Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 39
I skugga ofbeldis Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru einstæð eftir að dómur féll í Hæstarétti í svonefndu “Öryrkja- máli”, engu var líkara en skollið hefði á gjörningaveður. Einkum og sér í lagi voru við- brögðin sérstök þar sem íjármála- ráðherra hafði fyrr á síðasta ári, eða eftir að ljóst var að málið færi fyrir Hæstarétt, sagt í sjónvarpsfréttum að ef dómur félli Öryrkja- bandalaginu í vil þá yrði að sjálfsögðu að greiða út þær bætur sem málið byggði á. Fyrstu viðbrögð heil- brigðisráðherra og for- stjóra Tryggingastofn- unar ríkisins voru á sama veg þegar dómurinn lá fyrir. Þar sem málinu eru gerð rækileg skil hér í blaðinu ætla ég ekki að tíunda það hér. En það sem að mér snýr sem félagsmálafulltrúa var að það kom mjög í minn hlut að svara fólki sem oft á tíðum var ráðvillt í öllum þeim málaflækjum sem upp komu í sambandi við frumvarpið og síðan lögin sem eftir standa. Á hálfri annarri viku hringdu nálægt 200 manns út af þessu máli ein- göngu. Margir höfðu kynnt sér dóminn og vildu ræða samhengi milli dómsniðurstöðu og þeirra laga sem voru afgreidd frá Alþingi. í fyrsta lagi vissu viðmælendur ekki hvers vegna fundið var út að 25 þúsund krónur væri hæfileg upphæð eftir að tekjur maka nema 169 þús. kr. á mánuði. í öðru lagi hvers vegna eru eigin tekjur öryrkja í hjónabandi tekjutengdar á annan hátt, með hærri prósentu, en tekjur einstaklings. Eigin tekjur öryrkja í hjónabandi skerða tekju- tryggingu um 66,67% og fellur hún niður við kr. 37.500. í þriðja lagi vildu viðmælendur fá að vita hvort Öryrkjabandalagið muni halda áfram með málið og gera kröfu um bætur fyrir þau ár sem ekki verða greidd að sinni og í fjórða og síð- asta lagi hvers vegna á að greiða bætur tvö ár eftir gömlu reglunni sem gilti fyrir lagasetningu og tvö ár eftir nýju reglunni. Ég gat vissulega gefið fólki tölulegar upplýsingar í sam- bandi við lögin og vona að ég hafi reynst þar vel, en þann hug- myndagrunn sem að baki laganna býr er ekki á mínu færi að skýra. Ég vissi ekki betur en dómsniðurstaðan væri sú að Tryggingastofnun rík- isins hafi verið óheimilt frá 1. jan. 1994 að skerða tekjutryggingu ör- orkulífeyrisþega í hjúskap með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyrisþeg- ans í því tilviki, er maki hans er ekki lífeyrisþegi. Einnig að óheim- ilt hafi verið að skerða tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. jan. 1999. í dómsorði vísaði Hæstiréttur í viðeigandi lög og reglugerðir. Eitt er það þó eftir allar þessar hringingar sem mér þykir vænt um og það er að nokkrir viðmælendur vissu ekki um sinn rétt til hlítar og var hægt að benda þeim einstaklingum á réttar leiðir. Svo skulum við vona að tillögur nefndarinnar sem á að skila af sér tillögum um breytingar á lögum um almannatryggingar 15. apríl n.k. feli það í sér að löggjafar- valdið fari að dómi Hæstaréttar. Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi. Guðríður Ólafsdóttir öllum þeim sem þarna að kæmu blessunar. Gréta Sjöfn fagnaði þess- um áfanga sem dýrmætur væri og fór nokkuð yfir stöðuna í málaflokknum og síðast fræddi svo Eyjólfur Þór Þórarinsson um framkvæmd alla þar sem margir hefðu að komið og vand- að til alls sem allra best. Ekki var seinna vænna að taka húsið í notkun því sá fyrsti til að njóta vistar kom sama kvöldið að sögn Grétu Sjafnar. En þar sem náðst hafði samband gott við þá ágætu konu var tækifærið nýtt til að spyrja hana út úr um starf- semina á svæðinu almennt. Áður hefur verið ffá Hvammstanga sagt og svo haldið þaðan á Blönduós, en þar er sambýli 5 einstaklinga, iðja fyrir þá og 1 -2 til viðbótar og einnig leik- fangasafn. Höfuðstöðvar þjónustunn- ar eru svo á Sauðárkróki og þar um- fangsmest starfsemin um leið. Gréta Sjöfn segir þar vera 2 sambýli með 7 íbúum nú og svo þessi nýja skamm- tímavistun fyrir 4 í sólarhringsvist, þar er einnig iðja fyrir um 20 í þjón- ustu í viku hverri. Hún segir mikla þróun hafa orðið í uppbyggingu á sjálfstæðri búsetu sem m.a. hafi gjört kleift að loka sambýli og breyta því í skammtímavist s.s áður er að vikið. Hún segir reynsluna allgóða, ýmsir þröskuldar í vegi verið, en allt væri það á góðri leið. Þarna er einnig leik- fangasafn og sérstök uppbygging á verkefninu: Atvinna með stuðningi og sérstakur starfsmaður sem því sinnti. Ekki mætti gleyma starfs- brautinni við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki, en brautin væri sex anna og þar væru nú hvaðanæva úr kjördæminu 12 nemar sem fengju frekari liðveislu inn á heimavistina. Gengi þetta hreint út sagt ágæta vel. Þá er komið að síðasta og nyrsta staðnum, Siglufirði, en þar er sam- býli sem þjónað hefur 6 (5 nú), þar væri iðja þar sem milli 15 og 20 væru að verki og þar væri leikfangasafn og þjónustumiðstöð fyrir svæðið með ráðgjöf og þjónustu, en þar væri fyr- irhuguð sú framkvæmd að breyta henni í tvær íbúðir, önnur yrði sam- tengd við sambýlið. Ibúðirnar mundu teknar í notkun í maí næstkomandi. Á mörgu fleira gæti hún Gréta Sjöfn frætt okkur en þetta látið nægja að sinni. Henni eru kærlega þakkaðar góðar og glöggar upplýsingar. Helgi Seljan. Hlerað í hornum Maður einn óreglusamur mjög hafði það orð á sér að hann mætti illa í vinnuna. Einu sinni sat hann að sumbli með vinum sínum á kaffihúsi og þar lenti hann í þrætum við annan um hvenær Flóabardagi hefði verið. Að lokum leiddist honum þrefið og hann sagði: “Hvað ætli ég viti annars um Flóabardaga. Ekki var ég þar”. Þá sagði vinurinn: “Var hann kannski daginn sem þú mættir í vinnuna?”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.