Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 26
STEFAN BALDURSSON GER VIA UGNASMIÐ UR Flesta skiptir miklu að þeir skeri sig sem minnst úr mannfjöldanum. Þeir sem hafa einhver einkenni sem flokkast undir líkamslýti leggja margir talsvert á sig til þess aö láta fegra þau. A þetta einkum við um andlits- fall manna. A undanförnum áratugum hafa lýtalækningar tekið miklum framförum. Gervilimasmíði hefur ogfleygt fram og eru Islendingar nú á meðal fremstu þjóða á því sviði. A vegum Sjónstöðvar Islands hefur gerviaugnasmiður starfað undanfarin 15 ár. Stefán Baldursson smíðar bæði andlitshluta, gerviaugu og skeljar sem notaðar eru til þess að hylja skemmd augu. Greinarhöfundur hefur notað slíkar skeljar síðan árið 1972, fyrstu skelj- arnar voru úr gleri og entust þœr að jafnaði í þrjú ár. Eg minnist þess að þá var farið að kvarnast úr glerungnum og særðu skeljarnar augnlokin. Stefán Baldursson starfar nú að iðn sinni í Kaup- mannahöfn en kemur hingað til lands á nokkurra mánaða fresti eftir því sem verkefnin kalla. Tvenns konar gerviaugu Það eru til tvenns konar gerviaugu. Annars vegar eru það augu eða skeljar sem eru settar yfir skemmd augu. Ef auga skemmist vegna slyss eða sjúkdóms þarf yfirleitt ekki að íjar- lægja það nema um sé að ræða sýkingu eða sársauka því að nú er hægt að smíða skeljar sem eru minna en 1 mm á þykkt til þess að hylja skemmda augað. Ég er ein- staklega ánægður með þessa þróun. Þannig verða hreyfingar augnanna eðlilegri. Það er auk þess alltaf missir að láta fjarlægja auga þótt það sé blint. Hin tegund gerviaugna eru augu sem eru sett í fólk þegar auga hefur verið ijarlægt. I upphafi er búið til mót af auganu. Það er svipað því þegar tannlæknir býr til mót af gómi. Það er sett sérstakt krem inn í augntóftina. Þannig næ ég nákvæmri afsteypu af útliti augn- tóffarinnar og þá passar augað langtum betur og verður miklu þægilegra. Þá dreifist þyngdin á miklu stærri flöt. Þetta krem storknar á innan við mínútu. Mótið er síðan lagt í gifs. Fyrst þarf að búa til skapalón. Þegar gifsið er orðið hart er ég kominn með nákvæma eftirmynd augans. Þá hita ég plötu úr sérstöku akrílefni og þrýsti henni yfir mótið. Þegar ég hef skorið plötuna til er komin nákvæm eftirmynd af auganu. Skelin verður að passa yfir augað. Það mega ekki koma neinar loftbólur. Þá verður skelin óþægileg. Akrílplatan, sem skelin er gerð úr er glær og því get ég séð nákvæmlega hvernig skelin situr yfir auganu. Ef þarf að gera skelina þynnri eða þykk- ari bæti ég á hana eða slípa af eftir þörfum. Þegar þessu er lokið set ég skapa- lónið í gifs sem verður afar hart þegar það þornar. Þegar það hefur harðnað til fulls fjarlægi ég skapalónið og kem fyrir akrílmassa í rétta hvítulitnum. Þetta akrílefni þarf að hita bæði til þess að herða það og hleypa úr því ýmsum aukaefnum. Þegar þessu er lokið þarf að fægja það svolítið og síðan er skelin máluð. Þetta verður að gera í höndunum. Það er hvorki hægt að nota tölvu- né ljós- myndatæknina við þetta verk því að litir í ljósmyndum eru aldrei réttir. Þetta sér maður best þegar maður sér mynd af grasi. Það er aldrei rétti græni liturinn á myndunum. - En hvernig meturþú hvaða augn- litur hentar fólki? Flestir hafa einungis misst annað augað og þá situr einstaklingurinn hjá mér á meðan ég líki eftir lit þess auga sem eftir er. Ef einstaklingur er með bæði augun skemmd fer ég eftir litnum á augnaskeljunum ef hann hefur haft þær. Annars verð ég að meta þetta í sam- ráði við einstaklinginn. Þá fer ég oft eftir háralit eða lit húðarinnar. Auðvitað þarf maður ekki alltaf að velta þessu fyrir sér. Svertingjum henta t. d. eingöngu dökk- brún augu. Ef um er að ræða hvítan mann með fremur dökka húð þá myndi ég ekki setja ljósblá augu í hann. Það hentar engan veginn. Sumir viðskipta- vinirnir hafa sérstakar óskir sem ég reyni þá að verða við. Einu sinni kom til mín maður sem hafði fengið blá augu en vildi skipta um augnablikið. Þetta vafðist dálítið fyrir mér því að í vegabréfinu hans stóð að maðurinn væri bláeygur. En auðvitað fékk hann þann lit sem hann vildi. Ef ljóshærður maður biður um brún augu fer það meira út í grænt. Brúni liturinn á Aröbum er sá dekksti sem ég hef séð. Ég vann einu sinni við augnasmíði í Saudi-Arabíu og þar blandaði ég heilmiklu af svörtum lit saman við brúna litinn; augun voru svo dökk. Kínverjar eru meira með eins konar rauðbrún augu og Indverjar eru með enn annars konar brúnt afbrigði. Maður lærir það smám saman að það eru ákveðin litaafbrigði sem henta hverjum kynþætti. Nú hafa kynþættir blandast meira en áður. Brúni liturinn er samt ráð- 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.