Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 27
Stefán Baldursson. Nýtt glerauga mátað. andi í erfðum, en hann lýsist. Sem dæmi get ég sagt þér að ég er með blágrá augu. Konan mín er frá Philipseyjum og er með dökkbrún augu eins og flestir þar. Brúni liturinn í augum dóttur okkar er hins vegar miklu ljósari. Gerviaugun gagntóku huga minn - Segðu okkur aðeins frá upp runa þínum. Ég fæddist í Reykjavík árið 1952 og ólst þar upp. Sem betur fer var ég í sveit á sumrin - alltaf á sama bænum, Svínadal í Skaftártungu. Ég er með Svínadal á heilanum síðan svona svipað og Þórbergur var með Hala í Suðursveit á heilanum. Konan mín hefur stundum sagt að ég hefði átt að verða bóndi því að mér líður aldrei betur en þegar ég er að vinna í garð- inum. En svo að við víkjum aftur að upp- vextinum lauk ég gagnfræðaprófi og lærði síðan að verða sjúkraliði. Ég vann á Kleppsspítalanum í í 10 ár. Þá langaði mig að breyta til og fór til Færeyja. Þar vann ég í hálft annað ár. Þegar ég kom heim aftur hafði ég hug á að starfa einhvers staðar annars staðar en á geðdeild og sótti um á augndeildinni á Landakoti. Það tókst. Þá vildi svo til að einn vinur minn hafði nýlega fengið gerviauga. Það pirraði hann svo að hann gat ekki notað það. Ég spurði því lækni á Landakoti hvort hann vissi hvað hægt væri að gera við gerviaugu sem yllu mönnum óþægindum. Hann sagði að ég skyldi spyrja enskan augnsmið að þessu, en hann var þá staddur hér á landi til þess að búa til gerviaugu. Síðan horfði hann á mig og sagði að nú væru menn að leita að íslendingi sem vildi fara til Lundúna og læra þessa iðn, augnsmíði. Svipurinn sem kom á mig var víst þannig að hann spurði hvort hann hefði vakið ein- hvern áhuga hjá mér. En þá vissi ég að þetta var það sem ég vildi læra; áhuginn kviknaði hreinlega á sek- úndubroti. Ég gat varla beðið eftir því að vakt- inni lyki. Þá hjólaði ég eins hratt og ég gat upp í hús Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, en þar bjó þá augn- smiðurinn. Eftir að við höfðum talast við vann ég að því hörðum höndum að fá menn til að trúa því að ég væri rétti maðurinn í þetta starf. Það tókst og árið 1985 var ég sendur til Lundúna og vann á Moorfields-augn- sjúkrahúsinu. Það er elsta, frægasta og líklega stærsta augnsjúkrahús í heimi, risabygging, og ekkert með- höndlað þarna annað en augnsjúk- dómar. Á sama svæði er stofnun sem nefnist Institute of Optalmology og eins og nafnið bendir til eru þar gerðar alls konar rannsóknir á augum og augnsjúkdómum. Ég var svo heppinn að meistari minn í augnsmíði var einn þeirra sem voru upphafsmenn þess að farið var að smíða augu úr akríl. Það hófst í seinna stríðinu. Áður höfðu menn notað gler og höfðu gert í rúm 300 ár. Feneyingar smíðuðu fyrstir gervi- augu úr gleri enda stóðu þeir fram- arlega og gera sjálfsagt enn í gler- listinni. Um miðja 19. öld urðu Þjóð- verjar ráðandi í þessari iðngrein. Til gerviaugnasmíði þarf mjög sérstakt gler. Það verður að vera alveg blý- laust. Þeir þekktu einir formúluna sem lá á bak við framleiðslu þess og í stríðinu gátu hvorki Bretar né Bandaríkjamenn fengið slíkt gler frá Þýskalandi. Þörfin hafði hins vegar sjaldan verið meiri. Þegar sprengja springur rignir alls konar brotum og drasli yfir fólk og algengt er að menn hljóti augnskaða. Á þessum tíma höfðu menn fundið upp akríl-efnið og datt þá í hug hvort ekki mætti nota það til þess að smíða gerviaugu. Það tókst með þeim ágæt- um að ekki varð aftur snúið. Stöðugt fleiri vilja nú nota akríl í stað glers. Þetta á bæði við um augnþega, lækna og heilbrigðiskerfið í þeim löndum þar sem hið opinbera greiðir fyrir þessa þjónustu. Gerviaugu úr akríl endast mun lengur en augu úr gleri og eru því ódýrari. Einn af hverjum þúsund þarf gerviaugu Ég er sá eini sem hef búið til gervi- augu hér á landi síðastliðin 15 ár. Það eru um 260 einstaklingar sem þurfa á gerviaugum að halda eða um einn af hverjum þúsund. Þetta virðist vera sama hlutfall og annars staðar þar sem stríðsástand ríkir ekki. Ég bý til um 50 - 60 gerviaugu á ári og þá eru meðtalin börnin en hjá þeim þarf að skipta oftar um augu en hjá fullorðnu fólki. Þetta er því um 5 ára meðal- ending. í Danmörku er því hins vegar haldið fram að meðalending á gervi- augum úr gleri sé um 18 mánuðir. Á meðan gerviaugu voru smíðuð úr gleri handa Islendingum voru þau látin duga í þrjú ár. Þetta hefði ekki þótt góð latína í Danmörku. Danir skipta gjarnan um gerviaugu úr gleri á árs fresti og fá urn það bréf frá þýskum gerviaugnasmiðum sem sjá um þetta þar. Því er haldið fram að nauðsynlegt sé að eiga varaaugu því að algengt er að gler-gerviaugun brotni. í byrjun var langur biðlisti. Þar að FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.