Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 23 Gunnarsholti var hveitigrasið komið aðeins af stað, en vegna þess hversu vorið hefur verið kalt er heldur hægur vöxturinn. „Það þarf nú að þroskast vel í sumar, gæti náð einum og hálfum metra í hæð. Svo skríður það í júlíbyrjun, myndar fræ og verður skorið í september. Þetta er mjög gott fóður, en þú bakar nú held ég ekki úr þessu brauðmeti til manneldis. Við höfum hins vegar í vinnsl- unni okkar blandað þessu saman við byggið okkar og gert rasp úr því. Síðan höfum við sett þetta á svínasnitsel og selt viðskiptavinum okkar,“ segir Björgvin. Gras, rauðsmári og bygg Björgvin nýtir sér rauðsmára við ræktun á túnum. Hann byrjar á því að skjólsá grasinu, þannig að hann sáir grasi, rauðsmára og byggi öllu samtímis að vori. Að hausti þreskir hann byggið, eftir stendur grasið sem verður að túni með grasi og rauðsmára næsta sumar. Aðganginn að því grasi selur Björgvin öðrum bónda sem þarf á því að halda næstu fjögur árin og svo á fjórða ári þá er tek- inn fyrri sláttur og þá tekur hann við landinu aftur, plægir það og sáir hveiti í það. Þá hefur hann náð að hafa út úr því uppskeru öll árin þó hann sé með tvíært hveiti. Rauðsmárinn safnar köfnunarefni í jarðveginn sem hveitið nýtir svo árið eftir. Björgvin segir að hann telji að Íslendingar eigi heilmikið inni í kornrækt. „Bændur þurfa bara að átta sig á þeim möguleikum sem þeirra land býður upp á og gefa sér smá tíma til að komast til botns í verkefninu. Að rækta korn þannig að það gefi uppskeru og það verði ekki allt of mikil vinna. Menn mikla þetta gjarnan of mikið fyrir sér. Stundum eru þeir að gera þetta í of litlum mæli, en ég bendi á að stærðarhagkvæmnin getur stundum alveg átt rétt úr sér.“ /smh Stóra kornsílóið í Laxárdal var reist árið 2009 og hefur vel sannað gildi sitt að sögn Björgvins. Það er rúmlega 13 metra hátt og tekur um 400 tonn. Eigum fjölda véla á lager til afhendingar strax! Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.