Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 12
BJÖRN BJARNASON Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. ild til skerðingar ellilífeyris vegna tekna í lögum um alþýðutryggingar og síðan í lögum um almannatrygg- ingar frá upphafi til 1960. Upphaf tekjutryggingar í núverandi mynd má rekja til laga nr. 67/1971 um al- mannatryggingar. í 1. mgr. 19. gr. þeirra laga var kveðið á um það, að heimilt væri að greiða uppbót á elli- og örorkulífeyri, ef sýnt þætti, að lífeyrisþegi gæti ekki komist af án hækkunar. Lögunum var breytt, áður en þau tóku gildi 1. janúar 1972, sbr. lög nr. 96/1971, og var í 3. mgr. 19. gr. kveðið á um, að ráðherra væri falið að setja reglugerð um framkvæmd lífeyr- ishækkunar að fengnum tillögum tryggingaráðs. í kjölfar þess var sett reglu- gerð nr. 32/1972 um lág- markslífeyri og hækkun tryggingabóta samkvæmt lögum um almannatrygg- ingar. I 3. gr. reglugerðar- EINAR K. GUÐFINNSSON Greiddi atkvœði með áframhaldandi skerðingu. innar sagði, að nyti annað hjóna örorku- eða ellilíf- eyris en hitt ekki, skyldi miða við samanlagðar tekj- ur þeirra og tryggingabætur við útreikning tekjutrygg- ingar. Samsvarandi ákvæði voru sett í reglugerð nr. 171/1974 og reglugerð nr. 351/1977, sem var í gildi allt þar til reglugerð nr. 485/1995 var sett. Gögn málsins sýna, að tekju- trygging hefur frá upphafi sætt skerðingu, ef tekjur maka örorkulífeyrisþega, sem ekki er bótaþegi, fara yfir ákveðið mark. Ný heildarlög um al- mannatryggingar tóku gildi 1. janúar 1994, lög nr. DRÍFA HJARTARDÓTTIR Greiddi atkvæði með áframhaldandi skerðingu. 117/1993. Samhliða þeim lögum voru sett lög nr. 118/1993 um félagslega aðstoð. I athugasemdum með frumvarpi að þeim lögum kom fram, að nauðsynlegt væri að gera glöggan greinarmun á bótum almannatrygginga og félagslegri aðstoð vegna reglna Evrópubandalagsins um almannatryggingar. I frumvarpið voru því flutt þau ákvæði lífeyristrygg- ingakafla almannatrygg- inga, sem í raun voru ákvæði um félagslega að- stoð, eins og t.d. mæðra- og feðralaun, umönnunar- bætur, makabætur, heimil- isuppbót og uppbætur vegna sérstakra aðstæðna. Eru ákvæði laganna um félagslega aðstoð einungis heimildarákvæði um greiðslur bóta, en sam- kvæmt lögum um al- mannatryggingar er um að ræða rétt til greiðslu ör- orkulífeyris og einnig tekju- tryggingar en þá að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum. I 17. og 18. gr. laga nr. 117/1993 var að finna ákvæði, sem voru í 19. og síðar 20. gr. eldri almanna- tryggingalaga. í 17. gr. sagði að færu aðrar tekjur elli- og örorkulífeyrisþega ekki fram úr ákveðinni ijárhæð skyldi greiða upp- bót á lífeyrinn, en hefði bótaþegi hins vegar tekjur umfram sömu upphæð skyldi skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem um- fram væru. Var sérstaklega tekið fram að sama gilti um hjónalífeyri eftir því sem við ætti. I greinunum var ekki að finna ákvæði sem orðað var með sama hætti og 3. mgr. 19. gr. laga nr. 67/1971 um heimild ráð- herra til að setja reglugerð um framkvæmd lífeyr- ishækkunar. I 18. gr. voru þó ákvæði um heimild til setningar reglugerðar, ann- ars vegar um breytingar á ijárhæðum 17. gr. árlega til samræmis við almennar hækkanir bóta og annarra tekna milli ára og hins vegar um að með reglugerð væri heimilt að ákveða að aðrar tekjufjárhæðir sam- kvæmt 17. gr. giltu um líf- eyristekjur en aðrar tekjur. Við setningu laga nr. 117/1993 var í gildi áður- nefnd reglugerð nr. 351/1977 um tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir sam- kvæmt 19. gr. laga um al- mannatryggingar. í 3. gr. hennar var eins og áður segir samsvarandi ákvæði og í 3. gr. reglugerðar nr. 32/1972. Ný reglugerð nr. 485/1995 var sett 5. sept- ember 1995 um tekjutrygg- ingu samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 117/1993, og var sam- DAVÍÐ ODDSSON Greiddi atkvæði með áframhaldandi skerðingu. svarandi ákvæði eins og í fyrri reglugerðum í 4. gr. hennar. í 12. gr. var tekið fram, að reglugerðin væri sett með stoð í 17. gr. og 18. gr. laga nr. 117/1993. Lögum um almanna- tryggingar var breytt með lögum nr. 149/1998 og tók breytingin gildi 1. janúar 1999. Meðal annars voru gerðar breytingar á ákvæð- um 17. gr. laganna um skerðingu tekjutryggingar lífeyris til elli- og örorku- lífeyrisþega vegna tekna, einkum vegna tekna maka. Með lögunum voru í raun reglugerðarákvæðin lög- fest. Var með þessu ætlað að lögfesta hvernig fara skyldi með sameiginlegar tekjur hjóna þannig að þau gætu bæði gert tilkall til sameiginlegra tekna og notið frítekjumarks vegna maka, en umboðsmaður Alþingis hafði bent á að lagaákvæði um umrædd réttindi væru hvorki nægi- EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Greiddi atkvæði með áframhaldandi skerðingu. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.