Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 46
Vöðvaslensfár Myasthenia gravis Þessi grein birtist áður í Morgun- blaðinu 23. nóvember 2000. Pistill vikunnar á NetDoktor.is Ijallar um vöðvaslensfár. Pistil þennan skrifar Sigurður Thorlacius, sérfræðingur í taugalækningum og tryggingayfirlæknir. MG-félag Islands fagnar þessum tímamótum. MG-félagið er félag sjúklinga með Myasthenia Gravis (vöðva- slensfár) sjúkdóminn, aðstandenda þeirra og annarra sem áhuga hafa á málefninu. MG er sjaldgæfur sjúkdómur sem finnst hjá fólki á öllum aldri en kemur oftast fram seint á gelgjuskeiði eða á fullorðins- aldri. MG er sjálfnæmissjúkdómur þar sem taugaboðin ná ekki að virkja vöðvana. Hömlunin leynir sér og einkennin eru breytileg frá einum degi til annars og einni klukkustund til annarrar. Eftir stutta hvíld endur- nýjast kraftarnir og þess vegna er áríðandi fyrir sjúklinga með MG að hvílast vel og ofreyna sig ekki. Þung augnalok og tvöföld sjón Hjá mörgum eru fyrstu einkennin þau að augnlokin verða þung svo að erfitt verður að halda þeim uppi. Margir sjá tvöfalt og eiga erfitt með að tala, tyggja eða kyngja. Sjúklingurinn verður nefmæltur og Ólöf G. Eysteinsþóttir form. MG-félags Islands röddin drafandi, sérstaklega í löngum samtölum. Aðrir verða þannig varir við sjúkdóminn að þeir hrasa oft og missa hluti út úr hönd- unum. Þeir eiga erfitt með að rísa úr sæti og ganga stiga. Það getur verið erfitt að halda höfði af því að hnakkavöðvarnir verða kraftlitlir. Þungt verður að lyfta handleggjum og fótum. Einkenni koma fram í andlitsvöðvum þannig að eðlilegt látbragð hverfur. Andlitið fær á sig þreytublæ og fólk getur hvorki hlegið né brosað. Því er það að MG sjúklingar líta oft út fyrir að vera leiðir eða gramir þó þeir séu glaðir. Oft hefur viljað brenna við að sjúkdómsgreining sjúklinga með MG hafi ekki reynst rétt í upphafi. Hefur fólkið jafnvel verið talið taugaveiklað, duglaust, latt eða bara ímyndunarveikt og fengið róandi lyf eða svefnlyf. Þessi lyf hafa auðvitað mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana þar sem vöðvar þeirra slappast enn meira en ella. Nauðsynlegt að rjúfa einangrun MG-sjúklinga Markmið MG-félagsins er að kynna sjúkdóminn og styðja við bakið á sjúklingunum og fjölskyld- um þeirra. Nauðsynlegt er að ná til sjúklinganna og rjúfa einangrun þeirra. Félagið hefur haldið fundi þar sem fyrirlesarar, bæði innlendir og erlendir, hafa komið fram með ýmsan fróðleik. Tekið þátt í sýningum og norrænu samstarfi. Félagið lét gera texta við mynd um einkenni MG-sjúkdómsins. Félagið hefur gefið út bækling sem skýrir sjúkdóminn Myasthenia gravis. Finna má fróðleik um félagið og sjúkdóminn á heimasíðu ÖBI WWW.obi.is. Félagið gefur út lyfjakort fyrir sjúklinga með Myasthenia gravis (vöðvaslensfár)sjúkdóminn. A kort- inu er skrá yfir nokkur lyf sem MG- sjúkir eiga að forðast. Það er mikið öryggi fyrir sjúkling- ana að geta borið á sér kort sem bæði lýsir sjúkdómnum og aðvarar um lyf sem MG-sjúkir eiga að forðast. Það þarf að minna heilbrigðis- starfsfólk á að líta verður á heildar- líðan MG-sjúkra og taka mark á sjúklingunum. MG-sjúkum hættir til að dofna fyrir einkennum sjúkdóms- ins og segja síðan, að þeim sé batn- að, eða þá að þeir nota svo krafta sína þegar þeir fá þá að þeir ofgera sér. Ólöf S Eysteinsdóttir Formaður MG-félags íslands. Fréttir frá MG-félagi íslands Aðalfundur MG-félags íslands var haldinn ló.september 2000. Stjórn félagsins skipa Ólöf S Eysteinsdóttir, formaður, séra Hjalti Guðmundsson, ritari, Guðrún Þorgeirsdóttir, gjaldkeri og Dröfn Jónsdóttir, til vara. Félagið fékk styrk frá hinum norrænu MG-félögum, eins konar verðlaun fyrir starf okkar félags. Félagið gaf Taugalækningadeild Landspítalans bókina Myasthenia Gravis eftir H.J.G.H. OOSTERHUIS. Þar fjallar höfundur um reynslu sína, en hann hefur fylgst með 800 sjúkl- ingum með MG síðustu 35 ár. Á aðalfundinum var m.a. rætt um að gefa lyfjakortið út á ensku og að vinna bæri að heilræðasafni fyrir MG-sjúka. Ólöf S. Eysteinsdóttir, formaður 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.