Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 49 Þrátt fyrir að byggðarlögin séu ólík eiga þau það sameiginlegt að störfum hefur fækkað, búskap- ur hefur víða lagst af og dregið hefur úr þjónustu við íbúa. Þessi byggðarlög hafa því öll verið skil- greind sem „Brothættar byggðir“ og fóru eftirfarandi byggðaefl- ingarverkefni af stað í kjölfarið: Raufarhöfn og framtíðin 2012, Öxarfjörður í sókn á árinu 2016 og nú síðast Betri Bakkafjörður á árinu 2019. Verkefnið Brothættar byggð- ir er ein af þeim aðgerðum Byggðaáætlunar sem er ætlað að aðstoða byggðarlög í erfiðri stöðu. Í verkefninu hafa tekið þátt tólf byggðarlög eða byggðakjarnar, sem eiga það sameiginlegt að hafa lent í áföllum samhliða breytingum á atvinnuháttum. Verkefnið hefur haft jákvæð áhrif á samfélögin og í mörgum tilfellum orðið til þess að ný störf hafa orðið til og byggðirn- ar fengið ákveðna endurnýjun. Þá hefur þetta einnig orðið til þess að efla og styðja við nýsköpunar- og frumkvöðlastarf í þessum byggðar- lögum. Þegar á heildina er litið eru fjölmörg verkefni sem styrkt eru eða hafa verið styrkt af Brothættum byggðum. Það eitt og sér að íbúar séu að sækja um styrki og nýta allt það fjármagn sem er til ráðstöfunar segir heilmikið, íbúar sjá tækifærin, hugsa í lausnum og sækja fram á við þrátt fyrir að talsverðar hindranir séu til staðar. Því er afar mikilvægt að haldið sé áfram að styðja við þessi byggðarlög með þessum hætti og meira til. Fá landsvæði eru eins vel til þess fallin frá náttúrunnar hendi að stundaður sé blómlegur landbúnað- ur, öflug ferðaþjónusta, ræktun af ýmsum toga, auk þess að skammt er á gjöful fiskimið. Það þarf því ekki að koma á óvart að svæðið í heild er þekkt fyrir hágæða mat- vælaframleiðslu og segja má að það sé ákveðið matarbúr. Þó að talsvert sé um smábátaútgerð, fiskvinnslur og fiskeldi, sláturhús, heimavinnslur og grænmetisræktun af ýmsum toga eru ansi margar auðlindir og vannýtt tækifæri til staðar. Mikilvægi þess að efla og bæta innlenda framleiðslu er farið að vega þungt, sérstak- lega þegar horft er til kolefnis- og vistspora. Þessi byggðarlög eru einnig afar vel til þess fallin að „hýsa“ störf án staðsetningar/fjarvinnslu. Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í tækni og þá ekki síst aðgangur að ljósleiðara og ljósneti. Lagðir hafa verið ljósleiðarar um landið, þvert og endilangt, sem gerir það að verkum að auðvelt er að vinna ákveðin störf í hinum dreifðu byggðum. Á norðaust- urhorninu er húsnæði til staðar í flestum þéttbýliskjörnum sem býður upp á góða vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn í fjarvinnslu. Þá hlýtur reynsla okkar af COVID- 19 að verða til þess að stjórnvöld skoði það af alvöru hvort endur- skoða beri þá stefnu að flestar stofnanir ríkisins séu á einum stað, þ.e.a.s. á höfuðborgar svæðinu. Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og til hafa orðið ný störf sem styrkt hafa byggðina. Unnið hefur verið skipulega í markaðs- setningu svæðisins með aðkomu stofnana á svæðinu og hins opin- bera. Nýlega var kynntur nýr ferða- máti, svokölluð Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way). Markmiðið með leiðinni er að skapa farveg og sérstöðu fyrir þá sem vilja halda sig utan alfaraleiðar og það hefur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamenn. Í því sambandi má nefna að þegar þetta er ritað hefur Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða úthlutað aukaframlagi til uppbyggingar innviða og komu tveir stórir styrkir í hlut verk efna á Raufarhöfn og Bakkafirði. Þetta er afar mikilvægt innlegg í þá viðleitni sem er til staðar í þessum byggðar- lögum og á svæðinu öllu. Sama má segja um aukaúthlutun fjármuna til frumkvæðisverkefna í Brothættum byggðum á árinu 2020 sem boðuð var fyrir fáum dögum og nýtist Öxarfjarðarhéraði og byggðinni við Bakkaflóa. Þá ber að nefna að samhliða því að Bakkafjörður var tekinn inn í ver- kefnið Brothættar byggðir var gert samkomulag við stjórnvöld um að byggja upp veginn milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Um er að ræða 27 km malarveg. Með því að klára veg- inn er komið bundið slitlag á veg nr. 85 frá Húsavík til Vopnafjarðar. Þá mun nýr Dettifossvegur einnig verða mikil samgöngubót og styrkja ferðaþjónustu svæðisins í heild á árs- grundvelli. Fyrir þá sem hafa áhuga á frumkvöðlastarfi eða nýsköpun er norðausturhornið afar spennandi kostur þar sem tækifærin leynast víða. Charlotta Englund Nanna Steina Höskuldsdóttir Ólafur Áki Ragnarsson Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar- dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Hagkvæm dekk fyrir alvöru kröfur LESENDABÁS Tækifæri á norðausturhorninu og verkefnið Brothættar byggðir Heimskautagerðið við Raufarhöfn. Mynd / Aðalsteinn Atli Guðmundsson Ólafur Áki Ragnarsson.Nanna Steina Höskuldsdóttir.Charlotta Englund. Frá Raufarhöfn. Mynd / Jónas Friðrik Guðnason Frá Bakkafirði. Mynd / Ólafur Áki Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.