Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202042 Þörungar er samheiti yfir tugþús- undir tegunda af vatna- og sjáv- argróðri. Meðal þeirra eru brún-, rauð- og grænþörungar sem vaxa á botni sjávar í fjörum og á grunnsævi. Samanlagt mynda þörungar stærstu skóga heims og eru skógarnir mikilvægar uppeld- isstöðvar margra sjávarlífvera og uppspretta stórs hluta súrefnis í heiminum. Þörungar er mikilvægur nytja­ gróður víða um heim og eiga nytjar á þeim eftir að aukast í framtíðinni. Erfitt er að áætla heildarnytjar á þörungum í heiminum þar sem þeim er safnað í mismiklum mæli og magnið oft ekki skráð opinber­ lega. Áætlað er að þörunganytjar þeirra tíu þjóða sem safna mest af þörungum hafi verið tæp 2,2 milljón tonn af þurrefni árið 2018. Auk þess að vera safnað þar sem þeir finnast í náttúrunni eru yfir 95% allra nytjaðra þörunga ræktaðir og eru meira en 30 milljón tonn af þör­ ungum framleidd á ári með ræktun. Mest er ræktað af þörungum í Suðaustur­Asíu, einkum í Kína, Indónesíu, Filippseyjum og Kóreu. Langmest er ræktað af rauðþörung­ um og fer sú ræktun aðallega fram í hitabeltinu. Í Kína er þari, kombu, einnig ræktaður í stórum stíl. Af þeim löndum sem safna þör­ ungum úr náttúrulegum stofnum eru Chile stærstir, síðan Kína og þá Noregur. Af þeim sem rækta eru Kína stærstir, þá Indónesía, Suður­ Kórea og Filippseyjar. Samkvæmt vef Hagstofu Íslands voru flutt inn árið 2019 tæplega 25,5 tonn af ferskum eða þurrkuðum sjávargróðri og þörungum til lands­ ins. Þar af rúm 24 tonn af nýjum og þurrkuðum sjávargróðri og þörung­ um til manneldis. Mestur er inn­ flutningurinn frá Kína, Póllandi, Bretlandseyjum og Danmörku. Mikil fjölbreytni Þörungar eru fjölbreyttur hópur lífvera sem flokkast í brún­, rauð­ og grænþörunga auk þess sem til eru svifþörungar sem berast með straumum í sjó. Það eru til vatnaþör­ ungar, sjóþörungar, votlendisþör­ ungar og þörungar sem lifa í sam­ býli við sveppi og mynda fléttur. Einnig svifþörungar og botnþör­ ungar og í öllum þessum hópum þörunga eru margar fylkingar. Á botni sjávar finnast að minnsta kosti átta fylkingar og mest áber­ andi meðal þeirra eru græn­, brún­ og rauðþörungar. Þörungar eins og aðrar plöntur þurfa sólarljós til að ljóstillífa og mynda allt að 90% af súrefni heims­ ins. Þang er íslenskt heiti yfir stóra brúnþörunga sem vaxa í fjörum og tilheyra þangættinni. Tegundir eiga það sameiginlegt að þær eru botn­ fastar og ríkjandi í fjörum. Mest er af þangi í lygnum fjörum þar sem undirlag er fast, grjót eða klappir. Rauðþörungar finnast nær ein­ göngu í sjó og telur fylkingin yfir 7000 tegundir. Langflestir rauðþör­ ungar lifa í fjörum eða grunnum í sjó og eru þar botnfastir á klettum, steinum eða gróðri. Þeir eru yfir­ leitt nokkrir sentímetrar á lengd og breidd, þráð­ eða blaðlaga. Fáir þeirra vaxa ofarlega í fjörum, en þegar neðar dregur ber meira á þeim. Þeir eru algengir á grunn­ sævi og ná lengst niður í djúpin af stórþörungunum. Langflestar tegundir græn­ þörunga lifa í ferskvatni, einungis um 10% þeirra eru sæþörungar. Grænþörungar í sjó eru margir einfrumungar en einnig skorpur, himnur og ýmsir þræðir sem mynda strá eða skúfa. Um 8.000 tegundir grænþörunga eru þekktar í heim­ inum í dag. Litarefni í grænþörungum eru þau sömu og í landplöntum. Enda hafa allar plöntur, landplöntur, vatna­ og sjóplöntur, blómplöntur, grös, þörungar, mosar og byrkn­ ingar svokallaða a­blaðgrænu sem er eina litarefnið sem ljóstillífar. Mismunandi hópar plantna hafa mismunandi samsetningu af öðrum litarefnum. Talið er að landplöntur hafi þró­ HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Þörungar mynda 95% af súrefni heims Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Sjóþörungar mynda allt að 90% af súrefni jarðar og eru svifþörungar ábyrgir fyrir langstærstum hluta af þeirri framleiðni. Á strandsvæðum er hlutur botnþörunganna hins vegar mjög mikilvæg- ur og er þar 40 til 50% af framleiðninni. Söl er rauðþörungur sem vex neðst í fjörum. Þau eru vínrauð á litinn, næringarrík og hafa verið nytjuð til matar í margar aldir á Íslandi. Bóluþang. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.