Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Blaðsíða 10
Ingibjörg Pálmadóttir, Ragnar Aðalsteinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. lögmaður ÖBÍ. (Ljósm. DV, ÞÖK) Tryggingastofnun ríkisins r (Guðrún Margrét Arnadóttir hrl.^ gegn Öryrkjabandalagi Islands (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) og gagnsök Örorkulífeyrir. Stjórnarskrá. Reglugerðarheimild. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Alþjóðasamningar. Sératkvæði. Þriðjudaginn 19. desember 2000. Nr. 125/2000. • • Oryrkjabandalag Islands höfðaði mál til viður- kenningar á því annars veg- ar að Tryggingastofnun hefði verið óheimilt frá 1. janúar 1994 til 31. desem- ber 1998 að skerða tekju- tryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap vegna tekna maka, sem ekki var lífeyrisþegi, með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna örorku- lífeyrisþegans, og hins vegar að slík skerðing hefði verið óheimil eftir að hún var lögfest 1. janúar 1999. Talið var að ekki hefði verið nœgjanleg heimild í lögum nr. 117/1993 fyrir ráðherra til að setja reglugerð, sem skerti tilkall bótaþega til fullrar tekjutryggingar vegna tekna maka. Þótt Ijóst vceri að ekki hefði verið ætlun löggjafans að breyta framkvæmd eldri laga varðandi tekjutryggingu, var talið að lög yrðu að geyma skýr og ótvíræð ákvæði um að skerða mœtti greiðslur úr sjóðum al- mannatrygginga, samkvœmt reglugerð svo það væri heimilt. Var því niðurstaðan sú að eftir gildistöku laga nr. 117/1993 hefði skort laga- stoð til að mœla fyrir um það í reglugerð að skerða mætti tekjutryggingu vegna tekna maka öryrkja. Þá var talið að skýra bæri 76. gr. stjórnarskrárinnar til sam- ræmis við alþjóðasamninga, sem ríkið hefur staðfest, þannig að skylt væri að tryggja að lögum rétt sér- hvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið væri á mál- efnalegan hátt. Yrði slíkt skipulag að uppfylla skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar um að hver einstaklingur nyti samkvœmt því jafnréttis á við aðra sem réttar njóta, svo og almennra mannrétt- inda. Talið var að réttur sá sem almannatryggingalög- gjöfin tryggði öryrkjum vœri almennur og tœki tillit til jafnræðissjónarmiða milli þeirra sem eins væru settir í þröngum skilningi. Hins vegar vœri mælt fyrir um mismunandi skerðingu líf- eyris vegna tekna eftir því um hvaða tekjur er að rœða. Var talið að þrátt fyrir svig- rúm almenna löggjafans til mats á því, hvernig lág- marksréttindi samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár skyldu ákvörðuð, gætu dóm- stólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmdist grundvallarreglum stjórn- arskrárinnar. Var það skipu- lag réttinda örorkulífeyr- isþega samkvœmt al- mannatryggingalögum, að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka hans á þann hátt sem gert væri, ekki talið tryggja þeim þau lágmarks- réttindi, sem fœlust í 76. gr. stjórnarskrárinnar, svo að þeir fengju notið þeirra mannréttinda, sem 65. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um. Var meðal annars vitnað til ákvœða alþjóða mann- réttindasáttmála um skýr- ingu á þeim stjórnarskrár- ákvæðum. Viðurkennt var því að óheimilt væri að skerða tekjutryggingu ör- orkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 á þann hátt sem gert er í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998. Hins vegar var ekki talið unnt að draga ályktun um rétt hvers einstaks lífeyrisþega af nið- urstöðu málsins. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.