Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202036
„Við förum af stað með þetta ver-
kefni með bjartsýnina að vopni.
Við höfum fengið jákvæð viðbrögð
frá heimamönnum og okkar við-
skiptavinum um landið. Við hlökk-
um til að hefja þessa starfsemi,“
segir Halla Sif Guðmundsdóttir,
sem ásamt Ágústi Loga, bróður
sínum, og sambýlismanni sínum,
Einari Rafni Stefánssyni, vinn-
ur nú að undirbúningi þess að
opna veitingastað á Grenivík í
Grýtubakkahreppi.
Staðurinn hefur fengið heitið
Mathús Milli Fjöru & Fjalla og
er tilvísun í heiti á fjölskyldufyr-
irtækinu í Fagrabæ, Milli Fjöru
og Fjalla. Foreldrar Höllu og
Ágústar reka sauðfjárbú í Fagrabæ
í Grýtubakkahreppi og var félagið
Milli Fjöru & Fjalla stofnað haustið
2017. Halla segir að fjölskyldan
standi að fyrirtækinu saman og
vinni fjölbreyttar vörur úr lamba-
og kindakjöti.
„Okkar markmið var að gera
lambakjötinu hærra undir höfði,
lyfta því á þann stall sem það á
skilið að vera á og fá fólk til að
bera virðingu fyrir sauðfénu og
þeim afurðum sem það gefur,“ segir
Halla.
Margt breyst til batnaðar
Hún bendir á að hlutir hafi færst
til betri vegar hin síðari ár, en á
tímabili var lambakjöt iðulega selt
í heilum og hálfum skrokkum og
umbúðir oftar en ekki lítt aðlað-
andi.
„Svona fyrirkomulag er ekki til
þess fallið að fólk beri virðingu fyrir
vörunni og afurðum sauðkindarinn-
ar. Sem betur fer hefur margt breyst
og nú geta menn keypt lambakjöt í
hentugri umbúðum og fjölbreyttari
og betri bita kjósi þeir það,“ segir
Halla.
Markmiðið að auka
virði vörunnar
Það leiðarljós hafi þau haft í sinni
framleiðslu, kjötið er í handhægum
og passlega stórum einingum og
mikið lagt upp úr að umbúðir séu
fallegar. Varan er tilbúin til eldunar
og er án allra íblöndunarefna.
„Við reynum að auka virði þeirr-
ar vöru sem við framleiðum, bjóð-
um holla og góða vöru beint frá
býli og höfum náð góðri tengingu
við okkar viðskiptavinahóp. Við
sendum hvert á land sem er og
mikið af okkar vörum fer suður á
höfuðborgarsvæðið, en neytendur
á heimamarkaði og á Akureyri fá
sína pakka heim að dyrum. Það
hefur fallið vel í kramið,“ segir
Halla. Hún bætir við að áhersla sé
lögð á fjölbreytni og að höfða til
allra aldurshópa og bjóða þannig
upp á mótvægi við skyndibita og
fljóteldaðan mat.
Færa út kvíarnar
Með því að opna veitingastað á
Grenivík er fjölskyldufyrirtækið í
Fagrabæ að færa út kvíarnar. Nú
á næstu vikum verður unnið við
nauðsynlegar breytingar áður en
opnað verður á fyrstu dögum júlí-
mánaðar.
„Það þarf aðeins að taka til
hendinni og við fáum með okkur í
lið fagmenn úr hópi heimamanna í
það verkefni. Svo er verið að ganga
frá kaupum á þeim tækjum sem til
staðar þurfa að vera í eldhúsinu,“
segir Halla.
Hugmyndin að veitingastaðnum
og útvíkkun starfseminnar hjá Milli
Fjalla & Fjöru kvikaði í janúar og
hefur verið að velkjast um í huga
hennar síðan. Ástandið í kringum
COVID-19 heimsfaraldurinn var
sérkapítuli, en Halla segir að eftir
miklar vangaveltur hafi niðurstaðan
orðið sú að í þeim hremmningum
öllum hafi verið fleiri tækifæri en
hindranir. Því ákváðu þau að láta
slag standa og hella sér út í rekstur-
inn.
