Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 24
Brigitte Bjarnason Egilsstöðum: Kæri herra Parkinson Dag eftir dag stari ég á veggina í herberginu mínu. Þeir eru óhreyfanlegir, jafn óhreyfanlegir og ég. Oft falla skuggar á veggina en sjaldan sólargeislar. Ég les dagblöðin á hverjum degi. Var eitthvað sérstakt í þeim í dag? Skiptir engu máli. Fréttirnar, hvort sem þær eru góðar eða slæmar, snerta mig ekki og hafa ekki gert það svo árum skiptir. Enginn snertir mig, og ef, þá bara til að draga mig upp úr stólnum mínum. Ég er orðin að minnisvarða. Ef hendurnar á mér mundu ekki titra væri ekkert því til fyrirstöðu að stilla mér upp á Austur- velli. Fólkið mundi ekki taka eftir því að augun sæju enn, að eyrun heyrðu enn og að í mér leynist ennþá einhver lífsneisti. Ennþá er sál í þessum líkama, í þessum ham sem ég helst mundi vilja kasta af mér strax í dag eins og fiðrildi púpu sinni. Herra Parkinson, ég veit að ég er ekki ein um þessar þjáningar. Sjálfur Muhamed Ali og meira að segja páfinn eru þjáningarbræður mínir. Er það huggun? Nei það færir ekki sársaukann burt úr sálu minni. Ef heilinn í mér mundi einnig stirðna Brigitte Bjarnason. upp væri kannski hægt að lifa þessu lífi. Hve lengi, hve miklu lengur þarf ég að þola þessa fangelsisvist í mínum eigin líkama, þessa endalausu bið, þessa reiði sem kraumar inni í mér og bíður þess að brjótast út eins og hraun úr eldfjalli? Mig langar að öskra þar til gluggarnir springa. Að öskra á hjálp, garga upp í andlitið á fólki: “Hættið að fara með mig eins og smábarn. Ég er ennþá ég. Jafnvel þó líkami minn hlýði mér ekki lengur er ég samt manneskja sem gat einu sinni hlegió, gat hlaupið og gat dansað”. Sem barn hljóp ég hraðar en hund- urinn okkar. A sumrin hljóp ég ber- fætt í gegnum blómstrandi engi. Grasið kitlaði mig í iljarnar. Ég bjó til kransa úr fíflum, skreytti ljósa hárið mitt með þeim og hoppaði syngjandi um túnin. Ég elskaði að hreyfa ungan líkamann við tónlist. Stundum dansaði ég heima í laumi fyrir framan spegilinn, sveif eins og ballerína yfir slitna teppið okkar. Þá átti ég fætur sem hlýddu mér, í dag hanga blýlóð á fótunum á mér. Herra Parkinson, þolinmæði mín er á þrotum. Hversu lengi þarf ég að dvelja í þessu ástandi óhreyfan- leika? Ég veit að þú ert einhvers staðar og horfir niður til okkar, læri- sveina þinna sem þjást af þeim sjúk- dómi sem skírður er eftir þér. Getur þú sagt mér, þegar til himna er komið, hvort við fáum aftur fætur sem geta hlaupið og dansað? Hvort við getum hlegið þar? Brigitte Bjarnason Lára Jónasdóttir þýddi. Es. Höfundur greinir frá því að móóir hennar þjáist af Parkinson - sjákdómnum. Hlerað í hornum Á leikvellinum heyrðist á tal tveggja snáða: “Pabbi minn getur lamið pabba þinn”. “Iss, það er nú ekki mikið til að monta sig af. Mamma mín getur það nú líka”. Magnús heimsótti Jóhannes vin sinn og spurði eftir eiginkonunni hvar hún væri. Jóhannes segir hana hafa farið á uppboð. Þá segir Magnús: “Á upp- boð segirðu. Og fékkstu eitthvað að gagni fyrir hana?”. *** Kona ein ók bíl sínum á ljósastaur og stórskemmdi bílinn. Lögreglumaður kom á vettvang og konan hálfvönkuð eftir áreksturinn missir út úr sér: “Var ég í rétti?” Lögreglumaðurinn svaraði: “Nei, ég held að Ijósastaurinn hafi verið í rétti”. Brigitte Bjarnason, Egilsstöðum: Enginn tími fyrir blómin við vegkantinn Við þjótum gegnum lífið eins og mannlaus bátur í hörðum straumi. Bjargarlaus, án takmarks. Kannski ströndum við á sandrifi, og okkur snýst hugur. Kannski drukknum við í straumi tímans. Enginn tími fyrir lífið. Enginn tími fyrir blómin við vegkantinn. 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.