Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 32
HVAÐ ER STAM? Frá foreldra- og barnafundinum á Akureyri í nóvember. Drengurinn á myndinni er með húfu sem á stendur www.stam.is. Flestir hafa kynnst stami barna eða fullorðinna og bera kennsl á þennan talgalla þeg- ar þeir heyra hann. Erfitt er að lýsa stami í fáum orðum því það er með ólíku móti eftir einstaklingum. Þegar þriggja og íjögurra ára börn byrja að stama er það ólíkt stami fullorðinna. Sumir stama oft, aðrir mikið og með miklum hreyfingum annarra líkams- hluta en talfæra, hér eftir kallaðar aukahreyfingar. Öðrum er stamið léttara og veldur þeim ekki miklum erfiðlcikum við tjáningu. Stam sumra er augljóst og heyrist vel. Aðrir hafa lag á að leyna því á ýmsan hátt en það getur háð þeim samt. Stam getur líka verið breyti- legt, á ýmsan hátt háð aðstæðum. Allt þetta veldur því að erfitt er að skilgreina stam nákvæmlega og lýsa þessum talgalla með fáum orðum. Hér á eftir verður gerð tilraun til þess. Aðaleinkenni stams Stam birtist í tali og skoðast því talgalli. Við köllum það stam þegar sá sem talar endurtekur hljóð, at- kvæði eða stutt orð. Það er einnig kallað stam þegar sá sem talar festist með talfærin í ákveðinni stöðu þannig að hljóð lengjast áberandi svo talið slitnar í sundur. Dæmi um endurtekningu: M-m-m-má ég -ég ko-ko-koma með. Dæmi um lengingu: M — á é------g k—oma m — eð þ—ér. Endurtekningarnar geta verið margar eða fáar. Lengingarnar geta líka verið mismunandi bæði hvað snertir lengd og stífni. Aukaeinkenni stams Þetta eru aðaleinkenni stams en hjá mörgum þróast ýmis aukaeinkenni. Þau geta verið aukahreyfingar og grettur, andköf og ýmis „brögð“ til að draga úr staminu, hætta við að tala eða reyna aftur. Hjá mörgum ber meira á þessu en sjálfum endur- tekningunum og lengingunum. Stam hefúr verið þekkt frá fornu fari og er líklega það talmein sem er þekktast og mest rannsakað. Jafnvel er talið að Egyptar hafi átt tákn yfir stam. Forn-Grikkir veltu stami fyrir sér og Aristoteles taldi (um það bil 350 f.Kr.) að stam stafaði af því að tungan fylgdi ekki þeim boðum sem hugurinn gaf. Á þessari öld hafa komið fram ýmsar kenningar um eðli stams og orsakir þess s.s. taugafræðilegar, sál- rænar og atferlisfræðilegar án þess þó að skýra þetta fyrirbæri til hlítar. Tíðni stams Erlendar rannsóknir benda til þess að algengi stams sé um 1% . Hins vegar hækkar tíðnitalan upp í 5% ef taldir eru með allir þeir sem hafa nokkru sinni stamað. Meðal ungra barna er þekkt að stamið lagist alger- lega eða að hluta og eru ástæður þess óþekktar. Talsverður munur er á tíðnitölum á slíku allt frá 34% en nýrri og áreiðanlegri rannsóknir sýna tíðnitölur á bata allt upp í 79%. Hjá mjög mörgum þessara bama hættir stamið áður en skólagöngu er náð og talið er að langflestir hafi hætt að stama þegar fúllorðinsaldri er náð. Meðal ungra barna er kynjabund- inn munur 2 drengir á móti einni stúlku en meðal fullorðinna eru 4-5 sinnum fleiri karlmenn sem stama en konur. Þetta bendir til þess að mun fleiri stúlkur hætti að stama en drengir. Meðal ffæðimanna eru get- gátur um að þessi kynjabundni munur geti verið tengdur arfgengi stams. fslenskar rannsóknir á tiðni stams eru fáar. Rannsókn byggð á spurningalista til kennara grunn- skólabarna bendir til að um 1% skólabarna stami og könnun sem var gerð meðal 165 leikskólabarna í Reykjavík sýndi að um 6% barnanna höfðu einhvern tíma hökt í lengri eða skemmri tíma en einungis um 1% barnanna stömuðu eða höktu alltaf. Stam í fjölskyldum Síðastliðin 70 ár hefur athygli manna beinst að því að stam liggi í ákveðnum ættum og þáttur erfða skoðaður í því sambandi. Fjöldinn allur af rannsóknum sýnir fram á að stam er ættgengt. Stam erfist ekki á einfaldan hátt og oft getur verið erfitt að sjá hvaða gen eru að verki og hvernig samspil um- hverfis og erfða er. Eitt eða fleiri gen geta verið að verki. Þau geta einnig verið samverkandi við önnur gen. Þessi grein er útdráttur úr efni af www.stam.is sem Jóhanna Einars- dóttir hefur skrifað. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.