Bændablaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 27
Þegar þú ferð með fjölskylduna í ísbíltúr tekur atvinnulífið kipp.
Þegar íssalinn lætur flísaleggja baðherbergið kemur annar
kippur. Flísarinn lætur standsetja gamla hjólið sitt fyrir sumarið
og enn kemur kippur, sem heldur áfram þegar hjólaviðgerðar-
maðurinn kaupir íslenskan trúlofunarhring handa kærustunni.
Loksins. Allt í einu er allt komið af stað á ný.
ATVINNULÍFIÐ ER LÍF OKKAR ALLRA
Þegar þú velur íslenskt tekur
atvinnulífið við sér!
Í byrjun maímánaðar bættist
Jan Axmacher gestaprófessor við
starfslið Landbúnaðarháskóla
Íslands. Axmacher segist hafa
áhuga á samtölum við bændur
um þeirra sýn á framtíðina og
þær áskoranir og breytingar
sem von er á í þeirri von að
aðlaga rannsóknir sínar að þeim
vandamálum sem geta steðjað að
hinu einstaka íslenska umhverfi.
Axmacher er menntaður í
vistkerfis fræði. Hann fékk snemma
áhuga á hitabeltisumhverfi og regn-
skógum og dvaldi hálft ár við rann-
sóknir í Andesfjöllum í Ekvador.
Hann vann doktorsverkefni sitt um
líffræðilegan fjölbreytileika við
hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro. Við
Kilimanjaro og í návígi við garða
Chagga-ættbálksins óx áhugi hans
á landbúnaðarkerfum og notkun
ræktarlands, fjölbreytileika plantna
og smádýra. Auk þess sem hann
hefur unnið rannsóknir á sléttum
Norður-Kína í landbúnaðarhéraði
tempraða beltisins í austurhluta
Kína.
Í framhaldi af því flutti
Axmacher til Bretlands þar sem
hann starfar nú sem dósent við
University College London.
Líffræðileg fjölbreytni og
sjálfbær landbúnaður
Axmacher segist enn hafa áhuga á
viðhaldi líffræðilegs fjölbreytileika
en einnig sjálfbærum landbúnaði,
vistþjónustu, innfluttum ágengum
tegundum og almennum umhverfis-
vísindum. Axmacher stefnir að
áframhaldandi rannsóknum á land-
búnaði og skóglendum Kína og
Bretlands ásamt því að stofna til
nýrra rannsókna í samstarfi við vís-
indamenn við Landbúnaðarháskóla
Íslands á málefnum í tengslum
við landbúnað og verndun lands á
Íslandi.
Óskar eftir samræðum
við bændur
Að sögn Axmacher eru umhverfis-
breytingar á Íslandi örar og bjóða
loftslagsbreytingar upp á nýja
möguleika sem geta þó verið
áhættusamar fyrir viðkvæmt
umhverfið og landbúnaðinn.
„Samhliða hlýnun og auknum
möguleikum á að rækta nýjar
tegundir til uppskeru geta innlendar
tegundir haft hag af hlýnandi
loftslagi og orðið vandamál í
ræktun. Einnig gæti aukinn fjöldi
innfluttra tegunda orðið ágengar
og náð yfirhöndinni yfir innlendar
tegundir og tegundir í hefðbundnum
landbúnaði hér á landi.
Þar sem bændur eru þeir fyrstu
sem taka eftir þeim breytingum
sem ég nefni hef ég áhuga á að tala
við þá og læra af þeim meira um
landbúnað, garðyrkju og skógrækt.
Ég hef bæði áhuga á samtölum við
fólk um þeirra sýn á framtíðina og
þær áskoranir og breytingar sem
von er á í þeirri von að aðlaga
rannsóknir mínar að þeim aðkallandi
vandamálum sem geta steðjað að
hinu einstaka íslenska umhverfi,“
segir Jan Axmacher, gestaprófessor
við Landbúnaðarháskóla Íslands.
/VH
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS
Nýr gestaprófessor bætist í hóp LbhÍ:
Úr hitabeltinu í kennslu á Hvanneyri
Jan Axmacher, gestaprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Bænda
4. júní