Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 9
hvers þingmanns að kynna sér mál
áður en hann tekur afstöðu, sem
honum ber síðan að gera samkvæmt
samvisku sinni, og henni einni.
Til dæmis um vinnubrögð þing-
meirihlutans má nefna álit meirihluta
heilbrigðis- og trygginganefndar. Þar
er svofelld ályktun dregin af munn-
legu samtali við Eirík Tómasson:
“í máli Eiríks Tómassonar kom
fram að það væri meginregla að túlka
bæri viðurkenningardóma sem
kvæðu á um valdmörk löggjafar-
valdsins þröngt, sem felur í sér að
nota eigi þá skýringarleið sem hefur
minnstar skerðingar á valdheimild-
um löggjafans í för með sér. I þessu
tilviki sé því réttast að túlka dóminn
þannig að hann feli ekki í sér algert
bann við tekjutengingu tekjutrygg-
ingar við tekjur maka, enda gefur
dómurinn ekki skýrt til kynna að svo
sé.” (!)
Hér virðist það ekki einu sinni
hvarfla að hinum nýdæmdu mann-
réttindabrjótum að leyfa öryrkjum þó
ekki væri annað en að njóta þess vafa
sem brotamennirnir eru þó sjálfir
sammála um að uppi sé. Hvar í
grannlöndum okkar skyldu brotleg
og dæmd stjórnvöld láta sér hug-
kvæmast að hafa í frammi slíka
háttsemi gagnvart brotaþolum? Hvar
annars staðar myndu stjórnvöld taka
peninga ófrjálsri hendi, draga málið
á langinn og bera loks fyrir sig
fyrningu - beita tekjulægstu ein-
staklinga samfélagsins eignaupp-
töku, gera ný skerðingaákvæði
afturvirk og finna um leið upp á
sérstökum hefndaraðgerðum til að
bregða fæti fyrir þá sem njóta áttu
góðs af dómi Hæstaréttar? En hér er
að sjálfsögðu verið að vísa til þeirrar
67% skerðingar fyrir skatt sem nú á
að beita gegn öryrkjum í hjúskap og
jafngildir í raun hreinu atvinnubanni.
Svo níðingsleg er þessi réttar-
skerðing ríkisstjórnarinnar - réttar-
brot sem bitnar nær eingöngu á fotl-
uðum konum - að óhjákvæmilegt er
að Öryrkjabandalagið láti hnekkja
því fyrir dómstólum jafnhliða öðrum
þeim kærum sem stjórnvöld hafa nú
gert bandalaginu að bera undir dóm-
stóla, þennan líka skemmtilega sam-
skipta- og samráðsvettvang.
Loföró heilbrigöisráðherra
Útilokað er að skiljast við þetta mál
án þess að getið sé hlutdeildar heil-
brigðis- og tryggingaráðherra, Ingi-
bjargar Pálmadóttur, sem á sínum
tíma gaf út hina ólöglegu reglugerð,
mælti síðan fyrir því að mannrétt-
indabrotið yrði lögfest, og kom nú í
þriðja sinn, í janúar s.l., til að mæla
fyrir áffamhaldandi skerðingu vegna
tekna maka.
Á ársfundi Tryggingastofnunar rík-
isins 25. september 1998, rúmu hálfu
ári fyrir þingkosningar, sagði Ingi-
björg að sér væru málefni öryrkja
ofarlega í huga, “einkum sú stað-
reynd að tekjur maka skerða bætur
öryrkja.” Þegar hún hafði lýst and-
stöðu við þetta, sagt málið snúast um
réttlæti og siðferði, sagði hún: “En
ég ætla að leysa þetta mál þó í
áfongum verði, og fyrsti áfanginn
verður tekinn á næsta þingi.”
í fréttaviðtali þennan sama dag
kvaðst ráðherra ekki tilbúinn til að
svara því hversu stórt skref yrði tekið
þegar á því haustþingi sem framund-
an var. Sagðist hún fyrst vilja fá
tækifæri til að kynna það forsvars-
mönnum Öryrkjabandalagsins. Að
loknu viðtalinu við ráðherrann upp-
lýsti fréttamaðurinn nákvæmlega
það sama og við höfðum heyrt ráð-
herrann segja fyrr um daginn: “Af-
nám tekjutengingarinnar verður gert
í áföngum og fyrsta skrefið verður
tekið á Alþingi í haust.”