Auk þess að bjóða gestum og
gangandi upp á veitingar verður
sett upp kjötvinnsla til að vinna úr
afurðum búsins og er verið að inn-
rétta hana samhliða opnun veitinga-
staðarins.
„Þetta fer ágætlega saman og
starfskraftar nýtast vel. Það verða
alltaf einhver verkefni að vinna að
á staðnum,“ segir Halla.
Nýta vörur af eigin
búi og úr nærumhverfi
Hún segir hugmyndafræðina á bak
við veitingareksturinn þá að bjóða
upp á einfaldan matseðil, ekki vera
með of margt í einu en hann verði
lifandi og árstíðabundinn þannig að
skipt verði um rétti eftir því hvað
bjóðist hverju sinni. Rík áhersla
verði lögð á að bjóða sem mest úr
heimabyggð og nærumhverfi og
sækja það sem til þarf að stórum
hluta til Eyjafjarðar. Lambakjöt
úr eigin framleiðslu verði að sjálf-
sögðu á boðstólum og eins verði
í boði fiskréttir, pylsur sem búnar
eru til á býlinu og hamborgarar svo
eitthvað sé nefnt. Auk þess að bjóða
mat og drykk er ætlunin að auðga
menningarlífið á staðnum og er að
sögn Höllu stefnt að því að hafa við-
burði á Mathúsinu af og til yfir árið.
Margt að sjá og skoða
„Nú brettum við upp ermar og
komum staðnum í gang, opnum
einhvern af fyrstu dögunum í júlí.
Það er ýmislegt sem dregið getur
ferðafólk til okkar, Grenivík er
vissulega endastöð en við búum svo
vel að hafa í okkar bakgarði vinsælt
útivistarsvæði sem margir leggja
leið sína um bæði að sumri og vetri,
fjallahjólaleiðir eru fjölbreyttar hér
um kring, snjótroðaraferðir eru í
boði á veturna og þá eru vinsælar
hestaleigur í sveitinni sem bjóða
upp á lengri og skemmri ferðir. Fólk
getur leigt kajaka og ýmist farið í
rólega ferð um víkina eða lagt út
í meiri baráttu við hafið hér fyrir
utan. Laufás er í næsta nágrenni
með alla sína sögu og þá eru tvö
tjaldsvæði, á Grenivík og í Ártúni
ásamt fjölda annarra gistimöguleika
bæði í sveitinni og í þorpinu.
Sundlaugin á Grenivík er einstök
fyrir sitt útsýni og þá hefur mikið
verið gert hjá Úgerðarminjasafninu,
bæði úti og inni. Þannig að það er
heilmargt sem fólk getur gert sér
til skemmtunar á svæðinu,“ segir
Halla. /MÞÞ
HUGVIT&NÝSKÖPUN
SPENNANDI
RAFGIRÐINGAR-
EFNI!
Ný
sending
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Mathús Milli Fjöru & Fjalla opnað á Grenivík í sumar:
Láta slag standa með bjartsýni að vopni
– Kjötvinnsla sett upp í húsnæði veitingastaðarins sem vinnur vörur úr afurðum Fagrabæjarbúsins
Margrét Melstað og Guðmundur Björnsson, bændur í Fagrabæ.
Myndir / Úr einkasafni
Einar Rafn, Ágúst Logi og Halla Sif á fjárhúsbarnum á sauðburðarvaktinni.
Veitingastaðurinn á Grenivík verður
þarna til húsa þar sem Kontórinn var
áður. Kjötvinnsla verður sett upp í
sama húsnæði, baka til. Mynd / Halla Sif
Margrét, Halla Sif og Guðmundur á sýningunni Matur úr héraði sem haldin
var í Hofi á Akureyri, en þar kynntu þau starfsemi Milli Fjöru & Fjalla.