Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 202014
HLUNNINDI&VEIÐI
FRÉTTIR
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra
og Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, við undirritun samkomulagsins við starfsstöð
Skógræktarinnar á Akureyri. Myndir / Akureyrarbær - Ragnar Hólm
Átaksverkefni í nýtingu moltu á Norðurlandi:
Molta verður nýtt í landbúnaði,
skógrækt og við landgræðslu
– Repjuræktun í Eyjafirði, molta sem áburður á Hólasandi og skógrækt í Hlíðarfjalli
Ráðist verður í tilrauna- og
átaks verkefni um nýtingu moltu
í landbúnaði, skógrækt og land-
græðslu á Norðurlandi. Auk inn
kraftur verður settur í gróður-
setningu Græna trefilsins ofan
Akureyrar og grunnur verður
lagður að Moltulundi í kringum
skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis- og auðlindaráðherra,
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri
á Akureyri, og Guðmundur Haukur
Sigurðarson, framkvæmdastjóri
Vistorku, undirrituðu samkomulag
um þetta samstarfsverkefni sem
er hluti af aðgerðum stjórnvalda í
loftslagsmálum og hefur verið flýtt
vegna COVID-19 en með land-
græðslu og skógrækt er stuðlað að
aukinni bindingu kolefnis.
Átakið er þríþætt og snýst um
að nota moltu til skógræktar og
landgræðslu í umhverfi Akureyrar,
til landgræðslu á Hólasandi og við
repjurækt í Eyjafirði.
Af þessum verkefnum er skóg-
rækt og landgræðsla í kringum
Akureyri einna stærst að umfangi.
Leggja á grunn að Moltulundi í
kringum skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
þar sem gerð er tilraun til trjáræktar
og landgræðslu á rýru svæði yfir
500 metrum.
Háskólanemar
ráðnir í átaksvinnu
Einnig á að leggja grunn að 135 ha
skóglendi á um 700 ha landsvæði
til útivistar við Græna trefilinn sem
Akureyrarbær hefur skilgreint við
efri bæjarmörkin. Stefnt er að því að
ráða allt að 10 háskólanema í sumar
í átaksvinnu sem felst meðal annars
í undirbúningi svæða, gróðursetn-
ingu, girðingavinnu og dreifingu
á moltu. Gert er ráð fyrir að hægt
verði að nýta um 1.800 m³ af moltu
á Glerárdal í þessum hluta verkefn-
isins.
Þá verður molta flutt á valda
staði á Hólasandi og nýtt þar sem
áburður á birki. Þriðja verkefnið
snýst um repjuræktun í Eyjafirði og
er þar um að ræða tveggja ára ver-
kefni sem hefst í júlí næstkomandi.
Molta verður notuð við repjurækt og
gert ráð fyrir ræktun bæði sumar- og
vetrarrepju.
Umhverfis- og auðlindaráðu neytið
styður verkefnin fjárhags lega en
Vistorku er falið að framkvæma þau í
samstarfi við Akureyrarbæ, Orkusetur,
Moltu, Skógræktina, Landgræðsluna
og Landbúnaðarháskóla Íslands.
Bann við urðun lífræns
úrgangs í farvatni
Stjórnvöld stefna að banni við
urðun lífræns úrgangs, enda er hún
kostnaðarsöm og veldur losun gróð-
urhúsalofttegunda. Mikill meiri-
hluti losunar vegna meðhöndlunar
úrgangs kemur til vegna losunar
metans og annarra gróðurhúsa-
lofttegunda við niðurbrot lífbrjót-
anlegra efna. Stórbæta má nýtingu
á lífrænum úrgangi, m.a. með því
að vinna úr honum moltu. Molta
hefur verið prófuð í landgræðslu
og skógrækt en skoða þarf nánar
hvernig hún reynist við mismun-
andi aðstæður.
80% heimila á Akureyri
flokka lífrænan úrgang
Kraftmolta er lífrænn áburður og
jarðvegsbætandi efni sem verður
til þegar lífrænn úrgangur rotnar.
Framleiðslan á Norðurlandi fer fram
hjá Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit og er
Akureyrarbær meðal stærstu eigenda
félagsins. Hráefni fæst einkum frá
kjötvinnslum, sláturhúsum, fisk-
vinnslum auk lífræns úrgangs frá
heimilum. Akureyringar hafa náð
góðum árangri í flokkun og endur-
vinnslu. Á undanförnum árum hafa
um 80% heimila á Akureyri flokkað
allan lífrænan úrgang. /MÞÞ
Að undirritun lokinni gróðursetti ráðherra vefjaræktaða rauðblaða birkiplöntu
í garðinn við Gömlu Gróðrarstöðina. Ásthildur bæjarstjóri og Brynjar
Skúlason frá Skógræktinni fylgjast með. Myndir / Akureyrarbær - Ragnar Hólm
Mikið byggt á Hellu
Miklar byggingaframkvæmdir
eiga sér stað á Hellu um þessar
mundir, eða í Rangárþingi ytra
eins og sveitarfélagið heitir.
