Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 20204 FRÉTTIR Ófrosið kjöt flutt inn í fjórum sendingum frá áramótum – Sýnatökur fyrir salmonellu neikvæð Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu. Frá þeim tíma hafa fjórar sendingar af ófrosnu kjöti verið fluttar inn til landsins. Tekin voru sýni úr þessum sendingum til að kanna hvort kjötið væri salmonellusýkt, en reyndust þau öll neikvæð. Öll tilskilin vottorð og skjöl fylgdu sendingunum. Með breytingunum á innflutnings reglum er leyfis­ veitingakerfi Matvæla stofnunar um innflutning á þessum vörum lagt niður. Ábyrgðin á innflutn­ ingnum færist yfir á innflutnings­ fyrirtækin sjálf, en opinber vöktun er þó með salmonellu í innfluttum kjötafurðum og eggjum – og með kampýlóbakter í innfluttu alifugla­ kjöti. Í umfjöllun á vef atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins er greint frá samantekt Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna innflutningsins frá áramót­ um. Þar kemur fram að samantektin sé unnin í tengslum við átaksverk­ efni um aukið eftirlit sem hófst samhliða afnámi leyfisveitinga­ kerfisins. Sýni tekin úr sérhverri sendingu „Á árinu 2020 hafa 21 fyrirtæki flutt inn kjötvörur sem falla undir viðbótartryggingar en í því felst að tekin hafa verið sýni úr sérhverri sendingu á kjúklingakjöti, kalkúna­ kjöti, eggjum, svínakjöti og nautakjöti og þau rannsökuð með tilliti til salmonellu. Alls hafa 130 sendingar verið skoðaðar sérstaklega á tímabilinu 1.janúar–2. apríl sl. Sendingarnar skiptust þannig að 43% þeirra var alifuglakjöt, 25% nautakjöt og 23% svínakjöt. Eina kjötið sem flutt hefur verið til landsins ófrosið er nautakjöt og aðeins einn innflutningsaðili hefur staðið að þeim innflutningi. Fjórar sendingar komu af ófrystu nautakjöti. Eftirlitsaðilar yfirfara einnig öll skjöl og voru flest þeirra til staðar og reyndust rétt fyllt út. Nokkur tilfelli komu upp þar sem viðskiptaskjölum var ábótavant en brugðist var við þeim ábendingum. Leiðbeiningar hafa verið unnar fyrir eftirlitsaðila þar sem farið er yfir þær reglur sem gilda og hvernig fram­ kvæmd eftirlits skuli háttað. Fyrirhugað er að halda kynn­ ingu fyrir alla eftirlitsaðila í landinu í maí 2020 þar sem farið verður yfir verkefnið, niðurstöður þess, leiðbein­ ingar og gátlista,“ segir í umfjöllun ráðuneytisins um samantektina. /smh Stefnt að tilraunaverk- efni um heimaslátrun – Ætlað að auka möguleika bænda til verðmætasköpunar Unnið er að undirbúningi samstarfs verkefnis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Landssamtaka sauðfjárbænda sem gengur út á að auðvelda sauðfjár bændum í auknum mæli að slátra heima og selja afurðir sínar síðan – og auka þar með mögu leika þeirra til frekari verðmæta sköpunar. Kristján Þór Júlíusson til­ kynnti um verkefnið 2. mars, í ávarpi við setningu Búnaðarþings 2020. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er stefnt að því að verkefnið verði sett í gang í næstu sláturtíð. „Staðan er sú að síðustu mánuði hafa sauðfjárbændur í samstarfi við ráðuneytið unnið að mótun tilraunaverkefnisins, sem áætlað er að hefjist næsta haust. Markmið verkefnisins er að kanna hvort skapa megi grundvöll til þess að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðla að bættri afkomu sauðfjárbænda en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð,“ segir í svari úr ráðuneytinu. „Huga þarf að ýmsum útfærslum til þess að niðurstöður verkefnisins nýtist sem best og gæta þess að ver­ kefnið rúmist innan gildandi reglu­ verks. Unnið er að útfærslu verkefn­ isins og liggur hún ekki endanlega fyrir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda og aðila þeim tengdum. Stefnt er að því að verkefnið fari af stað í næstu slát­ urtíð,“ segir enn fremur í svarinu. /smh Lambamjólkurduft Egilsholti 1 310 Borgarnesi Sími: 430-5500 -Óerfðabreytt innihaldsefni -Hátt hlutfall mjólkurprótína -Auðmeltanleg prótín -Inniheldur góða gerlaflóru -Einstaklega bragðgott -Hentar einnig fyrir kið -Auðuppleysanlegt -Inniheldur sýringaduft Pantaðu á netverslun okkar www.kb.is Sendum um allt land Verð 16.490 m/vsk Um síðustu áramót tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu. Frumvarp til laga um breytingar sem rjúfa aldagamla hefð við að marka fé íslenskra bænda: Eyrnamörk á sauðfé verða valfrjáls Í frumvarpi til laga sem nú ligg- ur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að bændum sé frjálst hvort þeir marki fé með