Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 42
CHRISSIE WOOLCOCK COLLINS - IN MEMORIAM 1. Látin er í Turlock í Bandaríkjunum Chrissie Woolcock Collins, annar stofnenda MedicAIert. Hún lést þann 8. janúar s.l. níutíu og ijögurra ára að aldri. Tilgangur MedicAlert er að starf- rækja aðvörunarkerfi fyrir sjúklinga með alvarlega sjúkdóma, sem af ein- hverjum ástæðum geta veikst þannig að þeir eru ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum og eiga þar af leiðandi á hættu að fá ranga meðferð með alvarlegum afleiðingum eða að rétt meðferð dregst úr hömlu. MedicAlert stofnunin er í farar- broddi á sviði neyðarupplýsinga fyrir einstaklinga á alþjóðavettvangi og eru félagar sem þjónustu stofnunarinnar njóta um það bil 4 milljónir. Stofnunin er ein af stærstu samtökum heims sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hef- ur starfsemin styrkt lífsbjargarmögu- leika félaga í nærri 45 ár en stór hluti þeirra sem merkið bera er með þess háttar sjúkdóma að upp geta komið til- vik þar sem þeir eru ófærir um að tjá sig sökum meðvitundarleysis. MedicAIert á íslandi er sjálfseign- arstofnun stofnuð í janúar 1985 til þess að stuðla að bættu öryggi í með- ferð sjúklinga í neyðartilfellum. Aðildarfélög að stofnuninni eru nú Blæðingasjúkdómafélag Islands, Gigtarfélag íslands, Hjarta- og æða- verndarfélag Reykjavíkur, Landssam- tök hjartasjúklinga, Lionshreyfingin á íslandi, Migrenisamtökin, Samband íslenskra brjóstholssjúklinga SÍBS, Samtök sykursjúkra, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra., Félag að- standenda alzheimerssjúklinga og Laufið, félag flogaveikra. Félagar eru á þriðja þúsund. Umsjón með daglegum rekstri MedicAlert á Islandi hefur Lions- skrifstofan í Reykjavík. Hún tekur við umsóknum um merki og annast skrán- ingu á grundvelli upplýsinga sem merkisberi og læknir hans hefur látið í té á sérstöku umsóknareyðublaði. 2. Þeir sem gerast félagar í MedicAlert ganga með smá skjöld eða merki á sér, ýmist um úlnlið eða háls. A merkið er grafið símanúmer vaktstöðvar á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi þar sem samstundis eru í neyðartilfellum gefn- ar upplýsingar um nafn, sjúkdóm, lyf, aðstandendur og lækna merkisbera á grundvelli númers sjúklings í skrá vaktstöðvarinnar sem einnig er grafið á merkið. Einnig fær merkisberinn Chrissie Woolcock Collins. spjald í bankakortsstærð, með hluta fyrrnefndra upplýsinga, til að hafa í veski sínu. Chrissie Collins fæddist 30. júlí, 1906 á Isle of Man. Fjölskyldan flutti til Turlock í Kaliforníu 1912 þar sem Chrissie stundaði meðal annars tónlist- arnám við University of the Pacific en þaðan útskrifaðist hún 1928. Arið eftir giftist hún Marion Carter Collins, sem hún hafði kynnst í skóla. En hann varð síðan starfandi læknir í Turlock. Það var svo árið 1953, þegar Chrissie og Marion voru í fríi, að Linda dóttir þeirra skar sig í fingur. Það var farið með hana á Lillian Collins spítalann í Turlock þar sem frændi hennar, Dr. James Collins, skoðaði sárið og gaf henni stífkrampasprautu sem í ljós kom að hún var með ofnæmi fyrir. Mátti litlu muna að illa færi og varð að gera sérstakar ráðstafanir til að hún héldi lífi. Foreldrarnir létu þetta sér að kenn- ingu verða og hófu grundvöllinn að fyrstu stofnuninni og þeirri sem öðlast hefur mesta viðurkenningu neyðar- upplýsingaþjónustustofnana, Medic- Alert Foundation. Þau gerðu sér grein fyrir því hversu nauðsynlegt það væri fyrir svo ótal marga að þeir hefðu á sér neyðarupplýsingar um sjúkdóm sinn. Eftir miklar vangaveltur útbjuggu hjónin saman armbandsmerki sem ver- ið hefur svo til óbreytt frá upphafi - með alþjóðamerki læknavísindanna á annarri hlið ásamt orðunum “MEDIC ALERT” en á hinni hliðinni upp- lýsingar um ofnæmi Lindu. Þetta fyrsta armband er nú á Smithsonian safninu í Washington og er það viður- kenning á starfi Collins hjónanna. 3. Chrissie Collins hefur hlotið margs konar viðurkenningar í áranna rás og meðal þeirra sem heiðrað hafa Chrissie eru University of Pacific, 1999, The World Wins Corporation of Beverly Hills and Geneva Switzerland og The American Hospital Associ- ation, 1998, The University of Pacific's Alumni Association, 1997 og 1996 var hún heiðruð af The American Medical Association (AMA) og sama ár hlaut hún viðurkenningu Emerg- ency Nurses Association Board. Chrissie Collins sat í stjórn Med- icAlert frá 1960 til dauðadags. Lífs- tíðarstarf hennar í þágu MedicAlert sannar gildi handbærra sjúkraupplýs- inga í neyðartilvikum. Chrissie Collins var einstök kona og persónuleiki sem tók þátt í draumsýn eiginmanns sins og studdi hann með ráðum og dáð í því að gera draumsýn sína að veruleika. Hún fylgdist með stækkun MedicAlert úr bílskúrnum heirna upp í skrifstofuhald sem í dag þjónar 4 miljónum merkis- bera. Hvort sem var í mótlæti eða meðbyr á fjörtíu og fjögurra ára starfs- ferli lét hún aldrei deigan síga og starf- aði ætíð í fullvissu þess að þörfin fyrir þjónustuna væri ekki síðri nú en þegar hún hófst í bílskúrnum árið 1956. Chrissie Colins lætur eftir sig 4 börn, 8 barnabörn og 12 barnabarnaböm. Eiginmaður Chrissie, Marion Collins, lést 1977. Stjórn MedicAlert hefur sent að- standendum Chrissie Collins samúðar- kveðjur fyrir hönd MedicAlert félaga á Islandi. Ólafur Briem. 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.