Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 41
Hvaða breytinga er þörf í hverfisskólum? Kannað var hvað þyrfti að breytast í hverfisskóla barns til að það geti stundað nám þar. Foreldrar töldu að til þess að börn gætu stundað nám í heimaskóla væri nauðsynlegt að auka sérhæfða þekkingu kennara og starfs- fólks, breyta þyrfti viðhorfum til fatl- aðra innan skólanna jafnframt því sem efla þyrfti tilboð um skóladag- vist til barnanna. Athygli vekur að um 20 foreldrar af þeim 68 sem tóku þátt í könnuninni eða tæp 30% höfðu óskað sérstaklega eftir því að börn þeirra fengju skólatilboð í heima- skóla en ekki fengið. Almenn ánægja Foreldrar sem svöruðu könnuninni voru almennt ánægðir með þá þjón- ustu sem sérskólarnir veittu og töldu að börnunum liði vel í skólanum. Meirihluti foreldra sagði jafnframt að þeir myndu velja sérskóla ef þeir ættu að velja skólaúrræði í dag. Það er því mikilvægt að sérskólar séu fyrir hendi og veiti þá þjónustu sem þeir gera. Of fá skólaúrræði Ljóst er af niðurstöðum þessarar könnunar að foreldrar voru óánægðir með hversu fá skólaúrræði voru í boði þó svo að þeir hafi verið ánægðir með það úrræði sem valið var að lokum. Flestir foreldrar töldu sig ekki hafa fengið kynningu á mis- munandi skólaúrræðum og yfirleitt var aðeins eitt skólaúrræði í boði. Þetta bendir til að styrkja þurfi fleiri úrræði og kynna þau vel fyrir for- eldrum. Niðurstöður benda til að ráðlegg- ingar sérfræðinga hafi mikil áhrif þegar kemur að vali foreldra á skóla- úrræði. Samkvæmt 37. grein grunn- skólalaga eiga foreldrar rétt á því að geta valið milli heimaskóla og sér- skóla og það er ótvírætt að barni verður ekki gert að sækja sérskóla nema með samþykki og vilja for- eldra/forráðamanna. Mikilvægt er því að sérfræðingar reyni að veita foreldrum hlutlausa ráðgjöf út frá rétti þeirra til að velja milli sérskóla og heimaskóla og virði þennan rétt. Helgi Hróðmarsson Jórunn Sörensen: ÞRJÚ LJÓÐ - DEILD 13b rólegt á deildinni manneskjur undir rauðum og bláum teppum blóðið streymir eftir slöngunum inn í gervinýrað til baka inn í líkamann aftur og aftur manneskjur sofa lesa eða stara sljóum augum á þöglan sjónvarpsskjá það er rólegt á deildinni það er búið að tengja hjúkkurnar standa í hnapp og blaðra um kjörin og vaktaskiptin fá lánuð kjaftablöðin með nýjustu myndunum af Dorrit og Ólafí af borðum þeirra sem liggja með nálar í æðum ég lifi í tveimur heimum góðum heimi og vondum heimi í þeim góða er ég frjáls örugg þar skipta óskir mínar máli stend jafnfætis samferðamönnum mínum í þeim vonda er ég bundin hrædd ofurseld fræðum og tækni þar sem ég ligg horfa samferðamenn mínir niður á mig en þar er lífi mínu bjargað Jórunn Sörensen hefur gefið út eina ljóðabók Janus2 Ljóð eftir hana hafa einnig birst í tímaritum og safn- ritum. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.