Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 27 Þegar þú ferð með fjölskylduna í ísbíltúr tekur atvinnulífið kipp. Þegar íssalinn lætur flísaleggja baðherbergið kemur annar kippur. Flísarinn lætur standsetja gamla hjólið sitt fyrir sumarið og enn kemur kippur, sem heldur áfram þegar hjólaviðgerðar- maðurinn kaupir íslenskan trúlofunarhring handa kærustunni. Loksins. Allt í einu er allt komið af stað á ný. ATVINNULÍFIÐ ER LÍF OKKAR ALLRA Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér! Í byrjun maímánaðar bættist Jan Axmacher gestaprófessor við starfslið Landbúnaðarháskóla Íslands. Axmacher segist hafa áhuga á samtölum við bændur um þeirra sýn á framtíðina og þær áskoranir og breytingar sem von er á í þeirri von að aðlaga rannsóknir sínar að þeim vandamálum sem geta steðjað að hinu einstaka íslenska umhverfi. Axmacher er menntaður í vistkerfis fræði. Hann fékk snemma áhuga á hitabeltisumhverfi og regn- skógum og dvaldi hálft ár við rann- sóknir í Andesfjöllum í Ekvador. Hann vann doktorsverkefni sitt um líffræðilegan fjölbreytileika við hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro. Við Kilimanjaro og í návígi við garða Chagga-ættbálksins óx áhugi hans á landbúnaðarkerfum og notkun ræktarlands, fjölbreytileika plantna og smádýra. Auk þess sem hann hefur unnið rannsóknir á sléttum Norður-Kína í landbúnaðarhéraði tempraða beltisins í austurhluta Kína. Í framhaldi af því flutti Axmacher til Bretlands þar sem hann starfar nú sem dósent við University College London. Líffræðileg fjölbreytni og sjálfbær landbúnaður Axmacher segist enn hafa áhuga á viðhaldi líffræðilegs fjölbreytileika en einnig sjálfbærum landbúnaði, vistþjónustu, innfluttum ágengum tegundum og almennum umhverfis- vísindum. Axmacher stefnir að áframhaldandi rannsóknum á land- búnaði og skóglendum Kína og Bretlands ásamt því að stofna til nýrra rannsókna í samstarfi við vís- indamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands á málefnum í tengslum við landbúnað og verndun lands á Íslandi. Óskar eftir samræðum við bændur Að sögn Axmacher eru umhverfis- breytingar á Íslandi örar og bjóða loftslagsbreytingar upp á nýja möguleika sem geta þó verið áhættusamar fyrir viðkvæmt umhverfið og landbúnaðinn. „Samhliða hlýnun og auknum möguleikum á að rækta nýjar tegundir til uppskeru geta innlendar tegundir haft hag af hlýnandi loftslagi og orðið vandamál í ræktun. Einnig gæti aukinn fjöldi innfluttra tegunda orðið ágengar og náð yfirhöndinni yfir innlendar tegundir og tegundir í hefðbundnum landbúnaði hér á landi. Þar sem bændur eru þeir fyrstu sem taka eftir þeim breytingum sem ég nefni hef ég áhuga á að tala við þá og læra af þeim meira um landbúnað, garðyrkju og skógrækt. Ég hef bæði áhuga á samtölum við fólk um þeirra sýn á framtíðina og þær áskoranir og breytingar sem von er á í þeirri von að aðlaga rannsóknir mínar að þeim aðkallandi vandamálum sem geta steðjað að hinu einstaka íslenska umhverfi,“ segir Jan Axmacher, gestaprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. /VH LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Nýr gestaprófessor bætist í hóp LbhÍ: Úr hitabeltinu í kennslu á Hvanneyri Jan Axmacher, gestaprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bænda 4. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.