Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 21
Böðvar Guðlaugsson: Heilsufarskvæði Nú líður mér illa, lasinn er ég, margs konar kvilla merki ber ég; um allan skrokkinn frá skalla að il, mér finnst ég allsstaðar finna til. Þessi andskoti birtist í ýmsum myndum, - fjölbreytnin er með ólíkindum: í vindverkjum sterkum, vondu kvefi, ræmu í kverkum, rennsli úr nefi, svo er þrálátur hósti og þyngsli fyrir brjósti, en beinverkir þjarma að baki og fótum, og það brakar í öllum liðamótum, þar grasserar sem sé gigtarfjandi, sem almennt er talinn ólæknandi. Þá er sljóleiki í augum, en slappelsi á taugum, og svo þessi eilífa syfja, eða sárindin innan rifja, og óþægindi í einhverri mynd oftast báðum megin við þind. Yfir höfðinu er þessi þráláti svimi, en þreyta gagntekur alla limi. Og loks fylgir þessu lítill máttur, óreglulegur andardráttur, bólgnir kirtlar og blásvört tunga, bronkítis í hægra lunga; svo safnast á skrokkinn skvapkennd fita, þótt ég skeri við nögl hvern matarbita, og í sjö vikur hef ég, segi og rita, sofnað með köldu og vaknað með hita! Samt hefði ég aldrei upphátt kvartað ef lasleikinn væri ekki lagstur á hjartað; þar hef ég nú orðið stöðuga stingi, sem stafa af of háum blóðþrýstingi. Og lon og don hjá læknum er ég, -með litla von frá langfiestum fer ég, því að lítið er gagnið að geislum, bökstrum og sprautum við svona fjölbreyttri vanlíðan og þrautum. Það ber helst við, að mér batni á köflum af brúnum skömmtum og magnyltöflum. Og þó... Já, batni mér snöggvast í bakinu og fótunum, mér versnar um leið í liðamótunum, og verði eitthvert hlé á vonda lungnakvefinu, þá vex sem því svarar andskotans rennslið úr nefinu, og réni um stund hinn harði, þurri hósti, þá hundraðfaldast þyngslin fyrir brjósti, og líði mér snöggvast eilítið betur í augunum, þá vex um helming vanlíðanin á taug- unum, og dvíni augnablik aðkenning hjartastingsins, þá vex að sama skapi brjálæði blóðþrýstingsins. Og þess vegna er ég á eilífum hlaupum milli sérfróðra lækna og í lyfjakaupum. Já, útlitið er ekki gott; ég þoli orðið hvorki þurrt né vott, það er að segja fæði. Og friðlaus af fjörefnaskorti til fróunar mér ég orti þetta kvalastillandi kvæði. Böðvar Guðlaugsson. Ljóð þetta er úr Ijóðabók Böðvars Glott við tönn. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.