gömlum eyrna- mörkum eða ekki. Þeim er aftur á móti skylt að merkja fé með plötumerkjum þar sem fram kemur númer bæjar eða eiganda, sýslutákn og númer sveitarfélags, auk númers gripsins. Frumvarpið er unnið í samræmi við tillögu sem kemur fram í skýrslu starfshóps um endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna frá október 2017. Eyrnaskorin mörk ekki lengur nauðsynleg Í skýrslunni segir meðal annars í sjöunda kafla sem fjallar um Merkingar og skráningar dýra og rekjanleika afurða: „Að skylt sé að merkja öll afurðagefandi dýr, með einum eða öðrum hætti. Jafnframt er lagt til að lögum nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl., verði breytt og að krafan um eyrnamörkun og brennimerkingar verði afnumin. Einnig er lagt er til að reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár verði breytt, til að tryggja öruggar einstaklings­ merkingar sauðfjár og geitfjár og gerð krafa um að öll lömb/kið og allt ásetningsfé verði merkt með forprentuðu plötumerki í bæði eyru, þegar féð hefur ekki verið markað.“ Í rökstuðningi með tillög­ unni segir að einstaklings­ merkingarkerfið fyrir sauðfé og geitfé sé komið í gott horf og því talið eðlilegt að afnema kröfuna um eyrnamörkun sauðfjár og geitfjár. Með tilliti til nýrra aðferða við auðkenningu búfjár og sjónarmiða um dýravelferð, er þessarar aldagömlu aðferðar við að tryggja eignarrétt á dýrum ekki lengur þörf. Ólíklegt að bændur hætti að marka Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að samtökin hafi ekki sett sig upp á móti þessari breytingu en á sama tíma er hann efins um að bændur muni hætta að nota eyrnamörk og snúa sér alfarið að merkjunum. „Að okkar mati er er nauðsynlegt að hafa plötumerki á báðum eyrum ef bændur ætla ekki að nota eyrnamörk áfram. Eyrnamörkin eru mikill kostur í öllu fjárragi. Þannig má sjá af nokkru færi hvaðan gripur er án þess að þurfa að handsama hann. Að sjálfsögðu eiga sér stað breytingar hvað þetta varðar eins og annað og nú er til dæmis hægt að fá örmerki fyrir fé sem gefur jafnvel möguleika á sjálfvirkni við sundurdrátt í réttum. Eyrnamörk koma sér vel þar sem fé er rekið á afrétt og þar sem menn eru með samliggjandi beitarlönd en skipta minna máli þar sem fé er beitt á heimalönd og ekki er sam­ gangur við annað fé. Gallinn við að hætta mörkun og þegar eyrun eru alheil er að þá getur í raun hver sem er klippt merki burt og sett sín merki í staðinn og eignað sér féð. Bændur verða því að ákveða sjálfir hvort þeir vilji marka áfram og tryggja þannig eignarhaldið eða notast eingöngu við plötumerki. Einnig eru til bænd­ ur sem ekki vilja marka sitt fé út frá dýravelferðarsjónarmiðum.“ Illa rökstutt og óæskilegt frumvarp Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, markavörður í Landnámi Ingólfs, fyrrverandi landsmarkavörður og ritstjóri Landsmarkaskrár og fyrrum ráðunautur Bændasamtaka Íslands, segir í greinagerð með athugasemdum við frumvarpið að það sé ekki vel rökstutt og óæskilegt. Ólafur telur að frumvarpið beri vott um stjórnsýslulegan slappleika og stríði gegn viðhaldi hins tiltölulega örugga merkingarkerfi íslenskrar sauðfjárræktar þar sem saman fer eyrnamörkun alls fjár, einnig plötumerking alls fjár með litum eftir svæðum, og brennimerking á sumu fé. „Þetta kerfi, sem hvað eyrna­ mörkun varðar, hefur verið þekkt allt frá upphafi Íslandsbyggðar, hentar sérlega vel aðstæðum hér á landi og hefur gert það alla tíð. Ég tel að meintir kostir við áformaðar lagabreytingar séu léttvægir sam­ anborið við ókosti og jafnvel skað­ semi þeirra. Öruggt merkingar­ kerfi sauðfjár hér á landi hefur nú öðlast aukið vægi, bæði með tilliti til fæðu­ og matvælaöryggis. Það er meðal annars vegna þess að margar sauðfjárveikivarnalínur hafa verið aflagðar eða viðhald þeirra hefur verið vanrækt á seinni árum. Þá er vert að hafa í huga að með innflutningi hrás, ófrysts kjöts, frá og með 1. janúar 2020, hefur aukist hætta á að búfjársjúk­ dómar berist til landsins, og einnig gæti aukin ferðamennska komið þar við sögu. Þá verður að teljast mjög óráðlegt að leggja Markanefnd niður því að hún er meðal annars óháð úrskurðarnefnd sem sker úr í málum sem markavörðum tekst ekki að leiða til lykta.“ /VH Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, markavörður í Landnámi Ingólfs, fyrrverandi landsmarkavörður og ritstjóri Landsmarkaskrár og fyrrum ráðunautur Bændasamtaka Íslands. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.