Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 33
Útibúinu fagnað af aðstandcndum. ÚTIBÚ FRÁ SLFÍ HAFNAR- FIRÐI Rabbað við Vilmund Gíslason um það og fleira Hinn 23. nóv. sl. var formlega opnuð iðjuþjálfun á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Hafnarfirði, nánar tiltekið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Við Guðríður Olafsdóttir samglöddumst fólki suður þar af þessu tilefni, en athöfnin öll hin ánægjulegasta. Ámi Þór Hilmarsson forstöðumaður og tengiliður Hafnarijarðarbæjar í málinu stjórnaði þessari athöfn. Þórir Þorvarðarson formaður SLF rakti sögu félagsins í stórum drátt- um og minnti á hve mörgu hefði verið vel á veg komið í áranna rás. Vilmundur Gíslason framkvæmda- stjóri SLF fór yfir tilurð útibúsins. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfirði fagnaði framtaki þessu fyrir hönd bæjarins og íbúa þess. Hrefna Óskarsdóttir yfiriðjuþjálfi SLF sagði almennt frá iðjuþjálfun og því um leið hvað þarna væri fyrirhugað. Gissur Guðmundsson frá Lionsklúbbnum fylgdi með ávarpi gjöf klúbbsins til iðju- þjálfunarinnar - fullkominni þjálf- unartölvu að verðmæti rúmar 200 þús. Þá undirrituðu þeir Magnús og Vilmundur samninginn f.h. bæjarins og SLF og uppskáru lófaklapp að launum. Á eftir var svo kaffi- drykkja í boði bæjarins. f þessu tilefni tyllti undirritaður sér niður hjá Vilmundi Gísla- syni síðast í nóvember og fékk hjá honum nokkra frekari fróðleiks- mola. I útibúinu starfa tveir iðjuþjálfar í sem svarar einu og hálfu stöðugildi - þær Anna Sigríður Jónsdóttir og Helga Guðjónsdóttir og munu hafa nóg að gjöra, því vitað er um 60 böm af Hafnarfjarðarsvæðinu sem þurfa á þjónustu að halda, sum þeirra á biðlista. Það var raunar FABS - Foreldra og aðstandendafélag barna með sér- þarfir sem hafði knúið rösklega á um úrlausn við SLF og Hafnar- fjarðarbæ. Áður hafði Anna Sigríður unnið að þessu sem tilraunaverkefni hjá heilsugæslunni í Hafnarfirði og má segja að þar hafi kveikjan að þessu verið. Lengi var leitað að hentugu hús- næði en það fékkst loks á afar ákjósanlegan máta í íþróttahúsinu, þar sem húsvarsla og þrif eru sam- eiginleg með annarri starfsemi í húsinu. Aðgengið þarna er einkar gott og húsið mjög miðsvæðis. Vilmundur segir að ákveðið hafi verið að ráða starfsmenn með reynslu í útibúið. Þetta útibú verður til þess að SLF getur fullnýtt kvóta sinn í iðjuþjálfún en húsnæðið að Háaleitisbrautinni bauð ekki upp á það. Nú hefði rn.a.s. verið auglýst eftir iðjuþjálfa til viðbótar þeim sem fyrir væru. Þrátt fyrir það verður þörfinni ekki fullnægt, þar þarf meira til að koma. Vilmundur talar um 60 börn þarna, flest þeirra misþroska börn með sértæka erfiðleika, börnin sem mest urðu útundan áður, enda er SLF eini aðilinn sem þessum börnum sinnir, þó vissulega mætti meira vera. Vilmundur minnir þessu næst á þjónustu þá sem Öskjuhlíðarskóla er veitt, en ífá æfingastöð SLF fara 2 sjúkraþjálfarar og einn iðjuþjálfi í 3'/2 dag í viku hverri. Auðveldara er að fara á staðinn, fleiri sem þessa njóta, þó sumir nemendur hefðu örugglega komið á Háaleitisbrautina. Vilmundur segir frá því að Félags- þjónusta Akureyrar hafi beðið SLF að setja upp útibú nyrðra í iðjuþjálfun, það mál sé í athugun. Greininguográðgjöf sé unnt að sinna með fjarþjónustu, en önnur þjónusta kalli að sjálfsögðu á það að vera á staðnum. Ýmislegtfleira bar á góma hjá okkur Vilmundi m.a. sagði hann að í Kópavogi væri starf- andi iðjuþjálfi í leik- og grunnskólum, en ef þjónustu þar væri þörf, þá kæmi viðkomandi á æfingastöð SLF. En nóg sungið að sinni og héðan færðar hamingjuóskir góðar vegna aukinna umsvifa og útibúsins í Hafnarfirði. Þama er vissulega gott verk af hendi leyst til heilla fyrir svo marga. Helgi Seljan FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.