Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Síða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Síða 13
GEIR HAARDE Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. lega aðgengileg né skýr. Kom fram í greinargerð með frumvarpi að lögunum, að þetta ákvæði væri í anda almannatrygg- ingalaga frá upphafi, svo og samkvæmt gagnkvæmri framfærsluskyldu hjóna. Nánar segir í greinargerð- inni að tekjur hjóna og sam- búðarfólks séu ætíð lagðar saman og þeim deilt til helminga, en það sé regla sem lúti að gagnkvæmri framfærsluskyldu hjóna og sé yfirfærð á sambúðarfólk eins og gerist annars staðar í almannatryggingalögun- um. Séu báðir sambúðar- aðilar lífeyrisþegar, njóti tekjuaflandi lífeyrisþeginn einnig frítekjumarks maka síns. Ef einungis annar aðila í sambúð sé lífeyris- þegi njóti hann 50% hærra ffítekjumarks en einhleypur vegna maka síns. Ef vinn- andi maki sé ekki lífeyris- þegi njóti hann með hærri tekjum aukins yfirfæran- GUÐNI ÁGÚSTSSON Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. legs skattfrádráttar eftir því sem bætur lífeyrisþegans skerðast. Þannig séu skerð- ingar fjölskyldutekna í heild mun minni en ætla mætti af skerðingu bótanna eingöngu vegna maka. I nefndaráliti meirihluta heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis kemur fram að í nýrri 17. gr. felist skýr lagastoð fyrir þeirri meðferð tekna hjóna sem tíðkast hafi um áratuga skeið og jafnframt sé lögð áhersla á að í þessum breytingum felist engin efnisbreyting heldur skulu tekjur hjóna, sem bæði njóta lífeyris, metnar sameiginlega og ef aðeins annað hjóna njóti GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. lífeyris skuli helmingur samanlagðra tekna þeirra teljast tekjur lífeyrisþegans. I skýrslu um stöðu, aðbún- að og kjör öryrkja, sem forsætisráðherra lagði fyrir Alþingi á 123. löggjafar- þingi 1998-1999 kom ffarn, að á þeim rúmlega aldar- fjórðungi sem liðinn væri síðan tekjutryggingin var lögfest hefðu orðið geysi- legar breytingar á lífeyris- kerfi landsmanna, þar sem hinum almennu lífeyris- sjóðum hefði vaxið fiskur um hrygg. Tekjutryggingin hefði verið hugsuð sem tímabundið úrræði, sem smám saman viki fyrir greiðslum úr lifeyrissjóðum eftir því sem þeir efldust, en það ætti sérstaklega við um ellilífeyri. II. Ágreiningur málsaðila snýst annars vegar um það, hvort aðaláfrýjandi hafi haft lagaheimild frá 1. janúar 1994 til 31. desem- ber 1998 til að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap vegna tekna maka, sem ekki var lífeyrisþegi, með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna örorkulífeyrisþegans, og hins vegar um það, hvort slík skerðing hafi verið heimil eftir að hún hafði verið lögfest 1. janúar 1999. Aðaláfrýjandi telur, að sú framkvæmd, sem verið hefur á útreikningi tekjutryggingar, hafi stuðst við nægilega lagaheimild bæði fyrir og eftir 1. janúar 1999 og brjóti ekki í bága við stjórnarskrá lýðveld- isins íslands nr. 33/1944 eða alþjóðasamninga um mannréttindi, sem ísland er aðili að. Gagnáfrýjandi tel- ur, að í lögum nr. 117/1993 hafi ekki verið heimild til setningar reglna um skerð- ingu tekjutryggingar, og jafnframt að slíkar skerð- ingar séu í andstöðu við stjórnarskrárvarin réttindi öryrkja. III. Eins og reifað er hér að framan má rekja upphaf tekjutryggingar til setningar laga nr. 67/1971 um al- mannatryggingar. Tekju- trygging örorkulífeyrisþega hefur jafnan sætt skerðingu, ef tekjur maka hans, sem ekki var jafnframt bótaþegi, hafa farið yfir ákveðið mark. Svo sem fram er komið var ekki heimild í 17. gr. laganr. 117/1993 til handa ráðherra til að setja reglugerð um framkvæmd lífeyrishækkunar, eins og verið hafði í 3. mgr. 19. gr. laga nr. 67/1971. Hvorki í 17. gr. né 18. gr. laga nr. 117/1993 er heldur að finna annars konar heimild til setningar reglugerðar um skerðingu þá, sem hér um GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Greiddi atkvæði með áframhaldandi skerðingu. ræðir, en í 66. gr. laganna er aðeins almenn reglugerðar- heimild. Með vísan til forsendna héraðsdóms er því fallist á, að ekki hafi verið nægjan- leg heimild í lögum nr. 117/1993 fyrir ráðherra til að setja reglugerð, sem skerti tilkall bótaþega til fullrar tekjutryggingar. Eins og kröfugerð er háttað verður ekki tekin afstaða til gildis reglugerðar nr. 351/1977 frá gildistöku laga nr. 117/1993, þar til reglugerð nr. 485/1995 var sett. Þótt ljóst virðist af gögnum málsins, að það hafi ekki verið ætlun lög- gjafans að breyta þeirri framkvæmd, sem verið hafði frá því að tekju- tryggingarákvæðið kom fyrst í lög nr. 67/1971, verður hins vegar að gera þá kröfu til hans, að lög geymi skýr og ótvíræð ákvæði um þá skerðingu greiðslna úr sjóðum al- GUNNAR BIRGISSON Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.