Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 35
Unnur Millý Georgsdóttir: r Avarp við útskrift Elsku kennarar, samnemendur og starfsfólk skólans. Þar sem við, nemendur 3ju annar, stönd- um á tímamótum, viljum við þakka fyrir þann ómetanlega stuðning og hvatningu, skilning og hlýhug í okkar garð, sem við höfum orðið aðnjótandi hér síðast- liðið eitt og hálft ár. Það er óneitanlega svolítið undarleg tilfinning að standa hér í síðasta sinn og á morgun tekur eitthvað alveg nýtt við. Á sama tíma og pínulítið óöryggi kemur upp í manni, sem gerist oftast við breytingar, þá ríkir jafnframt eftirvænting og tilhlökkun í hjörtum okkar og hugum, því nú forum við út í lífið til að takast á við ný og spennandi verkefni, verkefni sem við fyrir einu og hálfu ári hefðum ekki einu sinni látið okkur dreyma um. Allt í einu er lífið fullt af tækifærum, og heimurinn er orðinn svo miklu stærri en hann var í gær. Hlutir sem áður voru okkur ofviða eru nú í hendi okkar, og draumar okkar margra eru orðnir raunverulegir. Það sem við höfum fengið hér er fyrst og fremst tæki- færi til að skapa okkur nýtt og betra líf, og tækin til þess eru menntunin sem þið hafið veitt okkur. Það er von mín að við öll sem útskrifumst hér í dag, berum gæfu til þess að nýta okkur þessi tækifæri. Unnur Millý Georgsdóttir. Höfundur flutti þetta ávarp við útskrift sína úr Hringsjá 19. des. sl. Samningur Vinnustaða ÖBÍ við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um ræstingar Ræstingaliðið í góðum gír. Vinnustaðir ÖBÍ hafa gert samning við Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins um að ráða fólk til ræstinga á slökkvistöðvum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Reykjavíkurflug- velli ásamt húsnæði Neyðarlínunnar og ijar- skiptastöð Lögreglunnar í Reykjavík. Verkefnið felst í daglegum ræsting- um í starfsstöðvum ofangreindra aðila. I upphafi verða 5-6 fatl- aðir starfsmenn Vinnu- staðanna í þessu verkefni, auk leið- beinanda, sem einnig mun sinna afleysingum í veikindum og sumar- fríum. Slökkviliðið leggur til starfs- mann sem leiðir starfið, annast verk- stjórn og flytur starfsmenn milli starfsstöðva. Slökkviliðið leggur þar að auki til áhöld, efni og aðra hluti sem þarf til verksins. Til stendur að stækka verulega hús- næði slökkvistöðvar við Skógarhlíð og Neyðarlínunnar auk þess sem ný og stærri slökkvistöð er í smíðum í Hafnarfirði. Við þessar viðbætur mun störfum fyrir fatlaða að líkindum fjölga. í samningi þessum eru Vinnustaðir ÖBÍ verktaki samkvæmt tilboði í verkið, þar sem Vinnustaðirnir taka að sér að útvega tiltekinn fjölda fatl- aðra starfsmanna til verksins. Starfs- mennirnir eru ráðnir hjá Vinnustöð- unum og eru á ábyrgð þeirra við störf sín. Hér er um nýmæli að ræða hjá Vinnustöðum ÖBI og veruleg aukn- ing á starfsemi ræstingadeildar sem rekin hefur verið í Hátúni 10 nokkur undanfarin ár með góðum árangri. Það reyndist okkur auðvelt að bjóða í þetta verk og útvega starfsmenn sem við getum treyst til starfans, þar sem við búum að mikilli reynslu frá verkefninu hér í Hátúninu. Frumkvæðið að verkefni þessu kom frá Hrólfi Jónssyni slökkviliðsstjóra og starfsmönnum hans. Þegar þetta er ritað hefur verkefnið staðið í einn mánuð og hefur allt gengið eins og best verður á kosið. Þetta verkefni er mjög mikilvægt fyrir starf- semi Vinnustaðanna og vinnu fatlaðra, þar sem markmiðið er að koma sem flestum fötluðum til starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er mjög lofsvert framtak hjá þeim slökkviliðs- mönnum að gefa okkur tækifæri til að sinna þessu verkefni. Það er greinilegt að verkefnið hefur verið mjög vel kynnt á meðal starfsmanna slökkviliðsins og hafa starfsmenn okkar fengið frábærar viðtökur. Megi Hrólfur og hans fólk hafa bestu þakkir fyrir mót- tökurnar og það tækifæri sem okkar fólk fær til at- vinnu með þessu framtaki. Eg er sannfærður um að starfsmenn okkar muni sjá svo til að verkefni þetta verði Vinnustöðunum og vinnu fatl- aðra til sóma og til eftirbreytni fyrir aðra til að prófa slíkt hið sama. Þorsteinn Jóhannsson forstöðumaður Vinnustaða ÖBI. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.