Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Qupperneq 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2001, Qupperneq 20
Nýtt um vejjagigt og síþreytu Nú í lok febrúar var sýndur mjög athyglisverður þáttur í norska sjónvarpinu um lækningu við vefjagigt og síþreytu. Efni þátt- arins var birt á Netinu ásamt til- vísun í grein í “Helsenytt“ sem einnig er að finna á Netinu. Hér birtist þýðing og endursögn þess- ara tveggja greina. A Vestfold-sjúkrahúsinu í Tons- berg í Noregi hafa læknar gert tíma- mótauppgötvun. Þeir hafa fundið að- ferð til að fjarlægja hin oft og tíðum óræðu sjúkdómseinkenni veíjagigtar (fibromialgi) og síþreytu á nokkrum dögum með einfaldri skurðaðgerð. Vefjagigt og efnaskiptavandi er einkum greindur í konum sem koma til læknis með einkenni á borð við þreytu, verki, þunglyndi og kláða. „Einkennin eru óræð og oft er erfitt að finna áþreifanlega ástæðu“, segir Elder Normann yfirlæknir. „Þess vegna fá margir sjúklingar ranga greiningu, en ástæðan getur verið allt önnur, nefnilega galli á aukaskjaldkirtli.“ Of mikið kalk í blóði getur leitt til síþreytu eða vefjagigtar I hálsinum eru fjórir aukaskjald- kirtlar. Galli í einum þeirra getur leitt til of mikillar kalkframleiðslu í líkamanum en of mikið kalk í blóði leiðir til of lítils blóðflæðis í heila, að sögn Normanns. Þetta veldur svo vandamálum, s.s. þreytu og þung- lyndi. Ef einn eða fleiri þessara kirtla er fjarlægður með skurðaðgerð hverfa einkennin oft á nokkrum dög- um. Læknarnir vita ekki enn hvers vegna þetta gerist og þeir hafa held- ur ekki áttað sig á hvers vegna þessir sjúkdómar leggjast einkum á konur. Aukaskjaldkirtlar hafa árum sam- an verið fjarlægðir úr fólki en að- gerðin er þó enn fremur óalgeng. Læknar hafa ekki vitað hvort rétt væri að gera slíka aðgerð. Fyrri rannsóknir benda einnig til að aðgerðin gagnist fólki með trufl- un á geði. Normann og samstarfsfólk hans kynnti sér fyrri rannsóknir og hefur bætt við þær. „Við höfúm ekki fundið upp nýja aðferð heldur nýja leið til að nýta okkur hana,“ segir Normann. Niðurstöður læknanna sýna að ef of mikið kalk mælist í blóðsýni muni frekari rannsóknir benda til þess að blóðflæði til heila sé of lítið. Þannig mun læknum veitast auðvelt að skera úr um hvort sjúklingar þeirri eigi að fara í aðgerð eða ekki, aðeins þarf að taka blóðsýni til að sjá hvort senda eigi sjúkling með vefjagigt- areinkenni í aðgerð. Of mikið kalk í blóði bendir til galla í aukaskjald- kirtlum og aðgerð gjörbreytir lífi margra. „Ekki er algengt að kanna kalk- magnið hjá sjúklingum en miklu fleiri ættu að biðja lækna sína að gera einmitt það,“ segir Normann yfirlæknir. Rannsókn læknahópsins hefur enn ekki verið kynnt opinberlega en Normann á ekki von á að niðurstöð- urnar verði dregnar í efa, þær eru það ljósar að hans mati. Matthías og Heidi Kristiansen Glöð Glöð i geði var yfirskriftin á geðheilbrigðisviku barna sem haldin var dagana 10.- 17. nóv. sl. á vegum Geðræktar í sam- vinnu við ýmsaaðila. 10.-1 l.nóv. var haldið námskeið á vegum Barnageð- læknafélags íslands og Fræðslu- stofnunar lækna í samvinnu við ýmsa aðila ágæta s.s. foreldrafélög tvö - misþroska og geðsjúkra. Námsefnið var: Skörun námsvanda við erfið- leika í hegðun og athygli og önnur geðheilbrigðisvandamál barna. Dagana 13.-17. nóv. að báðum meðtöldum voru svo hádegisfyrir- lestrar í Iðnó og skal hér getið efnis sem fyrirlesara. 13. nóv. Heilsu- efling í skólum - Mannrækt: Anna Lea Björnsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflingar í skólum. 14. nóv. Einelti - Hvernig geta skólar tekið á einelti?: Ingibjörg Markúsdóttir sál- fræðingur. 15. nóv. Útivistarþjálfun. Samskiptaþjálfun í frímínútum og inni í skólum - Einfaldar lausnir: Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari í geði og Ásdís Guðjónsdóttir mynd- menntarkennari. 16. nóv. Ævintýra- ferð - þegar leikur er meira en skemmtun. Sigríður Ásta Eyþórs- dóttir iðjuþjálfi. 17. nóv. Þunglyndi hjá börnum og unglingum - Ein- kenni, algengi, meðferðarleiðir. M.a. hópmeðferðir fyrir unglinga: Dag- björg Sigurðardóttir barna- og unglingageðlæknir og Linda Krist- mundsdóttir geðhjúkrunarfræðingur. Við hér á bæ létum þennan ágæta atburð ekki með öllu framhjá okkur fara, því Guðríður Ólafsdóttir fór einn daginn og undirritaður ásamt Kristínu Jónsdóttur fór annan dag og vorum við öll á einu máli um að hér hefði verið settur fram mikill og þarf- ur fróðleikur á ljósan og lifandi hátt. Helga Sturlaugsdóttir hafði umsjón með þessu verkefni Geðræktar, en Helga starfar hjá Geðhjálp. Hún seg- ist hafa notið góðrar aðstoðar ýmissa annarra þegar undirritaður á við hana stutt spjall. Helga segir vikuna hafa einkar vel gengið, mjög góð aðsókn verið, misgóð að vísu en allt upp undir 70 manns þegar mest var. Helga segir að gleðilega auðvelt hafi reynst að fá þessa ágætu fyrirlesara sem hafi mestmegnis gjört þetta þeim í Geðrækt að kostnaðarlausu. Þau hafi líka orðið vör við almenna um- ræðu úti í þjóðfélaginu og afar jákvæð viðbrögð enda dýrmæt um- ijöllun í fjölmiðlum hjálpað til. Helga segir að þetta allt hafi sannað þeim, að ef fólk leggi sig fram þá þurfi slíkt framtak ekki að kosta mikið, húsnæðið hafi t.d. verið ókeypis - menn fengu sér hádegis- verð og það látið nægja. Auglýsingar voru svo greiddar af einum kostunaraðila Geðræktar, en þá auðvitað sem framlag hans til verkefnisins í heild. Helga sagði að þau hjá Geðrækt dreymdi um að þetta yrði árlegur viðburður. Helgu er þakkað spjallið og þeim í Geðrækt til hamingju óskað með þetta ágæta framtak, sem ugglaust hefur margra augu opnað fyrir þessum mikla og vaxandi vanda. Helgi Seijan. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.