Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 28
Augað skoðað. auki var ég lengur að búa til augu í upphafi. Þetta var því fullt starf um nokkurra ára skeið. Síðan fór þetta minnkandi þegar ég hafði lokið við biðlistann. Þá var ég stundum verkefnalaus. Þótt ég væri rikisstarfs- maður vildi ég hafa eitthvað að gera. Ég fór því fram á að fá að taka þetta að mér sem verktaki. Það fékkst sam- þykkt. Vegna verkefnaskorts fannst mér draga úr færni minni við augnsmíðina. Ég fór því á hverju ári til Lundúna og var í nokkrar vikur á Moorfields. Þaðan kom ég endurnærður en færnin dalaði svo aftur. Upp úr 1990 ákvað Evrópusam- bandið að setja ákveðinn staðal á nám augnsmiða og varð ég því að bæta við mig námi til þess að fást viður- kenndur sem augnsmiður innan EES. Ég fór því aftur til Bretlands árið 1995 og stundaði nám í ár. A meðan á náminu stóð kom ég hingað öðru hverju og sinnti þeim verkefnum sem fyrir lágu. Það gekk ágætlega. Ég gat því ekki hugsað mér að fara í sama horfið aftur og missa færnina vegna takmarkaðra verkefna hér á landi. Ég réðst því til starfa hjá Moorfields eftir að námi lauk. Samstarf við Statens 0jenklinik í Kaupmannahöfn Skömmu eftir að ég hóf störf hjá Moorfields var haft samband við mig og ég spurður hvort ég vildi taka að mér ákveðin verkefni hjá Statens 0jenklinik í Kaupmannahöfn sem sænskir gerviaugnasmiðir höfðu ekki ráðið við. Ég fór því til Danmerkur og sinnti þessum verkum. Ég hélt að einungis yrði um fáein verkefni að ræða en brátt kom í ljós að þetta var eins og snjóbolti sem hlóð stöðugt utan á sig. Ég sótti því um að fá að vinna hlutastarf á vegum Moorfields en því var hafnað. Þar þurfa menn að bíða eftir gerviaugum í eitt ár og því var ekki talið koma til greina að lengja biðtímann með því að hafa mann í hlutastarfi. Ég sagði því lausri stöðu minni vegna þess að mér féll vel að vinna með Dönunum. Ég réð mig í hlutastarf á einkarekinni stofu við Elarley Street í Lundúnum en þangað gat ég komið þegar ég var annaðhvort ekki hér á landi eða í Danmörku. Um þetta leyti var mikill þeytingur á mér og ég sat tíunda hvern dag í flugvél. Þetta hafði sín áhrif á fjölskyldulífið. Verkefnum fjölgaði stöðugt austan Norður- sjávarins og árið 1999 fluttist ég síðan með íjölskyldunni til Kaup- mannahafnar. www.okularist.dk I júní 1999 opnaði ég stofu í Krón- prinsessugötu skammt frá Jónshúsi. Þetta er gamalt og gróið hverfi og gott að vera þar. Hvernig reiðir þér af í sam- keppninni við þýsku augn- smiðina? Það hefur auðvitað tekið sinn tíma að festa sig í sessi. Fyrst í stað var frem- ur lítið að gera. Ef ég hefði ekki haft þessi verkefni á íslandi og hjá Statens 0jenklinik hefði þetta ekki borgað sig. Með hjálp góðra manna hefur þetta blessast. Töfraorðið var markaðssetning sem ég hafði ekki hundsvit á. Mér var sagt að senda öllum augnlæknum í Danmörku bréf, sækja fundi og ráðstefnur og láta gera heimasíðu á alnetinu, en það væri mjög mikilvægt. Smám saman hefur því viðskiptavinum ijölgað og fyrir- tækið blómstrar nú. Hvaða markaðsaðgerðir hafa borið mestan árangur? Mér var sagt að skrifa öllum augn- læknum og sjúkrahúsum í Dan- mörku bréf og kynna mig. Þá hefur heimasíðan skilað þó nokkrum við- skiptavinum og ég fæ fyrirspurnir víða að. En persónuleg samskipti skipta mestu máli. Ég hef þó nokkrum sinnum verið kallaður til ráðuneytis þegar átt hefur að gera aðgerðir á sjúkrahúsum í Óðins- véum og Esbjerg. Þá vilja læknar gjarnan að ég sé með í ráðum til þess að meta hvaða lýtaaðgerð sé heppilegust. Ég hef nokkrum sinnum verið spurður hvort ég geti tekið nemendur. Því er til að svara að annríkið hefur auk- ist mikið hjá mér að undan- förnu og nú er svo komið að ég verð að fá mér aðstoð. Ég hef því ákveðið að þjálfa að- stoðarmanneskju. Ég var svo heppinn að til mín leitaði stúlka sem er sjóntækja- fræðingur að mennt og vön að umgangast mjög sjónskert fólk. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá mér. Um daginn fékk ég bréf frá pólskum manni sem smíðar heyrnartæki. Hann vildi komast að hjá mér sem nemandi. Ég varð því miður að neita honum því að tími minn er of naumur til þess að ég geti tekið mann í fullt nám. Kóralrif og gerviaugu Flestir sem koma á stofuna til mín hafa nýlega misst auga. Þeir eru sendir til mín fyrst og fremst vegna þess að nú er grædd inn í augntóftina kúla úr kóral áður en gerviauganu er komið fyrir. Síðan eru vöðvarnir sem stjórna hreyfingum augans tengdir við þessa kúlu. Þannig hreyfist gervi- augað eðlilega þegar maðurinn hreyf- ir heila augað. En gerviaugað hreyfist því aðeins að það sitji alveg rétt á kúlunni. Þetta er einungis hægt að gera með akríl-efninu. Einnig er hægt að festa lítinn pinna við kóralkúluna og tengja hann gerviauganu. Þá verða augnhreyfingarnar alveg eðlilegar. Auk þess hvílir augað þá ekki eins þungt á neðra augnlokinu. Þessar kóralaðgerðir eru býsna dýrar og væru gersamlega unnar fyrir gýg ef notuð væru gerviaugu úr gleri. Hvernig taka nú Þjóð- verjarnir samkeppninni? Ég var einu sinni boðaður á fund þar sem fulltrúar allra þeirra, sem fjármagna augnsmíði í Danmörku voru komnir og héldum við fram gæðum okkar vöru. Þar í landi þurfa um 6000 manns gerviaugu. Ég get í mesta lagi haft um 1200 - 1300 við- skiptavini. Það mun taka mig þó nokkurn tíma að komast upp í þann íjölda. Ég get í rauninni ekki búið til fleiri en 5 gerviaugu á viku ef ég vinn 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.