Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 6
Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur 23. janúar 2001. stjórnar skyldu forðast að gera okkur grein fyrir þeim röksemdum sem áttu að hafa legið til grundvallar áliti þeirra lögfræðinga sem þeim hafði tekist að fá á lokaðan fund nefnd- arinnar, hvað þá að reynt væri að hrekja þá gagnrýni sem fram hafði komið á skýrslu öryrkjanefndar Jóns Steinars. Nú var það eitt notað að meirihluti þeirra lögfræðinga sem gefið hefði nefndinni munnlegt álit teldi dóminn óskýran (gott ef Jón Steinar og félagar voru þar ekki með taldir). Önnur rök var ekki að hafa upp úr hinum brotlega þingmeiri- hluta. Dómari makkar með hinum dœmdu Þegar stjórnanneirihlutinn hafði endanlega gefist upp á að standa fyrir máli sínu með efnislegum rökum var á síðustu stundu gripið til þess ráðs að senda tiltölulega opna spurningu til forseta Hæstaréttar, Garðars Gíslasonar - sem þegar þetta er ritað gegnir enn stöðu hæstarétt- ardómara - og túlka svar hans sem fyrirvaralausa staðfestingu á því að áframhaldandi skerðing vegna tekna maka færi ekki í bága við dóm rétt- arins. Fyrst forseti Alþingis, Halldór Blöndal, lét hafa sig út í þessar hundakúnstir vekur athygli að hann skyldi ekki látinn halda sig við sjálft ágreiningsefnið og spyrja beint og tæpitungulaust hvort það sam- ræmdist dómi Hæstaréttar frá 19. desember s.l. að skerða núgildandi tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka. En vitaskuld höfðu brota- mennirnir ekki kjark til að spyrja svona. Þótt ekki væri vegna annars en þess hve óheiðarlega opin spurn- ingin var, er forkastanlegra en ella að sjálfúr forseti Hæstaréttar skyldi fást til að taka þátt í leiknum, sem svo augljóslega var ætlað að gera hinum brotlegu það léttbærara að halda áfram að brjóta á öryrkjum. Vera má að Garðari Gíslasyni, sem skilaði minnihlutaáliti í Hæstarétti, hafi gengið það eitt til að gera gömlum félögum stundargreiða. En hafi hann haldið að með lögfestingu frum- varpsins væri hann laus allra mála, skjöplaðist honum stórum. Staðfesting Garðars Gíslasonar Auk þess að vekja þjóðarathygli fyrir daunillt baktjaldamakk við hina brotlegu hlaut hann í leiðinni að vekja alveg sérstaka athygli á minni- hlutaáliti hæstaréttardómarans Garðars Gíslasonar. En hafi einhverj- ir efast um að með dórni Hæstaréttar hafi verið tekin efnisleg afstaða til inntaks og umfangs hinnar opinberu aðstoðar - þ.e. að tryggja öryrkjum tiltekið lágmark - nægir þeim hinum sömu að lesa mótbárur minnihlutans, sem eru einn samfelldur vitnisburður um skilning allra sæmilega skyni gæddra manna á dómnum. Til dæmis um þetta má nefna mótbáru á borð við þessa: “Það er verkefni löggjafans en ekki dómstóla að kveða á um inntak og umfang þeirrar opinberu aðstoðar sem öryrkjum er látin í té.” Þessi röksemdafærsla væri gersam- lega út í bláinn og málinu algerlega óviðkomandi nema af þeirri ástæðu, og þeirri ástæðu einni, að Hæstiréttur var að kveða á um inntak og umfang aðstoðarinnar. Fleira mætti tína til, svo sem þá skoðun minnihlutans að í alþjóðlegum sáttmálum okkar sé ekkert sem mæli gegn því “að greiðslur til öryrkja séu í einhverjum mæli látnar ráðast af tekjum maka ...“ Þetta minnihlutasjónarmið væri málinu auðvitað óviðkomandi ef Hæstiréttur hefði ekki einmitt verið að mæla gegn því að greiðslur til öryrkja væru látnar ráðast af tekjum 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.