Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 38
Af vettvangi stjórnarnefndar Stjórnarnefnd um málefni fatl- aðra hefur starfað lögum sam- kvæmt sem slík frá ársbyrjun 1984, en frá 1980 til þess tíma hét hún stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja. Nefndin er því í raun komin á þrítugsaldurinn og hefur sannarlega að mörgu komið í gegnum tíðina. Nefndin á að vera stefnumótandi um málefni fatlaðra og hefur svo sem komið þar að en hvergi nærri eins og þurft hefði, þannig að aðalverkefni hennar þessi starfsár hefur verið úthlutun fjár til hinna margvíslegustu verkefna, en Fram- kvæmdasjóður fatlaðra er í umsjón hennar. Þó verkefnin hafi vissulega verið mörg þá er nú raunin samt sú að aðal- ljármagnið hefur hverju sinni runnið til byggingar eða kaupa á heimilum fyrir fatlaða, mest til sambýla fyrir þroskahefta þó. Skal i þessum stutta pistli ekki farið út í einstök verkefni en nefna má húsnæði fyrir skamm- tímavistanir, áfangaheimili, vinnu- staði, aðgengismál og sérstaka styrki til byggingar íbúða. Eins hafa einstök félög fatlaðra fengið oft góða styrki til aðstöðusköpunar fyrir sitt fólk. Síðari árin hefur vandamálið verið það að Alþingi hefur mjög verulega skert lögboðin framlög til sjóðsins og bæði í fyrra og í ár nemur skerðing framlaga meira en helmingi af því sem vera ætti. Nýgerður samningur Hússjóðs Öryrkjabandalagsins við félagsmálaráðuneytið um stórátak í húsnæðismálum er fagnaðarefni, en í raun er aðeins verið að draga þessi málefni að landi vegna þess stórfellda niðurskurðar sem framkvæmdur hef- ur verið um árabil og aldrei meira en nú. En ekki orð um það meir. í stjórnarnefnd hafa alltaf átt sæti fulltrúar Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar svo og sveitarfélag- anna og félagsmálaráðuneytis, fram til 1993 áttu menntamálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti einnig fulltrúa, en frá þeim tíma hefur formaður íjárlaganefndar Alþingis átt þar sæti svo og annar fulltrúi félags- málaráðuneytis. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Helgi Seljan Ekki hefur verið mikið um manna- skipti í nefndinni af hálfu hagsmuna- samtakanna og þannig hefur Jón Sævar Alfonsson setið allan tímann af hálfu Þroskahjálpar, undirritaður öll árin utan fjögur og Asgerður Ingi- marsdóttir, Ólöf Ríkarðsdóttir og Hafdís Hannesdóttir allmörg ár einn- ig, þar sem samtökin áttu lengi sameiginlega þrjá fulltrúa í nefndinni. Þá má einnig geta þess að Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra í félagsmálaráðuneytinu, starfaði með nefndinni frá upphafi og til ársins 2000 auk þess að vera um skeið formaður stjórnarnefndarinnar. Norðurland vestra sótt heim Stjórnarnefndin hefur að mínum dómi fylgst allvel með framvindu mála hvarvetna á landinu og hefur víða á vettvangi verið og gleðilega oft fengið tækifæri til að gleðjast yfir nýjum áfangasigrum. Á janúardegi nú, mildum og björtum var farið í eina slíka heimsókn til Norðurlands vestra til þess fyrst og fremst að samfagna heimamönnum með nýja og vel búna skammtimavistun á Sauðárkróki, en Hvammstangi sóttur heim í leiðinni. Ráðherra félagsmála var þarna einnig mættur á báða staði, enda Norðurland vestra hans kjör- dæmi svo sem kunnugt er. Nánar til- tekið var þetta hinn 29. janúar sl. Um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra er í gildi sérstakur þjónustusamning- ur milli félagsmálaráðuneytis og Byggðasamlags Norðurlands vestra um heildarþjónustu við fatlaða á svæðinu í samræmi við lagastoð í lögunum um málefni fatlaðra og þyk- ir hafa gefist mjög vel, enda óhætt að segja að allvel sé fyrir fjármagni séð i samningnum. Það er líka skoðun und- irritaðs að af miklum metnaði og fyrirhyggju sé unnið að þessum mál- um af hálfu heimamanna. Af þessu tilefni átti undirritaður hið ágætasta samtal við Grétu Sjöfn Guð- mundsdóttur sem er framkvæmda- stjóri þjónustuhóps þess er um mála- flokkinn sér á vegum byggðasam- lagsins, en hana hittum við bæði á Hvammstanga og Sauðárkróki svo og þau Elínu R. Líndal, formann byggðasamlagsins og Bjarna Þór Ein- arsson, framkvæmdastjóra þess. Eins og lesendur e.t.v. muna eftir þá var jörðin Gauksmýri á sínum tíma keypt undir sambýli sem svo var þar í nokkur ár, en gekk ekki sem skyldi og kom ekki okkur á óvart sem höfðum verið í nokkurri andstöðu við þessa gjörð. Þá voru tvö raðhús leigð af sveitarfélaginu undir starfsemina og þar eru nú rými fyrir 5 einstaklinga, en þröngt er um hvern og einn og þess vegna uppi hugmyndir heima- manna að breyta og bæta og stækka heildarrými, svo vistlegra og heimil- islegra verði fyrir hvern og einn. Um þessa framkvæmd snerist fundur á Hvammstanga en skv. samningnum er til fjármagn til þessara breytinga og tók ráðherra mjög jákvætt á því sem og aðrir þeir sem að úthlutun koma, svo efalaust verður í þessa framkvæmd ráðist. Verður hún hin þarfasta og m.a. eru uppi hugmyndir að nýta eitt einkarýmið eftir breyting- una í skammtímavist ef svo ber undir. Á Hvammstanga er einnig iðja starf- rækt fyrir þá sem á sambýlinu búa. Ný skammtímavist á Sauðárkróki Frá Hvammstanga var svo haldið á Sauðárkrók þar sem verið var að taka í notkun nýja skammtímavist þar sem áður var sambýli, en þaðan hafa íbú- amir flutt í sjálfstæða búsetu að und- anförnu. Þarna var fjölmenni saman- komið og góðar og veglegar veitingar á boðstólum. Elín R. Líndal stjórnaði stuttri en ágætri athöfn, þar sem ráð- herrann, Páll Pétursson, fór nokkuð yfir þróunina á Norðurlandi vestra og kvað þar einkar vel að öllu unnið. Sömuleiðis minnti hann á fyrirliggj- andi frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga og kvað óvíst um endanlega gildistöku, en það væri framtíðin að færa málefni fatlaðra alfarið til sveitarfélaganna. Hann bað 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.