Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 57
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 57
Þegar Ella vinkona mín átti von
á sínu fyrsta barni heklaði ég að
sjálfsögðu teppi fyrir barnið. Ég
vildi breyta til og hekla aðeins
öðruvísi bylgjuteppi en ég hafði
áður gert. Páfuglamynstur með
hálfstuðlum varð útkoman og
nefndi ég uppskriftina Elluteppið.
Páfuglamynstur er klassískt
mynstur svo ég var ekki að finna
upp hjólið þar, en mér fannst ég
afskaplega sniðug að hekla hálf-
stuðla í stað fastapinna eins og er
vanalega gert. Hálfstuðlarnir gera
það að verkum að það er örlítið
ólík áferð á teppinu á réttunni og
röngunni, sem gleður mig sorglega
mikið.
Garnið er Scheepjes Stone
Washed sem er alveg hreint dásam-
legt að vinna með. Garnið fæst í
yfir 30 fallegum litbrigðum og er
hreyfing í litunum líkt og garnið sé
steinþvegið.
Heklkveðja,
Elín & Guðrún María
mæðgurnar
í Handverkskúnst
Garn:
Scheepjes Stone Washed (50 g, 130 m).Fæst hjá
Handverkskúnst www.garn.is
200 g Moon Stone nr. 801 (hvítur)
150 g Larimar nr. 828 (ljósblár)
150 g Blue Apatite nr. 805 (blár)
Heklunál: 4 mm
Heklfesta: 15 ST = 10 cm
Skammstafanir á hekli:
Sl. - sleppa, L - lykkja, LL - loftlykkja, HST - hálf-
stuðull, ST - stuðull.
*texti milli stjarna* merkir endurtekningu, [texti
milli hornklofa] merkir endurtekningu innan
endurtekningar.
Uppskriftin: Fitjið upp 120 LL
1. umf: Heklið 1 HST í 2. LL frá nálinni (þessi 1
LL sem er sleppt telst ekki með), 1 HST í hverja
L út umferðina. (119 HST)
2. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í fyrstu
L, 2 ST í næstu 2 L, [sl. 1 L, 1 ST í næstu L] x 5,
sl. 1 L, *2 ST í næstu 6 L, [sl. 1 L, 1 ST í næstu L]
x 5, sl. 1 L*, endurtakið frá * til * 5 sinnum til
viðbótar, 2 ST í síðustu 3 L.
3. umf: Heklið 1 LL (telst ekki með), 1 HST í fyrstu L,
1 HST í hverja L út umferðina. (119 HST).
Endurtakið umferðir 2-3 þar til teppið er orðið nógu
langt. Teppið í þessar uppskrift er 85 umferðir.
Mynstrið: Gengur upp í margfeldið af 17, svo er
bætt við 1 LL. Þetta þýðir að þú fitjar upp 17, 34, 51,
68… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt
við 1 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi.
Elluteppið
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
7 8 9 6
6 8 4 2 5
7 9 6 1 4
8 3 9 1
5 9 1 6 7
1 3 5 2
1 8 4 6 3
6 8 7 4 1
4 2 5 3
Þyngst
6 5 9
5 2 4 7 3
9 6 2 7
8 1 3 4
3 2 9 6
5 1 9 8
8 7 1 2
2 6 5 8 7
4 3 1
2 4 6 9
4 5 7 3 1
3 4 8 7
6 2 4 1
9 5 2 3
6 9 3 7 8
8 9 5 4
9 5
3 1 6
8
8 1
3 4 2
5 7
5
7 2 9
1 6
Kýr og apar
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Ólöf Helga býr á Grófargili við
Varmahlíð í Skagafirði ásamt for-
eldrum sínum og tveimur systrum.
Nafn: Ólöf Helga Ólafsdóttir.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Grófargil.
Skóli: Varmahlíðarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Fótbolti, fimleikar, sund
og útivist.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kýr
og apar.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari og
pasta.
Uppáhaldshljómsveit: Engin.
Uppáhaldskvikmynd: Tall girl.
Fyrsta minning þín? 4 ára afmælið
mitt.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og fim-
leika en æfi ekki á hljóðfæri.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Ég ætla að verða arki-
tekt eða kennari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég fór í fallturn
á Ítalíu.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt
í sumar? Fara hringinn í kringum
landið og hitta ættingja mína.
Næst » Ég skora næst á Gísla Frank
Traustason á Syðri-Hofdölum að
svara.
Ferðumst innanlands!
Mjög falleg og notaleg þriggja herbergja fullbúin íbúð í hjarta
Hafnarfjarðar. Íbúðin sem er fullbúin húsgögnum er með svefnpláss fyrir
allt að sex manns.
Allar upplýsingar inn á booking.com/ Hafnarfjörður og nafn íbúðar Pond
apartment eða í s. 695-1095, Gyða - gyda@nyttheimili.is
Bænda
bbl.is Facebook