í blaðaviðtali nokkrum dögum síðar
er Ingibjörg Pálmadóttir enn spurð
hvaða breytingar eigi að fara að gera
á almannatryggingakerfinu. Þar end-
urtekur hún: “Stærsta breytingin er
að tekjur maka skerði ekki bætur
öryrkja.”
Þegar á haustþinginu 1998 vöknuðu
grunsemdir um að ekki væri ætlunin
að afnema umrædda skerðingu, held-
ur einungis að draga úr henni og fá
hana um leið lögfesta - nota lítils
háttar réttarbót til að lögfesta alvar-
legt brot á mannréttindum öryrkja.
Af því tilefni spurði Steingrímur J.
Sigfússon: “Hvenær er áætlað að
afnám skerðingar bóta til öryrkja
vegna tekna maka, samanber yfir-
lýsingu ráðherra á ársfundi Trygg-
ingastofnunar ríkisins, komi til
framkvæmda?” Og þingmaðurinn
spurði: “Koma þessar breytingar til
framkvæmda fyrir kosningar eða á
að vísa því inn í framtíðina?
Svik framsóknar
Þótt ráðherra segðist myndu standa
við fyrri orð sín og verið væri að
ljúka við útfærslu þessara breytinga,
þóttu svörin alls ekki til þess fallin
að slá á þann grun að ekki væri
ætlunin að afgreiða málið að fullu.
Össur Skarphéðinsson þóttist greina
að ekki væri ætlunin að afgreiða
málið fyrir kosningar. Hann sagði:
“Yfirlýsing hæstvirts heilbrigðis-
ráðherra fannst mér ekki vera neitt
annað en ómerkilegt kosningabragð.
Hæstvirtur ráðherra hefúr lýst því
yfir gagnvart öryrkjum að þessu
umdeilda ákvæði verði breytt. En
hvenær á að breyta því? Hún ætlar að
breyta því eftir kosningar.” I lok máls
síns sagði hann um heilbrigðis-
ráðherra: “Hún verður að segja okk-
ur hvað þetta skref á að vera stórt og
hvenær á að ljúka verkinu.”
I lokasvari sínu sagði heilbrigðis-
ráðherra: “Þetta er áralangt óréttlæti
sem við erum að takast á við og
breyta og ég held að þingheimur ætti
að halda ró sinni á meðan. En af því
að háttvirtir þingmenn tala um að
þetta sé eitthvað í langri framtíð og
eftir kosningar þá sagði ég áðan í
ræðu minni og endurtek að þetta
málefni verður afgreitt í kringum
áramót.”
Nú eru þrenn áramót að baki,
helmingur liðinn af nýju kjörtímabili
og alþjóð fengið að sjá efndir
ráðherrans - áframhaldandi skerð-
ingu, afturvirkni, eignaupptöku og
sérstakar refsiaðgerðir gegn þeim
konum sem njóta áttu góðs af dómi
Hæstaréttar. Ekki verður undan því
vikist að Ingibjörg Pálmadóttir geri
þjóðinni grein fyrir því hverjum hún
ætlar að standa við fyrirheit ráðherr-
ans sem tilkynnti hátíðlega: “En ég
ætla að leysa þetta mál” og “stærsta
breytingin er að tekjur maka skerði
ekki bætur öryrkja.”
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa
Öryrkjabandalagsins að heilbrigðis-
ráðherra biðjist opinberlega afsök-
unar á þeim vanefndum sem hér hafa
verið raktar, að ekki sé minnst á
fyrirheitið um “fólk í fyrirrúmi” og
þau lífskjör sem hún og samflokks-
menn hennar búa öryrkjum í einu
ríkasta landi veraldar.
Garðar Sverrisson
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ ABANDALAGSINS
9