Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 37
jónsdóttir þakkaði Helga fyrir hönd Sjálfsbjargar vel unnin störf. Júlía G. Hreinsdóttir minnti á að bandalagið þyrfti alltaf og ævinlega að vera á vakt með að tryggja hvarvetna á sínum vettvangi táknmálstúlkun. Nefndi átaksfundinn sem dæmi um túlkaleysi, en Garðar svaraði því að sá fundur hefði ekki verið á vegum bandalagsins sjálfs. Kvartaði Júlía einnig yfir hve fámennt hefði verið á ráðstefnu norrænni - PNC - en Garðar svaraði því til að Emil vara- formaður hefði mætt og ávarpað þingið að beiðni Félags heyrnar- lausra. Júlía kvað okkur hér á landi vera langt á eftir Norðurlöndunum þegar kæmi að þjónustu við ijölfatl- aða heyrnarlausa og þroskahefta heyrnarlausa. Fá yrði fram könnun á högum þessa fólks og hversu mætti úr bæta. Var því vel tekið að styðja það verkefni. Arnþór Helgason sagði umræðuna vera hér 20 árum á eftir tímanum, mynda þyrfti starfshóp um þessi mál öll m.a. daufblinda ein- staklinga. Gísli Helgason þakkaði Helga og minnti á að Ásgerður Ingimars- dóttir og Helgi hefðu lesið Fréttabréf ÖBÍ inn á hljóðbækur frá upphafi eða í 13 ár og væri óskandi að á yrði framhald. Friðrik Alexandersson greindi frá nefndarskipan um full- orðinsfræðsluna fyrrnefndu, nefndin hygðist skila áliti í janúarlok, en í henni eru auk hans fulltrúar ráðu- neytis og Þroskahjálpar. Friðrik lýsti svo nánar í hverju fullorðinsfræðslan væri fólgin, þetta væri í raun sí- menntun og spannaði mörg svið m.a. bóklegt nám sem verklegt, líkams- þjálfún, tónlist og tölvunám. Starfið færi fram i Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Friðrik fagnaði viljayfir- lýsingu um húsnæðismál milli Hús- sjóðs og félagsmálaráðuneytis, en lýsti áhyggjum af leigugjöldum ef ekki kæmu til aðgerðir s.s. hækkun húsaleigubóta. Undir þetta tóku Garðar og Emil sem lýsti ánægju með nýjan framkvæmdastjóra og færði Helga þakkir fyrir störfin. Fundi slit- ið kl. 19.20 og þá gengið til jólahlað- borðs ásamt starfsfólki skrifstofu og skyldra og tengdra stofnana. Var gnótt veislufanga og vel notið i hvi- vetna af öllum. Helgi Seljan. Bæklingur FAAS FAAS eða Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra minnissjúkra, eins og það heitir víst fullu nafni, hefur gefið út hinn myndarlegasta bækling sem heitir því einfalda heiti: Alzheimersjúkdómurinn en efnið hreint ekki einfalt og enn síður sjúk- dómurinn. Undirheiti bæklingsins: Ráðleggingar til aðstandenda. Bæklingurinn er þýddur úr dönsku af G. Gerði Sæmundsdóttur hjúkrunarfræðingi, en staðfærður einnig. Hér verður aðeins á stiklað einstökum atriðum í annars afar fróðlegum og læsilegum bæklingi. Minnissjúkdómar - en Alzheimers - sjúkdómurinn einn þeirra - eru samheiti sjúkdóma í heila sem valda skertu minni og versnandi vitrænni getu. Orsök Alzheimers er ókunn, fjöldinn með sjúkdóminn eykst með árunum, en í sjaldgæfum tilfellum greinist hann hjá fólki á fimmtugs- aldri. Fyrstu einkenni eru rakin og sem dæmi: Erfiðleikar við að rata, læra og skilja nýja hluti, hafa stjórn á tilfinningum, muna orð og nota einföld orð. Sem dæmi um svo umtalsverðar breytingar má nefna: málið hverfur, áttunarleysi, svefntruflanir, tortryggni og ranghugmyndir. Engin lækning enn fundin. Spurt er hvaða áhrif sjúkdómurinn hafi á Iíf fjölskyldunnar og það glögglega rakið hve mikil og alvarleg þau geta verið. Mest er álag- ið á maka sem sér lífsförunautinn hverfa inn í framandi heim, breytingar verða á hjónalifi og tilfinningum, þar sem samveran við hinn sjúka getur verið mjög erfið. Fjölskylda og vinir íjarlægjast, hegðunarmynstur þess sjúka verður afbrigðilegt, persónuleikabreytingin veldur mikilli sorg - þar er eins og um ákveðinn ástvinamissi sé að ræða. Svo koma hin góðu ráð - úrræðin og þau eru mörg upp talin en áreiðanlega ekki auðveld. M.a. eiga rétt á eigin áhugamálum og frítíma, beita kímnigáfunni eins og hægt er, meta getu hins sjúka af raunsæi, láta hverjum degi nægja sínar þjáningar o.s.frv. - allt örugglega hægar sagt en gjört. Næsti kafli bæklingsins nefnist: Bjargráð og er um þau úrræði sem fyrir hendi eru fyrir aðstandandann. Vísað er til heilsugæslu og heimilislæknis, félagsþjónustunnar og svo til FAAS. Þá er minnt á stuðningshópa leidda af fagfólki og nærhópa FAAS leidda af djákna. Alveg sér í lagi er minnt á Minnismóttökuna á Landakoti en þar er síminn 525 1914. Að lokum eru svo ýmsar hagnýtar upplýsingar um FAAS - félagið sem stofnað var 1985 til að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Á Akureyri eru systursamtök FAAS - AN. Minnt er á fræðslufundi félagsins, heimastuðning þess, upplýsingar og ráðgjöf. Þá er vikið að starfi djákna sem stjórnar nærhópum, veitir einkaviðtöl, fer í heimsóknir og sinnir sálgæslu, en það er Guðrún Kristín Þórsdóttir, djákninn okkar, er þessu stjórnar. Sagt er frá bækl- ingum og bókum sem félagið hefur gefið út - 5 talsins og gjöri aðrir betur. Félagið á húseignina að Austurbrún 31 - gjöfin góða - Fríðuhús heitir það, en Fríða er nafn konunnar sem húsið var gefið til minningar um. Þar er nú dagvistun fyrir minnissjúka efst á baugi auk alls annars starfs sem er hið blómlegasta. Myndarlegt er þetta framtak allt og félaginu til hins besta sóma. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.