Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 49
skilnings og kynnast reynslu annarra. Þannig fundir verða væntanlega haldnir nú í lok mars og apríl. Ásamt leikfimi- og sundtímum fyrir mis- þroska börn hjá íþróttafélagi fatlaðra eru þessir fundir úrvalsfæri á að ræða málin, blása út og fræðast hvert af öðru. Þann 11. október fengum við Gylfa Jón Gylfason sálfræðing og kennara til að halda fyrirlestur um efnið Ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrest- ur, hvernig hjálpum við börnunum best? Gylfi hélt hörkugóðan fyrir- lestur og var mæting afar góð. Kristín vann góða samantekt um þennan fyr- irlestur í janúartölublaði íféttabréfs okkar. Af fréttabréfinu komu út þrjú tölu- blöð á árinu og er upplagið nú komið í 1.500 eintök. Einnig var gefið út nýtt og endurskoðað upplag af kynn- ingarbæklingnum Glímir barnið við.... Hann er reyndar líka að finna á netinu hjá netdoktor.is. Eirðarnámskeið fyrir foreldra var haldið um miðjan október í húsi ÖBI. Þar mættu óvenjufáir eða um 35 manns en námskeiðið var engu að síður vel heppnað faglega séð. I byrjun nýs árs fréttum við að Svanhildur Svavarsdóttir, talmeina- og boðskiptafræðingur og einhverfu- ráðgjafi, yrði á landinu í lok janúar og okkur tókst að fá hana til að halda fyrirlestur hjá félaginu í lok janúar. Hún vann lengi með misþroska börn áður en hún snéri sér í auknum mæli að einhverfum börnum og hvarf svo til náms og starfa í Bandaríkjunum. Á árinu fundaði stjórnin 9 sinnum og eru það alltaf góðir fundir. Þar er auðvitað lögð áhersla á starfsemi félagsins en ekki eru þeir síður góður vettvangur stjórnarfólks til umræðna og gagnkvæmrar fræðslu og á grund- velli þessa koma oft fram tillögur að umljöllunarefni á fyrirlestrum eða greinum í fréttabréfinu. Upplýsinga- og fræðsluþjónustan að Laugavegi 178, 2. hæð, er opin tvo tíma á dag alla virka daga tíu mánuði ársins og mikið er sótt þangað, bæði af foreldrum og fagfólki. Það er þó áberandi hvað foreldrar hringja frekar á meðan t.d. nemendur KHÍ eða leik- og grunnskólakennarar koma til að kynna sér bækur, mynd- bönd og annað efni. Félagið á t.d. mjög gott úrklippusafn sem hægt er að sækja mikinn fróðleik í. Alls hringdu eða komu í heimsókn á árinu hátt í 900 manns. FFMB er aðili að Öryrkjabandalagi íslands og sækir þangað bæði stuðn- ing og fræðslu. Stjórn félagsins hefur stutt ÖBI heils hugar í baráttu þess íyrir bættum kjörum öryrkja en óum- deilt er að mörg af börnum okkar falla um skamma eða langa hríð und- ir þá skilgreiningu. Nú á næstunni verður opnuð heima- síða félagsins. Gaman verður að sjá hvernig til tekst. Frá þessu verður nánar sagt í næsta fréttabréfi, auk þess sem heimasíðan verður væntan- lega vel kynnt í dagblöðum, í blaði ÖBÍ og víðar. Þar fæst góður vett- vangur til kynningar á félaginu og baráttumálum þess. Að lokum viljum við hvetja félaga okkar til að hafa samband við skrif- stofu félagsins og láta í sér heyra um hvaðeina það sem því finnst félagið geta gert, tillögur að fyrirlesurum og fleira. F.h. stjórnar FFMB, Matthías Kristiansen. Hlerað í hornum Bóndi nokkur tók klerk sinn tali á hörðu vori og sagðist halda að and- skotinn væri farinn að stjórna tíðar- farinu. Þá sagði klerkur með hægð: “Ja, ekki kæmi það mér á óvart, svo lengi er ég nú búinn að vara við honum”. Kona ein hljóp beint í fangið á presti einum og varð mikið um og hrópaði upp: “Ó, Jesús minn”. Þá sagði prestur: “Ekki er þetta nú hann, en við vinnum reyndar hjá sama fyrir- tæki”. Eiginmaðurinn var með afbrigðum nískur. Þegar eiginkonan keypti tvo happdrættismiða á basar varð hann alveg bálreiður og hvæsti: “Ertu vit- laus kona að kaupa tvo miða þegar það er bara einn aðalvinningur”. *** Það var á þeim tíma þegar Super Corega töflurnar voru sem vinsæl- astar, en þær notaði fólk með falskar tennur til að setja út í vatn á kvöldin og lét gómana liggja í glasinu yfir nóttina svo þær urðu skjannahvítar að morgni. Dóttir hjónanna á bænum var að reyna að sofna en móðirin kallaði sífellt til föðurins að það þyrfti að kaupa “kúrekatöflur”, því þær væru búnar. Þeirri litlu leiddist þetta og kallaði: “Mamma, mundu eftir að setja gómana í sitthvort glas- ið, svo þeir haldi ekki áfram að tala í alla nótt”. Tvær konur voru í stórverslun og það var mikil örtröð við kassana. Þær fóru að svipast um eftir kassa þar sem biðin væri minnst og allt í einu kallar önnur: “Komum hingað. Mér líst best á þennan”. Þegar þær komu svo að kassanum þá brosti maðurinn sem næstur var í röðinni fyrir framan breitt til þeirra sem kallað hafði og sagði: “Þetta er nú það fallegasta sem sagt hefur verið við mig í dag”. *** Maður einn illa til reika og grút- skítugur kom inn í anddyri hótels og spurði afgreiðslumanninn hvar hann gæti kastað af sér vatni. Afgreiðslu- maðurinn sagði: “Farðu þarna inn til hægri og þá eru þar dyr sem á stend- ur: Gentlemen og láttu svo bara eins og þú sjáir það ekki”. KÖNNUN Á HÖGUM BARNA MEÐ ATHYGLISBREST MEÐ OFVIRKNI í febrúar fékk nokkur hópur félaga í Foreldrafélagi misþroska barna með börn á ákveðnum aldri senda könnun sem er hluti af meistaraprófs- rannsókn Jónínu Sæmundsdóttur á aðstæðum foreldra barna með athyglisbrest / ofvirkni og stuðningi við þau. Margir foreldrar hafa brugðist vel við, fyllt út listann og sent til baka. Þeim eru færðar bestu þakkir fyrir þátttökuna. Það er mjög mikilvægt að sem flestir svari svo rannsóknin takist sem best. Ef einhver hefur enn ekki haft tækifæri til að svara listanum er sá hinn sami hvattur til að gera það sem fyrst og senda hann til baka. Ef spumingalistinn hefur glatast eða skemmst er hægt að hafa samband við skrifstofu Foreldrafélags misþroska barna og fá sendan nýjan lista. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.