Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 11
ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR Greiddi atkvæði með áframhaldandi skerðingu. Sératkvæði. Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæsta- réttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 23. mars 2000. Hann krefst aðallega sýknu af öllum kröfum gagnáfrýj- anda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess, að „stórkostlega verði lækkuð tildæmd viðurkenningar- krafa” um að honum hafi verið óheimilt ffá 1. janúar 1994 á grundvelli 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 485/1995 að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjú- skap með þvi að telja helm- ing samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna líf- eyrisþegans í því tilviki, er maki er ekki lífeyrisþegi, og að staðfest verði ákvæði ÁRNI RAGNAR ÁRNASON Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. héraðsdóms um, að aðal- áfrýjandi skuli vera sýkn af þeirri kröfu gagnáfrýjanda, að frá 1. janúar 1999 hafi honum verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjú- skap samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Til þrautavara krefst aðaláfrýj- andi þess, að kröfur gagn- áfrýjanda verði lækkaðar. í vara- og þrautavarakröfum krefst hann þess, að máls- kostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði felldur niður. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu 29. maí 2000. Hann krefst aðallega staðfesting- ar héraðsdóms með þeirri breytingu, að einnig verði viðurkennt með dómi Hæstaréttar, að aðaláfrýj- anda hafi frá 1. janúar 1999 verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998, og að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði. Til vara krefst hann staðfestingar héraðsdóms með þeirri breytingu, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði. Þá krefst hann máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Núgildandi lög um almannatryggingar eiga rætur sínar að rekja til laga nr. 26/1936 um alþýðu- tryggingar, sem byggðu á frumvarpi sem flutt var á Alþingi árið 1935. Sam- kvæmt greinargerð, sem fylgdi frumvarpinu, var það aðaltilgangur laganna að þær fjárhagslegu byrðar, sem þeim var ætlað að mæta, yrðu engum borgara þjóðfélagsins ofurefli. Ætl- unin var samkvæmt þessum lögum að framkvæma elli- og örorkutryggingar á hreinum tryggingagrund- velli. í greinargerð með frum- varpi, sem varð að lögum um almannatryggingar nr. 24/1956, sagði að um væri að ræða tvær meginstefnur í almannatryggingum og þar af leiðandi tvenns konar tryggingakerfi. Annars vegar væri kerfi, sem byggði á tryggingasjón- armiði, þannig að iðgjalda- greiðslur hinna tryggðu sköpuðu rétt til bóta að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum, og væru bætur sam- kvæmt því þá háðar ið- gjaldagreiðslum fyrir ákveðið tímabil. Hins vegar væri kerfi, sem byggði að meira eða minna leyti á framfærslusjónarmiði þar sem þörf hinna tryggðu til bóta hefði áhrif á bóta- greiðslur, og iðgjalda- greiðslur væru að jafnaði ekki skilyrði fyrir bótarétti. Fyrrnefhda kerfið byggði á myndun sjóða til þess að standa straum af kostnaði við tryggingarnar og krefð- ist þess að gildi þeirra pen- inga, sem iðgjöldin væru greidd með, væri hið sama og gildi þeirra peninga, sem bæturnar væru greiddar með, oft áratugum eftir að iðgjöldin, eða verulegur hluti þeirra, væri greiddur. Var í greinargerðinni ekki talið að á Islandi væru skil- yrði til að halda uppi al- mennum tryggingum á þessum grundvelli. Því hefði verið farið bil beggja með almannatrygginga- lögum nr. 50/1946, en sam- kvæmt þeim væri ætlast til að lífeyrir væri greiddur án tillits til tekna. Þó væri með bráðabirgðaákvæði, sem gilti enn á árinu 1956, ákveðið að skerða lífeyrinn, ef aðrar tekjur færu fram úr vissu marki. Með lögum nr. 86/1960 um bráðabirgðabreyting á lögum nr. 24/1956 var gerð breyting á þeim lögum, meðal annars til hækkunar á örorku- og ellilífeyris- greiðslum og til þess að jafna stöðu hjóna annars ÁRNI JOHNSEN Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. vegar og einstaklinga hins vegar. Samkvæmt eldri lög- um var hjónalífeyrir, þegar bæði hjónin fengu lífeyri, 20% lægri en lífeyrir tveggja einstaklinga, en með lagabreytingunni varð munurinn aðeins 10% og var hámark makabóta þann- ig hækkað úr 60% af ein- staklingslífeyri í 80%, en heimilað var að greiða eig- inkonum elli- og örorkulíf- eyrisþega makabætur ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi. Með nýjum heildar- lögum um almannatrygg- ingar nr. 40/1963 var heim- ild til greiðslu makabóta breytt þannig að þær tak- mörkuðust ekki við eigin- konur ellilífeyrisþega held- ur maka. Frá upphafi almanna- trygginga hefur við úthlut- un örorkulífeyris verið höfð hliðsjón af eignum og tekj- um umsækjanda og maka hans. Þá var almenn heim- ÁSTA MÖLLER Greiddi atkvæði með áframhaldandi skerðingu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.