Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202054 Á síðasta ári tók Askja við umboðssölu Honda á Íslandi og flutti Honda þá á Fossháls eftir að hafa verið á Vatnagörðum í um fjörutíu ár. Honda Civic kom fyrst á markað um 1972 og hefur Civic verið einn söluhæsti bíll frá Honda um árabil. Ég prófaði nýjasta Civic bílinn fyrir skömmu sem kom mér á óvart fyrir þægilegheit og öryggi. Kraftmikill þótt vélin sé ekki stór og sparneytinn Bíllinn sem ég prófaði heitir Honda Civic Elegance og er með 998cc. VTEC turbo bensínvél sem á að skila 129 hestöflum, sjálfskiptur með sex gíra skiptingu og er með fimm ára ábyrgð. Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,1 lítri á hundraðið. Ég byrjaði að keyra bílinn fyrstu 30 km í innanbæjarakstri og mældist mín eyðsla þá 10,1 lítri á hundraðið. Næstu 30 km voru langkeyrsla og var eyðslan þá ekki nema 4,7 lítrar. Í lokin eftir rúma 100 km var meðaleyðsla mín ekki nema 8,1 lítri á hundraðið sem ég vil meina að sé mjög gott miðað við aksturslag og aðstæður. Öryggisbúnaðurinn til fyrirmyndar Í bílnum er mikið af öryggisbúnaði eins og í flestum nýjum bílum s.s. radartengd árekstrarvörn, akreina- lesari, radartengdur skriðstillir, umferðarmerkjalesari o.fl. Mér hefur alltaf verið í nöp við flókinn tölvubúnað í bílum og óttalegur klaufi að læra á hvernig á að lesa og virkja tölvubúnað í mörgum bílum, en í þessum bíl var þetta tiltölulega auðlært og auðvelt í notkun. Flestir akreinalesarar gefa frá sér hljóð eða að stýrið titrar, en í Civic er tilfinningin eins og annað framdekkið sé loftlaust þegar ekið er óvart yfir miðlínu. Hraðastillirinn (cruse control) heldur bilinu í næsta bíl jöfnu. Sé maður með stillt á 90 og bíllinn fyrir framan hægir á niður í 70, þá gerir Civic það líka. Í mörg- um bílum virkar þessi fjarlægðar- búnaður ekki á gatnamótum eða í hringtorgum, en eftir að hafa tvíprófað þá sá ég hver virknin var. Bíllinn hjá mér var stilltur á 70 og elti bílinn á undan mér í gegnum hringtorg og beygjur eins og skugginn. Þegar ég keyrði Mosfellsdalinn kom ég að hópi hjólreiðamanna sem hjóluðu í kantinum hlið við hlið, bíllinn hægði sjálfur á sér og þegar ég ætlaði að skjótast fram úr þeim tók bíllinn af mér völdin. Ég var of nálægt þeim, það var ekki fyrr en að ég var kominn um tvo metra frá þeim að bíllinn gaf mér „leyfi“ (kraft) til að skjótast fram úr reiðhjólunum. Alltaf fundist Honda-bílar vera með betra fótapláss en aðrir Að keyra bílinn er þægilegt, hann einfaldlega líður áfram, krafturinn góður og að keyra hann á malarvegi er óvenju gott miðað við sambærilega bíla. Var svo gott að ég fór í tvígang malarkaflann við Hafravatn til að fullvissa mig um ágæti bílsins á möl, en fyrir vikið var þessi svarti fíni bíll svolítið mikið rykugur þegar ég skilaði honum. Eins og margir nýir bílar eru útbúnir þá er ljósabúnaður- inn þannig að ef maður er með ljósatakkann stilltan á AUTO þá koma engin afturljós í dagsbirtu. Í þessum bíl er best að stilla bara takkann strax á full ljós og hreyfa hann aldrei aftur, þá er maður alltaf með rétt ljós í umferðinni. Farangursrýmið er gott, sæti ágæt, hliðarspeglar góðir og útsýni fram fyrir bílinn er gott. Fótarými hefur mér alltaf fundist vera til fyrirmyndar í öllum bílum frá Honda. Aðeins eitt atriði fann ég að bílnum, en það vantar varadekkið, tjakk og felgulykil í bílinn. Ekki gott fyrir svona ónýta og holótta vegi eins og við búum við. Flott verð á góðum fólksbíl Honda Civic er nú á sértilboði, verð frá 4.190.000 og fæst með vél frá 129 hestöflum upp í 182. Ég var mjög sáttur við bílinn fyrir utan að mér fannst sárlega vanta í hann varadekk. Eftir að ég prófaði bílinn skoð- aði ég aðeins heimasíðu Öskju um Honda bíla og er ekki hægt annað en að hæla framsetningu á vefsíð- unni um góðar og aðgengilegar upplýsingar á www.honda.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla Honda Civic. Myndir / HLJ Þyngd 1.275 kg Hæð 1.421 mm Breidd 1.800 mm Lengd 4.497 mm Helstu mál og upplýsingar Akreinalesarinn virkar eins og það sé sprungið framdekk og maður hrekkur vel við þegar þetta ljós kem- ur í mælaborðið. Mjög sáttur við eyðsluna í lok prufuaksturs. Hér tók bíllinn sjálfur af mér völdin og neitaði mér að taka fram úr hjólreiða- mönnunum þar sem bilið væri of lítið. Civic er með leiðsögukerfi. Hávaði inni í bílnum er í hærri kantinum, en innan marka. Ljósatakkann er best að stilla svona og hreyfa hann aldrei aftur. Flottu svörtu felgurnar voru rykugar eftir mölina, en þrátt fyrir lágan prófíl dekkjanna var bíllinn góður á möl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.