Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 7
DAVÍÐ ODDSSON maka. Á þetta hljótum við öll að geta fallist. Játningar Jóns Steinars Það er ekki nóg með að minnihluti Hæstaréttar staðfesti raunverulegt innihald dómsins. Svo skemmtilega vill nefnilega til að mitt í öllu málæði sínu hefur sjálfum yfirdómara réttar- ríkisins íslands, Jóni Steinari Gunn- laugssyni, orðið það á að viðurkenna berum orðum að þrátt fyrir skýrslu- afglöp sín skilur hann til hlítar hvað raunverulega fólst í dómi Hæsta- réttar. Eftir útkomu skýrslunnar er hann í viðtali við Helgarblað Dags og segir: “En það getur ekki verið hlutverk dómstóla að ákveða að ekki eigi að miða svona styrki við tekjur maka. Það er þetta sem ég hef gagn- rýnt við þennan dóm.” Sömu helgina er einnig birt viðtal við Jón Steinar í Helgarblaði DV. Þar segir hann að Hæstiréttur hafi gengið lengra en heimilt geti talist og bætir við: “Það verða til mikil vandamál þegar dómstólar taka að móta reglur sem á undir löggjafann að setja.” í þessum viðtölum er Jón Steinar að viðurkenna að Hæstiréttur hafi ekki aðeins ákveðið “að ekki eigi að miða svona styrki við tekjur maka,” heldur hafi hann einnig mótað reglu. Hæstiréttur hafi m.ö.o. ekki verið að fela skósveinum forsætisráðherra að móta nýjar skerðingareglur. Ef slíkt hefði verið niðurstaða Hæstaréttar hefði hann haft margvísleg ráð til að koma því skýrt á framfæri í texta sínum. Forsœtisráðherra úr skápnum Þótt viðurkenning nefndarfor- JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON mannsins segi vissulega sina sögu um heiðarleika stjórnvalda í þessu máli er einnig athyglisvert að lesa það sem hrekkur af vörum forsætis- ráðherra í nýlegu viðtali við tímaritið Mannlíf. I miðri gagnrýni sinni á stjórnarandstöðuna verður honum á að gera opinbera þá skapraun sem honum er að dómi Hæstaréttar og því að þingmeirihlutinn skuli í raun hafa misst ákvörðunarvald um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka. Orðrétt segir forsætisráðherra: “Ég hélt að þetta fólk ætlaði sér einhvern tíma að komast í meirihluta og láta lýðræðið njóta sín, en það hugsar bara um næstu fimm mínútur og fréttirnar um kvöldið. Menn fagna þegar Hæstiréttur setur lög. Vill þetta fólk að dómstóll setji lög í stað þingsins?” Skýrar er varla hægt að viðurkenna að með dómi sínum tók Hæstiréttur ákvarðanavald af þeim meirihluta sem forsætisráðherra ræður fyrir og gerst hefur sekur um alvarleg lög- brot, ólöglega reglugerð og brot á tveim mannréttindaákvæðum stjórn- arskrárinnar. I vanmáttugri reiði beina hinir dæmdu spjótum sínum að dómsvaldinu, sem eins og nafnið ber með sér er ætlað að fara með ákveðið vald í stjórnskipan okkar. En svo lengi hafa fyrirsvarsmenn fram- kvæmdavaldsins fengið að ráða því sem þeir hafa viljað ráða að það vekur þeim ekki einungis ólund, heldur særir það stolt þeirra og sjálfs- mynd að þessi þriðji valdþáttur, dómsvaldið, skuli voga sér að beita valdi sínu þvert á þeirra pólitíska vilja. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra misboöið Þetta sjónarmið kemur til viðbótar afar opinskátt fram í helgarviðtali Dags við formann Framsóknar- flokksins þann 20. janúar s.l. Þar talar hann eins og svefndrukkinn maður sem ráfar um í stjórnskipu- legu tómarúmi og tekur að bolla- leggja um það hverju honum finnst að hann eigi að ráða og hverju dóm- stólarnir megi ráða. í þessu afhjúp- andi viðtali segir formaður Fram- sóknarflokksins orðrétt: “Alþingi má ekki afsala til dóm- stóla því hlutverki sem það hefur til að jafna kjör borgaranna. Ég tel það vera meginhlutverk mitt sem stjórn- málamanns að vinna að því að jafna kjör fólksins í landinu og þegar stjórnmálamenn hafa ekki lengur það vald að mestu óskert þá hef ég lítið að gera í pólitík.” Að viðbættum þeim játningum sem fyrir liggja af hálfu Jóns Steinars er einkar upplýsandi að fá það svart á hvítu að forystumönnum lögbrjót- anna skuli ekki vera mest skapraun að sjálffi dómsniðurstöðunni, heldur skuli þeim svíða sárast að frá þeim skuli hafa verið tekið vald - vald til “að jafna kjörin” eins og formaður Framsóknarflokksins kýs að kalla það. í almennum sakamálum getur það reynst þrautinni þyngra að fá hina brotlegu til að viðurkenna sekt sína og játa. í þessu máli höfum við á hinn bóginn átt því láni að fagna að hinir seku hafa, án þess að ætla sér það beinlínis, reynst samvinnuþýðari en ýmsir minniháttar brotamenn kynnu að hafa reynst, og ræður þar SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.