Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202036 „Við förum af stað með þetta ver- kefni með bjartsýnina að vopni. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá heimamönnum og okkar við- skiptavinum um landið. Við hlökk- um til að hefja þessa starfsemi,“ segir Halla Sif Guðmundsdóttir, sem ásamt Ágústi Loga, bróður sínum, og sambýlismanni sínum, Einari Rafni Stefánssyni, vinn- ur nú að undirbúningi þess að opna veitingastað á Grenivík í Grýtubakkahreppi. Staðurinn hefur fengið heitið Mathús Milli Fjöru & Fjalla og er tilvísun í heiti á fjölskyldufyr- irtækinu í Fagrabæ, Milli Fjöru og Fjalla. Foreldrar Höllu og Ágústar reka sauðfjárbú í Fagrabæ í Grýtubakkahreppi og var félagið Milli Fjöru & Fjalla stofnað haustið 2017. Halla segir að fjölskyldan standi að fyrirtækinu saman og vinni fjölbreyttar vörur úr lamba- og kindakjöti. „Okkar markmið var að gera lambakjötinu hærra undir höfði, lyfta því á þann stall sem það á skilið að vera á og fá fólk til að bera virðingu fyrir sauðfénu og þeim afurðum sem það gefur,“ segir Halla. Margt breyst til batnaðar Hún bendir á að hlutir hafi færst til betri vegar hin síðari ár, en á tímabili var lambakjöt iðulega selt í heilum og hálfum skrokkum og umbúðir oftar en ekki lítt aðlað- andi. „Svona fyrirkomulag er ekki til þess fallið að fólk beri virðingu fyrir vörunni og afurðum sauðkindarinn- ar. Sem betur fer hefur margt breyst og nú geta menn keypt lambakjöt í hentugri umbúðum og fjölbreyttari og betri bita kjósi þeir það,“ segir Halla. Markmiðið að auka virði vörunnar Það leiðarljós hafi þau haft í sinni framleiðslu, kjötið er í handhægum og passlega stórum einingum og mikið lagt upp úr að umbúðir séu fallegar. Varan er tilbúin til eldunar og er án allra íblöndunarefna. „Við reynum að auka virði þeirr- ar vöru sem við framleiðum, bjóð- um holla og góða vöru beint frá býli og höfum náð góðri tengingu við okkar viðskiptavinahóp. Við sendum hvert á land sem er og mikið af okkar vörum fer suður á höfuðborgarsvæðið, en neytendur á heimamarkaði og á Akureyri fá sína pakka heim að dyrum. Það hefur fallið vel í kramið,“ segir Halla. Hún bætir við að áhersla sé lögð á fjölbreytni og að höfða til allra aldurshópa og bjóða þannig upp á mótvægi við skyndibita og fljóteldaðan mat. Færa út kvíarnar Með því að opna veitingastað á Grenivík er fjölskyldufyrirtækið í Fagrabæ að færa út kvíarnar. Nú á næstu vikum verður unnið við nauðsynlegar breytingar áður en opnað verður á fyrstu dögum júlí- mánaðar. „Það þarf aðeins að taka til hendinni og við fáum með okkur í lið fagmenn úr hópi heimamanna í það verkefni. Svo er verið að ganga frá kaupum á þeim tækjum sem til staðar þurfa að vera í eldhúsinu,“ segir Halla. Hugmyndin að veitingastaðnum og útvíkkun starfseminnar hjá Milli Fjalla & Fjöru kvikaði í janúar og hefur verið að velkjast um í huga hennar síðan. Ástandið í kringum COVID-19 heimsfaraldurinn var sérkapítuli, en Halla segir að eftir miklar vangaveltur hafi niðurstaðan orðið sú að í þeim hremmningum öllum hafi verið fleiri tækifæri en hindranir. Því ákváðu þau að láta slag standa og hella sér út í rekstur- inn. Auk þess að bjóða gestum og gangandi upp á veitingar verður sett upp kjötvinnsla til að vinna úr afurðum búsins og er verið að inn- rétta hana samhliða opnun veitinga- staðarins. „Þetta fer ágætlega saman og starfskraftar nýtast vel. Það verða alltaf einhver verkefni að vinna að á staðnum,“ segir Halla. Nýta vörur af eigin búi og úr nærumhverfi Hún segir hugmyndafræðina á bak við veitingareksturinn þá að bjóða upp á einfaldan matseðil, ekki vera með of margt í einu en hann verði lifandi og árstíðabundinn þannig að skipt verði um rétti eftir því hvað bjóðist hverju sinni. Rík áhersla verði lögð á að bjóða sem mest úr heimabyggð og nærumhverfi og sækja það sem til þarf að stórum hluta til Eyjafjarðar. Lambakjöt úr eigin framleiðslu verði að sjálf- sögðu á boðstólum og eins verði í boði fiskréttir, pylsur sem búnar eru til á býlinu og hamborgarar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að bjóða mat og drykk er ætlunin að auðga menningarlífið á staðnum og er að sögn Höllu stefnt að því að hafa við- burði á Mathúsinu af og til yfir árið. Margt að sjá og skoða „Nú brettum við upp ermar og komum staðnum í gang, opnum einhvern af fyrstu dögunum í júlí. Það er ýmislegt sem dregið getur ferðafólk til okkar, Grenivík er vissulega endastöð en við búum svo vel að hafa í okkar bakgarði vinsælt útivistarsvæði sem margir leggja leið sína um bæði að sumri og vetri, fjallahjólaleiðir eru fjölbreyttar hér um kring, snjótroðaraferðir eru í boði á veturna og þá eru vinsælar hestaleigur í sveitinni sem bjóða upp á lengri og skemmri ferðir. Fólk getur leigt kajaka og ýmist farið í rólega ferð um víkina eða lagt út í meiri baráttu við hafið hér fyrir utan. Laufás er í næsta nágrenni með alla sína sögu og þá eru tvö tjaldsvæði, á Grenivík og í Ártúni ásamt fjölda annarra gistimöguleika bæði í sveitinni og í þorpinu. Sundlaugin á Grenivík er einstök fyrir sitt útsýni og þá hefur mikið verið gert hjá Úgerðarminjasafninu, bæði úti og inni. Þannig að það er heilmargt sem fólk getur gert sér til skemmtunar á svæðinu,“ segir Halla. /MÞÞ HUGVIT&NÝSKÖPUN SPENNANDI RAFGIRÐINGAR- EFNI! Ný sending ÍSLAND ER LAND ÞITT Mathús Milli Fjöru & Fjalla opnað á Grenivík í sumar: Láta slag standa með bjartsýni að vopni – Kjötvinnsla sett upp í húsnæði veitingastaðarins sem vinnur vörur úr afurðum Fagrabæjarbúsins Margrét Melstað og Guðmundur Björnsson, bændur í Fagrabæ. Myndir / Úr einkasafni Einar Rafn, Ágúst Logi og Halla Sif á fjárhúsbarnum á sauðburðarvaktinni. Veitingastaðurinn á Grenivík verður þarna til húsa þar sem Kontórinn var áður. Kjötvinnsla verður sett upp í sama húsnæði, baka til. Mynd / Halla Sif Margrét, Halla Sif og Guðmundur á sýningunni Matur úr héraði sem haldin var í Hofi á Akureyri, en þar kynntu þau starfsemi Milli Fjöru & Fjalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.