Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 44
Ný dagdvöl fyrir minnissjúka FRÍÐUHÚS VÍGT Kankast á af kátum. Ingibjörg Sólrún ávarpar samkomuna. Hinn 22. febrúar síðastliðinn var Fríðuhús, Austurbrún 31 í Reykjavík, tekið í notkun. Þar er dagdvöl fyrir 15 minnissjúka einstaklinga, sem FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheim- ers sjúklinga og annarra minnissjúkra starfrækir. Við þetta tækifæri var fjöldi fólks saman kominn í þessu glæsilega húsi sem Pétur Símonarson frá Vatnskoti reisti skömmu eftir 1950. í ávarpi Maríu Th. Jónsdóttur, for- manns félagsins, sem hún flutti við þetta tækifæri, kom fram að Pétur lagði gjörva hönd á margt. Hann nam rafvirkjun í Reykjavík. Hann kallaði sig uppfinningamann og skömmu fyrir stríð hélt hann til Danmerkur þar sem hann bætti við þekkingu sína. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Friðu Ólafsdóttur, en hún starfaði sem ljósmyndari í Kaupmannahöfn. Þau komu síðan aftur til íslands skömmu eftir stríð og stofnuðu fyrirtæki sem framleiddi alls konar plastvarning. Þau reistu sér íbúðar- húsið við Austurbrún 31 sem þótti um margt merkilegt á sínum tíma. Þess má geta að Pétur skilaði ekki inn teikningum að húsinu heldur lét hann byggingaryfirvöldum í té likan að því og var það til sýnis við opnun þess. Pétur smíðaði m. a. vélsleða sem knúinn var flugvélarhreyfli. Hann átti einnig litla flugvél sem hann flaug sjálfur. Til þess að geta betur fylgst með veðri og vindum reisti hann útsýnisturn á þaki húss síns og þaðan skyggndist hann um til allra átta í sjónauka sem hann átti. Árið 1997 gaf Pétur FAAS húsið til minningar um eiginkonu sina, en hún þjáðist af Alzheimersjúkdómi síðustu ár sín. Hún lést árið 1985, áttatiu og tveggja ára að aldri, og annaðist Pétur hana á heimili þeirra hjóna. Engar kvaðir fylgdu gjöfinni en einlæg ósk Péturs var að þar yrði heimili fyrir Alzheimerssjúka. Stjórn félagsins var ljóst að mikill skortur er á dagvistun fyrir minnis- sjúka. Helsta ósk hvers aðstandanda er að geta haft sína hjá sér sem lengst og veitt þeim það besta. Dagvistun léttir undir með að- standendum, rýfur einangrun hins sjúka og þar er hægt að veita honum líkam- lega og vitræna þjálf- un. Félagið ákvað að leggja út í það stór- virki að nota hús- eignina til að opna þar dagvistun minnis- sjúkra. Það er meira en að segja það fyrir lítið fá- tækt félag að leggja út í framkvæmd sem kostar í stofnkostnað 15-20 millj. kr. en með frábærri hjálp og fórnarlund ljölda aðila hefur tekist að koma verkinu eins langt og nú blasir við augum. Þrátt fyrir að nokkrir þættir séu enn óunnir, sumir all dýrir eins og t.d. garðurinn umhverfis húsið, þá eru félagsmenn fullir bjartsýni um að það takist að ljúka verk- inu með hjálp guðs og góðra manna. Dagvistunin tók til starfa i byrjun janúar. Mikil vinna fólst í öllum undirbúningi og drjúgur timi í að- lögun gesta dagvist- unarinnar. Heimild er fyrirdvöl 15 einstakl- inga. Tryggingastofnun ríkisins greiðir daggjöld með gestum dagvist- unar sem ákvörðuð eru af heilbrigðis- ráðuneytinu. Að vísu eru þær greiðsl- ur nokkru lægri en hjá sambærilegum stofnunum. Það stafar af því að ekki var gert ráð fyrir á fjárlögum jafn mörgum gestum og heilbrigðisráðu- neytið heimilaði. Vonandi fæst fljót- lega bætt úr því. María Th. Jónsdóttir, formaður FAAS, þakkaði í ávarpi sínu einkum Reykjavíkurborg fyrir að hafa gert fé- laginu kleift að takast á við viðgerðir hússins og stofnun dagdvalarinnar. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, luku miklu lofsorði á stofnun dagdvalarinnar og þá miklu atorku sem stjórn félagsins hefði sýnt. Þá greindi Jón Snædal, læknir, frá því að talsverðar framfarir hefðu orðið við meðferð fólks sem þjáist af Alzheimersjúkdómnum. Hann lagði einnig áherslu á að nauðsynlegt sé að búa vel að minnissjúku fólki og skapa því aðstæður til vitrænnar þjálfunar. Arnþór Helgason. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.