Sveitarfélagið hefur fest kaup
á 6 nýjum íbúðum í jafnmörg-
um raðhúsum í Ölduhverfinu
og hefur þannig tekist að örva
nýbyggingar á hagkvæmum
minni íbúðum, sem mikill skortur
var á á Hellu. Þannig hafa risið
7 raðhúsalengjur og eru 5 þeirra
komnar í notkun en samtals eru
það 29 íbúðir. /MHH
Nær 51 þúsund erlendir ríkis-
borgarar búsettir á Íslandi
Samkvæmt upplýsingum
frá Þjóðskrá Íslands voru
50.665 erlendir ríkisborgar-
ar búsettir hér á landi þann
1. apríl 2020 og fjölgaði þeim
um 1.321 frá 1. desember á
síðasta ári.
Á sama tíma fjölgaði íslensk-
um ríkisborgurum sem búsettir
eru hér á landi um 663 sam-
kvæmt skráningu Þjóðskrár.
Pólskum ríkisborgurum sem
búsettir eru hér á landi fjölgaði
á ofannefndu tímabili um 277
einstaklinga. Næstmest fjölg-
un var meðal rúmenskra ríkis-
borgara, eða um 165.
/MHH
Kattarkragi, sem er m.a. hægt að kaupa í vefverslun Fuglaverndar. Póstsent
er um allt land. Mynd / Daníel Bergmann
Fuglavernd:
Kattaeigendur haldi köttum
sínum inni yfir varptímann
Fuglavernd Íslands hefur sent frá
sér tilkynningu þar sem skorað
er á kattaeigendur að halda kött-
um inni yfir varptíma fugla enda
séu kettir öflug og afkastamikil
rándýr sem höggva stór skörð í
stofna fugla sem verpa í nágrenni
við mannabústaði ár hvert. Á
varptíma sé því mikilvægt að
lausaganga katta sé takmörkuð
og sérstaklega yfir nóttina.
Bjöllur og kattarkragar eru í
sumum tilfellum betri vörn en engin
en langbest er að halda þeim inni.
Samkvæmt Fuglavernd þá veiða
kettir helst skógarþresti, svartþresti,
stara, snjótittlinga, auðnutittlinga og
þúfutittlinga.
Kattarkragar virka vel
Fuglavernd segir að svokallaðir
„kattarkragar“ hafi verið að gefa
góða raun við fælingarmátt.
Kattarkragar eru í skærum litum
og gera það að verkum að rán-
dýrinu tekst síður að læðast að
bráðinni, þar sem fuglar sjá skæra
liti mjög vel.
„Rannsóknir sýna að kettir
með kraga drepa allt að 19 sinn-
um færri fugla en kettir sem eru
ekki með kraga. Þá hafa kragar
sem eru marglitir (regnbogalitir)
gefið betri árangur en rauðir eða
gulir“, segir m.a. í tilkynningunni
frá Fuglavernd. /MHH
105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðn-
ing vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020
Atvinnuvega- og ný sköpun ar -
ráðuneytið fékk 105 umsókn-
ir um fjárfestingarstuðn-
ing í nautgriparækt vegna
fram kvæmda á árinu 2020 í
samræmi við reglugerð um
stuðning í nautgriparækt. Af
þeim voru 44 nýjar umsókn-
ir og 61 framhaldsumsókn
fyrir fram kvæmdum sem
hófust 2018 eða 2019.
Heildarkostnaður við fram-
kvæmdir nautgripabænda sem
veittur er stuðningur fyrir á
árinu 2020 er um 4,4 millj-
arðar króna. Til úthlutunar
eru kr. 210.711.784 samkvæmt
fjárlögum ársins. Styrkhlutfall
reiknast því um 4,7% af heildar-
kostnaði sem er heldur hærra en
síðasta ár. Hæsti áætlaði styrkur
er kr. 10.330.146 en lægsti styrkur
kr. 52.389. Þetta kemur m.a. fram
í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Fjárfestingarstuðningur er
veittur vegna framkvæmda
sem stuðla að hagkvæmari
búskaparháttum, bættum
aðbúnaði nautgripa og aukinni
umhverfisvernd. Markmið
stuðningsins er að hraða því
að framleiðendur standist
kröfur samkvæmt reglugerð
um velferð nautgripa nr.
1065/2014. Stuðningurinn er
veittur vegna nýframkvæmda
og/eða endurbóta á eldri
byggingum og kom fyrst til
úthlutunar árið 2017 með inn-
leiðingu nýrra búvörusamn-
inga. Umsækjendur geta nálgast
svarbréf við umsókn sinni inni á
Bændatorginu undir Rafræn skjöl
þar sem stendur bréf. /MHH
Tvíkelfingarnir Hetta og Hjálma láta fara vel um sig í fjósinu á Hvanneyri.
Mynd / Hafþór Finnbogason, bústjóri
Þrennir tvíkelfingar á Hvanneyrarbúinu
Það er mikil frjósemi á Hvann-
eyrarbúinu i Borgarfirði því
þar hafa komið þrennir þrí-
kelfingar síðasta hálfa árið.
Nú síðast bar Ferna 1856
Þytsdóttir fallegum tvíkelf-
ingskvígum.
Faðirinn er Skans 17028 frá
Brúnastöðum. Kvígurnar hafa
fengið nöfnin Hetta og Hjálma.
„Þær braggast vel og líður vel
hjá okkur og stækka hratt. Það
er mjög óvenjulegt að það skulu
koma þrennir tvíkelfingar í sama
fjósinu á sex mánuðum en svona
er þetta bara stundum,“ segir
Hafþór Finnbogason, bústjóri
Hvanneyrarbúsins. /MHH