Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 19
sig um það að málefni fatlaðra væru betur komin hjá sveitarfélögunum. Minnti á frumvörpin fyrir Alþingi nú og kostnaðarmatið varðandi yfir- færsluna. Lýsti sérlegri ánægju með samninga við Hússjóð Öryrkjabanda- lagsins til 5 ára átaks í byggingu sam- býla og sérhæfðra íbúða. Kristján Þór Júlíusson þakkaði f.h. Akureyrarbæjar, sagði sitt fólk norður þar hafa skilað vænu verki. Reynslan af þessu væri mjög dýrmæt til fram- tíðar. Sigursteinn Sigurðsson sagði að þeim nemendum í Borgarholts- skóla fyndist sjálfsagt það sem þau hefðu gjört og vildu aðeins gjöra enn betur. Konrektor Borgarholtsskóla, Ólafur Sigurðsson kvað þeim það fagnaðarefni að hafa fatlaða nemend- ur, Borgarholtsskóli nýtur góðs af öllu saman. Kvað saman hafa farið aga, virðingu og væntingar. Þetta var hin ágætasta athöfn og vel við hæfi á þessum alþjóðadegi fatlaðra. Helgi Seljan. Fulltrúar þeirra sem hlutu viðurkenningu Sjálfsbjargar með viðurkenn- ingarskjölin ásamt Ólöfu Ríkarðsdóttur, sem afhenti skjölin, en hún er fremst á myndinni. Talið frá vinstri fyrir aftan hana eru: Gunnar Hauksson, forstöðumaður sundlaugarinnar í Breiðholti; Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju; Eiríkur Þorláksson, for- stöðumaður Listasafns Reykjavíkur og Salóme Þorkelsdóttir, formaður hússtjórnar Þjóðmenningarhússins Af hverj u sérframboð öryrkja? Það segir í Stjórnarskrá íslands að allir þjóðfélagsþegnar séu jafn rétt- háir. í dag er svo ekki, öryrkjar hafa alltaf verið látnir finna að þeir væru sér þjóðflokkur og ættu að vera þakklátir fyrir það sem rétt er að þeim. Það er skýlaus krafa öryrkja að réttur þeirra sé virtur Allir fæðast í þennan heim jafn réttháir. Býr ekki ein þjóð á Islandi og eigum við ekki öll jafnan rétt til að brauðfæða okkur af þeim gæðum og tækifærum sem landið og auð- lindir þess veita okkur? Þegar flett er sögu þeirra félaga sem barist hafa fyrir bættum kjörum öryrkja alveg frá fyrstu árum þeirra þá rekst maður alltaf á greinar og fyrirsagnir um setningu laga um málefni öryrkja og má þá skilja að nú sé takmarkið í augsýn. En svo þegar maður flettir áfram þá endurtekur þetta sig reglulega alveg fram á þennan dag. Jóhannes Guðbjartsson framkvæmdastjóri Af hverju? Er það kannski vegna þess að það vantar eftirfylgnina? Þeir aðilar á Alþingi sem settu þessi lög sem áttu að bæta kjör okkar, vöruðu sig ekki á því að þegar lögin komust í framkvæmd þá var með reglugerðum og öðrum tilfæringum búið að ganga þannig frá málum að ekki nema smá partur af upphaflegu hugmyndinni sem unnið var að með lögunum náði fram að ganga. Þeir þingmenn sem upphaílega unnu að málinu eru búnir að snúa sér að öðru og dreifast kraftar þeirra á marga málaflokka þannig að ekkert verður úr leiðréttingum. Ef við værum með okkar eigin fulltrúa á þingi þá myndi þetta ekki koma fyrir. Þeir myndu einskorða sig við okkar málefni og fara yfir öll gögn og bregðast við strax ef eitthvað bjátar á. Á flestum þingum í Evrópu er hefð fyrir lobbíisma það er að segja það eru aðilar frá hagsmunaaðilum sem eru í því að reka erindi hags- munafélaga við þingmenn. Þessi hefð er ekki fyrir hendi hér, hvers vegna veit ég ekki. En besta leiðin fyrir okkur til að gæta hagsmuna okkar er að eiga fulltrúa á Alþingi sem koma úr ok- kar röðum og þekkja þessi mál af eigin raun. Slíkt stjórnmálaafl væri hvorki til hægri né vinstri heldur væri miðað við málefni öryrkja. Örorka á ekki að vera ávísun á fá- tækt. Jóhannes Guðbjartsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.