Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 25
Félagar í Klúbbnum Geysi verða því að stilla væntingum i hóf. Þó mega þeir ekki falla í þá gryfju að vænta of lítils af sjúk- lingum. I klúbbhúsunum eins og Geysi hefur jöfnum höndum ver- ið unnið með áhuga fólks og störf. Laun verða að vera í sam- ræmi við unnin störf. Ræða verður ítarlega samhengi efnahagslegra og pólitískra aðstæðna. Oft fá sjúklingar og fagfólk litlu ráðið þar um. Ég vona að uppsprettuhús eigi eftir að blómstra hér á landi.” Margt að óttast, lítil von! Elín Ebba sagði síðan: “Ég er hrædd um að geðsjúklingar hafi margt að óttast og litils að vænta í sambandi við atvinnuendurhæfingu. Þetta stafar af því að geðveiki leggst á hvern og einn með ólíkum hætti og það hentar illa læknavísindunum. Við erum ætíð að finna meðallausnir þótt við séum að vinna með öfgarnar. Fjöldalausnir duga okkur ekki í þess- ari vinnu heldur verður að leysa vanda hvers og eins. Það er því gríðarlega mikilvægt að finna rétt starf fyrir hvern og einn þar sem tekið er tillit til hæfileika og getu. Þetta er flókið verk sem fáir ráða við og sérþekkingu þarf til. Slík vinna hefur ekki haft forgang í kerfinu. Það skapar einnig ákveðinn vanda að ýmsir sem vinna að mis- munandi þáttum þjónustunnar við geðfatlaða ræða ekki saman. Á stofn- unum er atvinnuendurhæfing oft í eins konar tómarúmi án samhengis við nokkuð annað. Eru íslendingar bestir? Þau ykkar sem eruð gestkomandi hér á landi hafið kannski heyrt að á íslandi eru fallegustu konurnar, sterkustu karlmennirnir, hreinasta vatnið, loftið og besta sólskinið. Hvers vegna tók það okkur 50 ár að uppgötva uppsprettuhúsin úr því að við erum svona klár? Gæti ein ástæðan verið sú að hugmyndafræði læknisfræðinnar eigi sér sterkar rætur hér á landi? Hugmyndafræði læknis- fræðinnar og klúbbhúsanna eiga ekkert sameiginlegt og ef klúbbhúsin ná árangri er það ákveðin ógnun við leiðir læknisfræðinnar. Þess verður líka að geta að það hef- ur enginn þrýstingur komið frá neyt- endum í geðheilbrigðismálum. Sam- tök geðfatlaðra hafa oftast kvartað undan því við stjórnmálamenn að skorið hafi verið niður hér og þar. í staðinn ættu neytendur að fá stjórn- málamenn í lið með sér og kreijast úrbóta sér til handa. Ég hef unnið nógu lengi innan heilbrigðiskerfisins til þess að vita að breytingar gerast ekki innanfrá. Breytingar verða að- eins þegar þrýst er á utanfrá. Samtök og hagsmunafélög sjúklinga geta verið í lykilhlutverki við að safna upplýsingum frá sínu fólki um hvað beri að leggja áherslu á miðað við þarfir þess. Pólitíkusar vilja hafa áhrif til góðs þannig að þeir myndu fagna slíku samstarfi.” Atvinnurekendur eru hrœddir við geðfatlaöa Atvinnuveitendur veigra sér við að ráða geðfatlað fólk í vinnu því að þeir eru hræddir við geðsjúkdóma. Berj- ast þarf gegn ýmsum fordómum. Elín Ebba sagðist skilja vinnuveitendur mæta vel, en þeirra vandi væri að þeir vissu nær ekkert um þessa sjúkdóma. Atvinnuveitendur hafa margir hverjir haft slæma reynslu af geðsjúku fólki vegna þess að þeir nutu ekki stuðn- ings frá fagfólki og vissu því ekki hvernig hægt var að bregðast við til þess að aðlaga vinnuumhverfið. Geðfatlað fólk þarf ekki eingöngu á þjálfun til starfa að halda heldur einnig aðstoð við að halda starfinu. Rannsóknir sýna að starfslöngun og áhugahvöt er for- senda þess að fólk haldi starfi sínu. Flestir sem eiga við geðræn vandamál að stríða missa starfs- löngunina og félags- leg samskipti fara forgörðum. Jafnvel geta þessir einstakl- ingar tekið leiðbein- ingum sem gagnrýni sem stafi af því að vinnuveitandinn vilji losna við þá. Það er því rík ástæða til þess að leggja áherslu á samskiptahæfni og auka þekkingu vinnuveitenda á fötluninni. Starfsfólk og geðsjúklingar þjást affordómum Elín Ebba sagði að fordómar væru versti óvinur fólks. Fólk með geðræn vandamál þjáist engu síður af þeim en aðrir; það hugsar oft um athafnir sínar á neikvæðan hátt og finnur sér allt til foráttu í stað þess að telja fram kosti sína. Fordómar eru einnig fyrir hendi innan sjúkrastofnana og starfsfólk verður að horfast í augu við þessa staðreynd. Sem dæmi má nefna að starfsmenn borða yfirleitt ekki með sjúklingum. Hvernig getur fólk ann- ast þá sem það getur ekki borðað með? Þá minntist hún á að hér á landi fengju sjúklingar yfirleitt ekki tæki- færi til að vinna á sjúkrastofnunum. Sjúklingar eru yfirleitt sendir út af stofnunum til vinnu og fá þá einatt láglaunastörf. I raun og veru þyrfti að marka þá stefnu að sjúklingar gætu fengið vinnu innan stofnananna; nóg er fyrir þá að gera þar því að stöðug mannekla er á spítölunum. Þess vegna þyrfti að sjá til þess að ólík störf væru fyrir hendi handa fólki sem er í atvinnutengdri endurhæf- ingu; heilbrigðisstarfsfólk verður að sýna svo að ekki verði um villst að það geti unnið með geðsjúkum svo að aðrir ráði þá einnig til vinnu. Elín Ebba benti einnig á að allir ættu rétt á að verða veikir. Þess vegna er engin ástæða til þess að bregðast illa við þótt geðfatlaður einstaklingur FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.