Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 47
Hlerað í hornum Maður einn sem umhverfðist við vín kom inn á veitingahús þar sem fall- egir túlípanar prýddu alla blómavasa. Hann tók til við að stýfa þá úr hnefa og át með bestu lyst. Þjóninum leist ekki á blikuna og hringdi í lækni en hann svaraði: “Það er allt í lagi með túlípanana, en láttu mig vita ef hann byrjar á kaktusunum”. Kaupmaðurinn: “Ég held að því minna sem maður veit, því ánægðari sé hann”. Konan: “Það mun rétt vera, því alltaf ert þú ánægður”. Jón segir við vin sinn: “Mögur eru blöðin orðin og sumt af nýju bók- menntunum ykkar”. Rithöfundurinn: “Ja, eftir því sem skilvindunum fjölg- ar,vex undanrennan”. Húsbóndinn á bænum reiddist við strák sem var hjá honum í sveit með móður sinni: “Farðu til fjandans strákur, ég vil ekkert með þig hafa”. Strákurinn hálfskælandi: “Ég fer ekki fet nema mamma komi með mér”. *** Það var fyrr á öldinni að gestur guðaði á glugga á bæ einum með þessum orðum: “Hér sé guð!”. Vinnukonan ansaði svo: “Það er ómögulegt, hér er allt fullt af nætur- gestum”. Eftirmæli eftir þjóf einn voru þannig: “Fyrirtaks duglegur var hann, því hann vann meðan aðrir sváfu og hirðusamur var hann, því það sem aðrir týndu fannst hjá honum”. Maður við konu sína: “Ég held við ættum að setja upp fuglahræðu í garðinum okkar”. Þá segir konan: “Það er alger óþarfi, ég er alltaf í garðinum sjálf”. Dómarinn spyr vitni í hörðu hjóna- skilnaðarmáli: “Hafið þér verið kunnugur sambúð hjónanna frá upp- hafi?” “Ekki frá upphafi. Mér var ekki boðið í brúðkaupið”. *** Karl spurði kerlu sína: “Hvort er nú á undan í ár hvítasunnan eða pásk- arnir?”. Frá Óskari Neskaupstað Óskhyggja Þegar ég er fallinn frá og farvi horfinn kinna, þá mun eflaust blotna brá bestu vina minna. Agirnd Margan hefur Mammon glæpt mannkynsins af sonum. Þeir á vaðið tefla tæpt til að þóknast honum. Ósk Mínar allar megið þið minningarnar geyma. Eilíft nöldur út á við, aldrei friður heima. Óviljandi í heiminn kominn Upp í rúmið Eyvi skaust, upp svo lyfti faldi. Óviljandi efalaust, undir kom þá Valdi. Þakkir til lúðrasveita Farið heil af firði Norð, ferðist suður alla vegi. Fljúgið yfir fjöll og storð fyrr en hallar sumardegi. Gæfu þið og gengis njótið, gangi ykkur flest í haginn. Þúsundfaldar þakkir hljótið, þennan fyrir sunnudaginn. Vegmóður af hlaupum hittir góðan vin Þú ert góður það ég veit, þú ert fróður maður. Um þinn hróður inni í sveit yrki ég móður, glaður. Við hjónin keyptum egg af Fúsa á Brekku í Mjóafirði einn vetur. Við fengum tvö kíló hálfsmánaðarlega. Eitt sinn var plastfatan hálf og miði með, þar sem sagði, að hænurnar verptu heldur dræmt. Hænurnar þær verpa heldur dræmt, hanarnir þeir eru kannski betri. Andskoti er þetta annars slæmt, að þær skuli hætta á miðjum vetri. Óskar Björnsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.