Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 45
«91 m iSKiianuiff mmniii Frá opnun að Sléttuvegi 9. Hluti boðsgesta. NÝTT FJÖLBÝLISHÚS OG RAÐHÚS VIÐ SLÉTTUVEG 9 í REYKJAVÍK Laugardaginn 17. febrúar var tekið í notkun nýtt ijöl- býlishús Hússjóðs Öryrkjabandalagsins að Sléttuvegi 9 í Reykjavík. Hafði það verið 2 ár í byggingu en Tómas Helgason, fyrrum formaður Hússjóðs, tók fyrstu skóflustungu þess 20. mars 1999. Teiknistofan Óðinstorgi sá um hönnun hússins sem er alls 2.778 fm. 4 íbúðarhæðir og kjallari ásamt bíla- geymslu sem er undir garði hússins. Húsið er allt hið glæsilegasta og hannað með þarfir fatlaðra í huga. íbúðirnar eru 27, 11 einstaklingsíbúðir, stærð 47 fm., 6 tveggja herb. íbúðir stærð 70 fm. og 6 3ja herb. íbúðir 91 fm.. Einnig eru 3 raðhús sambyggð aðalhúsinu og hafa 2 þeirra verið seld. Fyrsti áfangi Hússjóðs og félagsmálaráðunevtisins Við opnunarathöfnina afhenti formaður Hússjóðs, Helgi Hjörvar, Páli Péturssyni, félagsmálaráðherra, lykla að þriðju hæð hússins en þar mun Svæðisskrifstofa Reykjavíkur reka íbúðasambýli fyrir skjólstæðinga sína. Er það fyrsti áfangi samkomulags sem Hússjóður Öryrkjabandalagsins og félagsmálaráðuneytið gerðu með sér um síðustu áramót um byggingu sambýla. Næsta verkefni Hússjóðs samkvæmt samningnum verður bygging tveggja sérhæfðra sambýla í Reykjavík. Hlerað í hornum Tveir vinir fóru í leikhús saman, en báðir voru annálaðir kappsmenn við vinnu. Að loknum öðrum þætti segir annar þeirra: “Ja, nú er best að drífa sig í múrverkið”. “Hvaða vitleysa”, segir hinn þá. “Þriðji þátturinn er eft- ir”. “Eins og ég viti það ekki en í leikskránni segir að hann gerist ekki fyrr en sex mánuðum síðar”. Símahlerun var algeng í sveita- símanum á árum áður. Tveir bændur töluðu saman í símann og barst tal þeirra að kerlingu einni í sveitinni sem altalað var að lægi á línunni. “Já, það er víst vissara að tala ekki of mikið því hún Gudda gamla er ábyggilega að hlusta”. Þá gellur við í símanum: “Það er bölvuð lýgi að ég liggi á línunni og baknagið þið mig bara áfram ef þið þorið”. Kerling ein fékk sér taminn hrafn og undruðust menn þetta háttalag mjög þar sem kerla hafði orð á sér fyrir annað en að vera dýravinur. Hún var spurð um ástæðuna og svaraði þá að bragði: “Eg las það um daginn að hrafnar gætu orðið 100 ára og mig langar bara til að sannreyna það”. *** Prófessorinn var afar utan við sig. Eitt sinn bauð hann vini sínum heim og tíndi til matfong handa þeim. En svo sagðist hann ætla að bregða sér fram í eldhús til að sjóða þeim egg. Svo leið og beið og vinurinn fór að gá að prófessornum. Hann stóð þá á miðju gólfi með egg í höndum en úrið sauð í pottinum. Prestur og Jón bóndi höfðu lengi átt í illdeilum. í einni messunni varð klerki á mismæli svo hann sagði: “Elska skaltu nágranna þinn eins og sjálfan þig”. Eftir messu þakkaði Jón presti innilega fyrir hugarfars- breytinguna en þá sagði prestur: “Mér urðu á mismæli, það væri brot á boðorðum drottins að sýna nágranna sínum nokkra miskunn, en náunginn er nú sjaldnast svo nærri að hann flækist fyrir manni”. Ungur eiginmaður kom inn í verslun eina fýrir jólin og vildi fá jólagjöf handa konu sinni, “en hún verður að vera sérstaklega mjúk”. Kaupmaður spurði hvers vegna og þá sagði mað- urinn: “Ef ég skyldi nú fá hana aftur í hausinn þá væri ansi mikið betra að hún rotaði mig ekki”. Dóttirin: “Þú verður að kaupa mér fallegri kjól en þennan, sem ég er í. Hann er sko ekki “móðins” lengur”. Faðirinn: “Ekki gekk hún móðir þín eins vel klædd og þú ert núna, áður en hún giftist”. “Það getur verið, en hún náði nú líka bara í þig”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.