaverkefnin. Strákurinn prófaði tölvuleik, þar sem var hart barist og mikið blóð flæddi, ekki ósvipað fréttamyndunum stuttu áður. Felix hoppaði úr stólnum. Þetta var enn einn venjulegur dagur. í dag mundi ekkert nýtt gerast. Fólkið hans talaði varla við hvert annað og tíma fyrir hann höfðu þau heldur ekki. Mannfólkið æddi í gegnum líf- ið án þess að líta nokkurn tímann til hægri eða vinstri eins og það væri að reyna að vinna kapphlaup. Felix lagðist á staðinn sinn við gluggann fyrir ofan ofninn. Hann leit upp í stjörnubjartan kvöldhimininn og hugsaði um Díönu. Máninn gnæfði hátt yfir trjátoppunum, sem vögguðu syijulega í kvöldblænum. Felix malaði og lokaði augunum. “Mikið er gott að vera köttur”, hugsaði hann og hlakkaði til morgundagsins. Brigitte Bjarnason Lára Jónasdóttir þýddi. Nú vaknar Siggi, nuggar stírurnar úr augunum og segir: “Já, já, fór eins og mig grunaði, að hérna myndi ég lenda”. Davíð bjó á efri hæðinni en Daníel á þeirri neðri. Davíð átti ekkert barn með sinni konu en Daníel og hans kona áttu tug barna. Nú eignast þau ellefta barnið og þá fer kona Davíðs niður og biður konu Daníels að gefa sér barnið”. “Nei, barnið færðu aldrei”, svarar sængurkonan, “en ég skal lána þér hann Daníel”. Það var hvassviðri á norðan og tíu stiga frost. Jón gamli brá sér út að gá til veðurs og kastaði um leið af sér vatni, en snéri sér svo óvart móti vindinum. Kom svo inn rennandi blautur og sagði: “Þetta hefi ég aldrei vitað, hann hellirignir í norðangarranum og frostinu”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.