Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 34
Útskrift nemenda í Hringsjá 19. des. 2000. Unnur Millý Georgsdóttir flytur ávarp fyrir hönd nemenda. Utskrift frá Hringsjá Eins og alltaf áður var það hin hátíðlegasta stund er útskrift fór fram frá Hringsjá 19. des. sl. Er einstaklega ánægjulegt að sjá hverju sinni fyrrum nemendur skól- ans mæta til slíkrar athafnar. Það var Guðrún Hannesdóttir skóla- stjóri sem flutti útskriftarræðuna, hugnæma og þrungna hlýju eins og alltaf. Hún minnti á það að þótt milt hefði verið og stillt tíðarfarið þá hefði engin lognmolla ríkt í Hringsjá og nú komin uppskeruhátíð mitt í svartasta skammdeginu. Allt hefði með hefðbundnum hætti verið en bað menn líta á nýja merkingu hússins svo og sagði hún frá bættri aðstöðu í bókasafni sem hefði sannarlega kom- ið nemendum til góða. Nú luku 36 nemendur haustönninni, átjándi hópurinn frá Hringsjá væri nú að útskrifast. Alls hefðu þá 188 út- skrifast eftir tilskilið nám og 258 lokið a.m.k. einni önn. En biðlistinn væri langur, 60 umsækjendur nú og gífurleg ásókn í námskeiðin. Samt hefðu 16 námskeiðshópar verið teknir inn á árinu þar af tveir í sérlegri samvinnu við Blindrafélagið - alls 100 nemendur. Það eru þjónustu- samningar við félagsmálaráðuneyti og Tryggingastofnun ríkisins sem gjörðu þetta umfang starfseminnar kleift og einnig kæmi til styrkur Öryrkjabandalagsins sem hefði gjört 3 námskeið möguleg. Guðrún gat um þá staðreynd að æ fleiri nýttu sér Hringsjá sem væru á endurhæfingar- lífeyri. Hún vitnaði í nýja bók Péturs Gunnarssonar um drauma og veruleika, hér yrðu draumar að veru- leika. Mikilvægt væri að bera ábyrgð á eigin lífi - þá ábyrgð hefðu nem- endur axlað, yrðu stöðugt færari, efldu anda sinn, en erfiðislaust væri það ekki. Minnti á boðskap jólanna um frelsi, von og trú - trú á framtíðina, trú á draumana. “Látið bjartsýni ráða ferð, draumana vísa ykkur veg”. Afhenti svo nemum l.annar skír- teini sín, þau hefðu verið ákaflega dugleg og vinnusöm og sótt vel í sig veðrið, aðalatriðið væri í öllu námi fullvissa þess að hafa lagt sig fram. Alls luku 12 fyrstu önn. Þá var komið að nemendum ann- arrar annar, sem nú verða leiðtogar á næstu önn. Þau hefðu aldrei gefist upp heldur haldið vondjörf áfram, 10 luku önninni og svo tveir í hlutanámi. Útskriftaraðalinn ávarpaði Guðrún svo síðast, sundurleitur og hæfileika- ríkur hópur sem gengi nú á vit draums og veruleika til hinna ýmsu verka. Margs konar myndir liðu um hug: vinnusemi, dugnaður, þroski, afrakstur myndlistarnáms á veggjum, Fréttaþjálfinn væri kominn á netið o.s.frv. Nú leystu þau landfestar, tækjust á við allt þetta ótrúlega sem ættað væri úr draumi. Hugheilar framtíðaróskir þeim fluttar. Alls útskrifuðust 12 nú og Guðrún kvaddi þau með orðunum: Þið eigið okkur áfram að. Stjórnarformaður Hringsjár, Ólafur H. Sigurjónsson, flutti ávarp og heillaóskir Öryrkjabandalags íslands og færði útskriftarnemum að gjöf vandaða bók. Unnur Millý Georgs- dóttir flutti svo ávarp f.h. útskriftar- aðals sem birt er hér í blaðinu. Axel Björnsson þakkaði fyrir hönd fyrstu annar nema og færði ásamt fé- lögum sínum útskriftaraðli öllum hin fegurstu blóm. Hörður Hólm Ólafsson sem var á annarri önn færði kennurum gjöf og Halldóra færði þeim blómvönd. Þá kallaði Guðrún Hannesdóttir Helga Seljan upp, þakkaði honum gott sam- starf sem liðsinni og færði honum fagra skreytingu í þakkarskyni. Helgi árnaði Hringsjá allra heilla. Guðrún sleit svo þessari athöfn með heillaóskum hlýjum og þökkum fyrir vermandi samstarf. Fólk gæddi sér svo á gómsætum veitingum og gladd- ist yfir áföngum góðum. Helgi Seljan. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.